Fallbyssuæfing fyrir lávarða
Þriðjudagur 8. maí 2007.
Eitt af því sem er nauðsynlegt fyrir skipherra að kunna, er að hafa þekkingu á fallbyssum og öðrum vopnum.
Nýlega stóð yfir námskeið fyrir 4. stigs nema Fjöltækniskólans, hina svokölluðu varðskipadeild eða lávarðadeild, í meðferð fallbyssa.
Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður tók meðfylgjandi myndir um borð í varðskipinu Ægi.
Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.
Fremst á myndinni eru Jónas Þorvaldsson sprengjusérfræðingur og Sigurður Ásgrímsson fagstjóri sprengjusveitar. Með þeim eru nemendur í lávarðadeildinni svokölluðu.
Þessir vösku menn sáu um að skjóta af fallbyssunni en þetta eru Hinrik háseti, Óskar bátsmaður og Baldur háseti.