Skipstjóri vélbilaðs báts leitaði aðstoðar

Rétt fyrir hádegið barst vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá 6 tonna bát sem var á siglingu austur af Arnarnesi í Ísafjarðardjúpi um að björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafiði yrði kallaður út og færi til móts við bátinn. Vél bátsins gekk skrykkjótt og veðrið slæmt auk þess sem vindur stóð á land.

Áhöfn björgunarbátsins var þegar kölluð út. Auk þess lagði annar bátur, sem staddur var við eyjuna Vigur, af stað til aðstoðar ef á þyrfti að halda. Báðir bátarnir komu að vélbilaða bátnum um svipað leyti í mynni Skutulfjarðar og fylgdu honum síðan til öryggis inn til hafnar á Ísafirði.

Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar