Varðskipsmenn í félagsskap höfrunga er skipt var um öldumælisdufl undan Bakkafjöru
Fimmtudagur 12. apríl 2007.
Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður tók þessar skemmtilegu myndir þegar áhöfnin á varðskipinu Ægi var að skipta um dufl undan Bakkafjöru í félagskap höfrungavöðu sem átti leið framhjá á sama tíma. Að hans sögn er reglulega er skipt um öldumælidufl og sjá áhafnir varðskipanna yfirleitt um það. Siglingastofnun Íslands á og rekur duflin 11 sem eru staðsett hringinn í kring um landið. Hægt er að hringja í duflin og fá upplýsingar um ölduhæð. Guðmundur segir að höfrungar séu mjög félagslyndir og hafi gaman af að sýna og leika listir sínar í nágrenni við skip.
Höfrungur gægist upp.
Annar höfrungur tekur flugið, aftan við Springerbát Ægis.
Enn annar höfrungur lendir í sjónum eftir stökk, aftan við Springerbát Ægis en þar sjást varðskipsmenn vinna við duflið.
Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.