Sjúkraflug TF-LIF vegna bílslyss í Þjórsárdal

Laugardagur 15. nóvember 2003.

Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar í Reykjavík hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 6:30 í morgun og óskaði eftir þyrlu vegna manns sem hafði slasast eftir bílveltu í Þjórsárdal.  Læknir á slysstað taldi það nauðsynlegt. 

Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út og fór þyrlan í loftið hálftíma síðar eða kl. 7:01.  Lent var á Skeiðarvegi kl. 7:22 en þar beið sjúklingur í sjúkrabíl.  Lent var við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi  kl. 7:51.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.