Fyrirlestur og kynning á nýrri bók um þorskastríðin
Yfirskrift fyrirlestrarins var:
„Þorskastríð Breta og Íslendinga 1958-1976. Hugleiðingar um ólíka þjóðarhagsmuni, ójafnað í hernaði, stjórnun fjölmiðla og vald stjórnvalda yfir herafla.“
Fyrirlesari var Andrew Welch, fv. kapteinn í breska sjóhernum, og höfundur nýrrar bókar um þorskastríðin, „The Royal Navy in the Cod Wars. Britain and Iceland in Conflict 1958-1976“.
Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Sagnfræðistofnun, gekk Welch í breska sjóherinn 1968 og lét þar af störfum fyrir fjórum árum. Hann tók m.a. þátt í Falklandseyjastríðinu, vann í höfuðstöðvum ítalska flotans þegar Júgóslavía var í upplausn og var hernaðarráðgjafi við sendiráð Bretlands í Pakistan þegar árásirnar á tvíburaturnana, innrásin í Afganistan og seinna Íraksstríðið hófust. Eftir að Welch settist í helgan stein hefur hann ekki aðeins skrifað bók um þorskastríðin heldur gengið frá Kantaraborg til Rómar og siglt um höfin á eigin skemmtibát. Bók Andrews Welch um breska sjóherinn í þorskastríðunum er fyrsta fræðirit Breta um þau átök og fengur að henni fyrir áhugamenn um íslenska samtímasögu.
Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður hlýddi á fyrirlesturinn og tók meðfylgjandi myndir.
Þröstur Sigtryggsson fyrrverandi skipherra, Guðni Th. Jóhannesson formaður Sagnfræðingafélags Íslands og Andrew Welch kapteinn og rithöfundur.
Þröstur Sigtryggsson fyrrv. skipherra, Halldór Benóný Nellett skipherra og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar , Haukur Sigurðsson fyrrverandi starfsmaður sjómælingasviðs, Árni Ólason smyrjari á varðskipinu Ægi og Kristján Þ. Jónsson skipherra á varðskipinu Ægi. Ólafur Valur risinn úr sæti og beinir fyrirspurnum til Andrews Welch.
Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.