Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar í Líbanon

  • 128469367-M

Íslenska friðargæslan sendi tvo sprengjusérfræðinga frá Landhelgisgæslu Íslands og einn sjúkraflutningamann frá Slökkviliði Reykjavíkur fyrir u.þ.b. sex vikum til Líbanon til að aðstoða við sprengjueyðingu. Í Líbanon er mikið af ósprengdum sprengjum eftir stríð sen geisaði þar síðastliðið sumar.

Verkefni íslenska friðargæsluliðsins hafa verið afar fjölbreytt en það hefur fyrst og fremst einbeitt sér að þeim hlutum sem ógna lífi fólks og hindra það í að sinna sínu daglega lífi. Á svæðinu þar sem Íslendingarnir eru allt að 80% af öllum byggingum eyðilagðar, aðallega eftir flugvélasprengjur og sprengikúlur og er jörðin menguð af miklu magni af klasasprengjum. Fólki stendur mest hætta af klasaprengjum. Klasasprengjur eru einfaldar að gerð en banvænar og nú þegar vorið nálgast er mjög erfitt að koma auga á þær þar sem sumar eru grafnar að hluta og aðrar eru faldar í nýgróðri.

130170469_LHG_EOD_001_056_resize

128469367-M
Geturðu séð hættuna? Klasasprengja falin í gróðri

Svipaðar aðferðir eru notaðar við að hreinsa svæði eftir klasasprengjuárás eins og við jarðsprengjuhreinsun. Þetta er nákvæmnisverk sem krefst mikillar einbeitingar og þolinmæði.  Til að byrja með rannsakar friðargæslulið svæðið, safnar saman upplýsingum, gerir kort og síðan er klasasprengjum sem ógn stendur af eytt.  Upplýsingar eru síðan sendar til UN Landmine Action Centre í Tyrus og er svæðið skráð og forgangsraðað fyrir hreinsun sem sérþjálfuð teymi sjá um. Í teymunum er oft innfætt fólk sem er þjálfað og ráðið af Sameinuðu þjóðunum eða öðrum hjálparstofnunum sem starfa í Líbanon. Athygli hefur vakið að í einu teyminu eru eingöngu konur. 

Verkefni íslenska friðargæsluliðsins eru af margvísleg en þau eru t.d. að gera sprengikúlur, raktettur og sprengjuvörpur óvirkar og eyða þeim. Einnig hafa sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar í liðinu fengið þau verkefni að staðsetja og eyða flugvélasprengjum.  Íslenska friðargæsluliðið er vel þjálfað og tækjum búið fyrir svona sérfræðivinnu.

Nýlega var íslenska teymið kallað að þorpi þar sem bæjarstjórinn lýsti áhyggjum sínum af sprengju sem var grafin í miðju þorpsins.  Hún fannst föst við klöpp á 13 metra dýpi. Þegar annar endi sprengjunnar var orðinn laus, var íkveikjubúnaður sprengjunnar gerður óvirkur og fjarlægður frá henni.  Þá var hægt að lyfta sprengjunni upp og flytja á sprengjueyðingarsvæði.  Þorpsbúar voru mjög spenntir að sjá sprengjuna þegar hún loks kom uppá yfirborðið og voru ánægðir að vera lausir við hættuna.  Á meðan á aðgerðinni stóð fékk teymið upplýsingar um fleiri hluti sem þorpsbúum stendur ógn af, þar á meðal klasasprengjur, sprengjukúlur og tálbeitublys fyrir flugvélar.

Bomb_Marvin

Sprengjusérfræðingur á vegum Íslensku friðargæslunnar að störfum í Líbanon.  Á myndinni sést glitta í 500 kg. flugvélasprengju.

Nýlega var ákveðið að senda íslensku friðargæsluliðana á svæði í suðurhluta Líbanon en þar munu þeir fyrst leita að sprengjum og síðan sjá um eyðingu á þeim.  Á svæðinu eru fjögur þorp og nokkur svæði sem hafa orðið fyrir klasasprengjuárásum. Að lokinni hreinsun svæðisins verður það aftur afhent UN Mine Action Centre sem öruggt svæði fyrir fólk að búa á.  Þetta er viðamikið verk sem felur í sér mikla ábyrgð fyrir íslenska teymið en með góðri skipulagningu og öruggum aðferðum er það mögulegt.

Á meðan íslensku friðargæsluliðarnir hafa dvalið í Líbanon hafa Líbanir sýnt þeim vinsemd og virðingu og viljað hjálpa liðinu á allan mögulegan hátt.  Þeir skilja vel hvaða verkefni friðargæsluliðarnir eru að vinna, virða það og gera sér grein fyrir þeirri hættu sem í verkinu felst. Frá því að stríðinu lauk hafa almennir borgarar og líbanskir hersprengjusérfræðingar lent í slysum og farist vegna ósprunginna sprengna auk slysa sem starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa orðið fyrir.

Íslenska friðargæsluliðið rannsakaði margvísleg slysatilfelli sem orðið hafa í Líbanon.  Í einu dæmigerðu tilfelli hafði bóndi verið að hreinsa trjárætur úr landi sínu fyrir uppskeruplöntun.  Klasasprengja var kyrfilega föst við eina rótina en sprakk þegar hreyft var við henni.  Sem betur fer var fórnarlambið nógu langt í burtu til að hljóta ekki alvarlegan skaða af en svona tilvik lýsa vel þörfinni fyrir teymi eins og íslenska friðargæsluliðið í Líbanon.  Ekki er vitað hvenær sprengjuhreinsun lýkur endanlega í Líbanon en búast má við að henni ljúki ekki fyrr en eftir mörg ár því að þar hafa fundist a.m.k. 800 svæði sem orðið hafa fyrir klasasprengjuárás og ný svæði finnast nánast daglega. Margir verða að bíða uns búið er að gera heimahagana og nágrenni þeirra að öruggu svæði til að búa á.

Adrian King
sprengjusérfræðingur

 

Nánar um sprengjusveit Landhelgisgæslunnar.