Þyrluáhöfn LHG veitt heiðursorða danska sjóhersins

  • Orduveiting2

Danski varnarmálaráherran Søren Gade, kom í heimsókn í höfuðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands í morgun ásamt Birni Bjarnassyni dóms- og kirkjumálaráðherra, Niels Erik Sørensen aðmírál, danska sendiherranum Leif Mogens Reimann og fleiri gestum. Þeim var sýnd Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, almannavarnamiðstöðin í Skógarhlíð og starfsstöð Sjómælinga.

Orduveiting2 Orduveiting1

Varnarmálaráðherran veitti, við athöfn sem fram fór á skrifstofu Landhelgisgæslunnar, starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og lækni sem unnu að björgun skipverja af danska varðskipinu Triton þann 19. desember sl., heiðursorðu danska sjóhersins. Þeir sem sæmdir voru orðunni voru Thorben J. Lund stýrimaður/sigmaður, Hörður Ólafsson læknir, Snorri Hagen flugmaður, Björn Brekkan flugstjóri, Jón Tómas Vilhjálmsson flugvirki/spilmaður og Auðunn F. Kristinsson stýrimaður/sigmaður.

Orduveiting3

Að lokinni athöfninni í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar fóru gestir um borð í danska varðskipið Triton en þar undirrituðu Søren Gade og Björn Bjarnason samkomulag milli ráðuneyta sinna um aukið samstarf Landhelgisgæslunnar og dönsku strandgæslunnar.

Orduveiting4

Þvínæst var haldin æfing á vegum dönsku strandgæslunnar, Landhelgisgæslunnar og Landsbjargar með þyrlum bátum og skipum viðkomandi aðila.

Søren Gade er staddur á Íslandi í boði Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra.

Jóhann Baldursson
lögfræðingur/upplýsingaftr.