Fyrirlestur og kynning á nýrri bók um þorskastríðin

  • Fyrirlestur_um_torskastridin_090307_Trostur_Gudni_og_Andrew

Yfirskrift fyrirlestrarins var:

„Þorskastríð Breta og Íslendinga 1958-1976. Hugleiðingar um ólíka þjóðarhagsmuni, ójafnað í hernaði, stjórnun fjölmiðla og vald stjórnvalda yfir herafla.“

Fyrirlesari var Andrew Welch, fv. kapteinn í breska sjóhernum, og höfundur nýrrar bókar um þorskastríðin, „The Royal Navy in the Cod Wars. Britain and Iceland in Conflict 1958-1976“.

Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Sagnfræðistofnun, gekk Welch í breska sjóherinn 1968 og lét þar af störfum fyrir fjórum árum. Hann tók m.a. þátt í Falklandseyjastríðinu, vann í höfuðstöðvum ítalska flotans þegar Júgóslavía var í upplausn og var hernaðarráðgjafi við sendiráð Bretlands í Pakistan þegar árásirnar á tvíburaturnana, innrásin í Afganistan og seinna Íraksstríðið hófust. Eftir að Welch settist í helgan stein hefur hann ekki aðeins skrifað bók um þorskastríðin heldur gengið frá Kantaraborg til Rómar og siglt um höfin á eigin skemmtibát. Bók Andrews Welch um breska sjóherinn í þorskastríðunum er fyrsta fræðirit Breta um þau átök og fengur að henni fyrir áhugamenn um íslenska samtímasögu.

Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður hlýddi á fyrirlesturinn og tók meðfylgjandi myndir.

Fyrirlestur_um_torskastridin_090307_Trostur_Gudni_og_Andrew
Þröstur Sigtryggsson fyrrverandi skipherra, Guðni Th. Jóhannesson formaður Sagnfræðingafélags Íslands og Andrew Welch kapteinn og rithöfundur.

Fyrirlestur_um_torskastridin_090307
Þröstur Sigtryggsson fyrrv. skipherra, Halldór Benóný Nellett skipherra og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar , Haukur Sigurðsson fyrrverandi starfsmaður sjómælingasviðs, Árni Ólason smyrjari á varðskipinu Ægi og Kristján Þ. Jónsson skipherra á varðskipinu Ægi. Ólafur Valur risinn úr sæti og beinir fyrirspurnum til Andrews Welch.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.