35 ára starfsafmæli Steinars Clausen

  • _DSC0491

Föstudagur 9. mars 2007.

Í gær voru liðin nákvæmlega 35 ár frá því að Steinar Clausen hóf störf hjá Landhelgisgæslunni.

Hann byrjaði 25 ára gamall sem háseti á varðskipinu Alberti 8. mars 1972 og hefur síðan þá starfað á varðskipunum sem bátsmaður, t.d. á Alberti, Árvakri og Baldri.

Steinar gerðist bátsmaður á varðskipinu Tý í desember 1979 og starfaði þar til 1998 er hann fór í land og tók við varðstjórastarfi í varðskýli en því starfi gegnir hann í dag.

Steinar Clausen segist hafa átt góða daga hjá Landhelgisgæslunni, þetta hafi verið æðislegur tími og hann segir það vera forréttindi að fá að vinna hjá Landhelgisgæslunni.

_DSC0491
Mynd: Steinar Clausen varðstjóri.  Myndasmiður: Odd Stefan.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.