Sjúkraflug björgunarþyrlunnar Lífar vegna vinnuslyss á Grundartanga

  • Sjukraflug í Brimil 2006

Mánudagur 26. mars 2007.

Líf sótti á laugardaginn mann sem hafði orðið fyrir vinnuslysi á Grundartanga og flutti á sjúkrahús.

Neyðarlínan hafði samband við vaktstöð siglinga/stjórnstöð LHG kl. 14:54 á laugardaginn og óskaði eftir þyrlu til að sækja slasaðan mann upp á Grundartanga.

Maðurinn hafði misst annan fótinn í vinnuslysi. Líf fór í loftið kl. 15:17, sótti slasaða manninn og var komin til baka á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 15:40.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Sjukraflug í Brimil 2006
Úr myndasafni. Líf í björgunarflugi.