Sjómannadagurinn 2023

Kristján Þ. Jónsson, fyrrverandi skipherra, heiðraður og Freyja sigldi með hátíðargesti.

  • Fridrik-Hoskuldsson_1685961243131

5.6.2023 Kl: 10:15

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land í gær. Fjölmenni lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur þar sem gestum bauðst að sigla með varðskipinu Freyju. Hátt í 1500 manns nýttu sér tækifærið og sigldu með varðskipinu frá Reykjavík.  

Long-rod-til-ad-komast-um-bord

Venju samkvæmt sýndi þyrlusveitin hvernig björgun úr sjó er framkvæmd í Reykjavíkurhöfn, Hafnarfjarðarhöfn og í höfninni á Akranesi.

Thyrlusveit-bjorgun-ur-sjo

Hátíðahöldin hófust með hefðbundnum um hætti klukkan 10 í gærmorgun þegar minningarstund um þá sem hlotið hafa vota gröf hér við land fór fram við Minningaröldurnar í Fossvogskirkjugarði.  Að athöfn lokinni var haldin sjómannadagsmessa í Dómkirkjunni. 

Kristjan-Th.-JonssonEins og ávallt á sjómannadaginn eru hetjur hafsins heiðraðar fyrir vel unnin störf og því var vel við hæfi að Kristján Þ. Jónsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, væri heiðraður fyrir störf sín í þágu íslenskrar þjóðar. Þá var Kristján einnig heiðraður af flugdeild Landhelgisgæslunnar fyrir störf um borð í þyrlum Gæslunnar en Kristján var sá fimmti til að starfa sem sigmaður um borð í þyrlunum.

Til hamingju með daginn sjómenn!

Frikki-Hoskulds-i-simanumFólk skoðar sig um í brú Freyju. Friðrik Höskuldsson, yfirstýrimaður, talar í síma og Einar Valsson, skipherra, fylgist með. 

20230604_131050_resizedVið Minningaröldurnar í Fossvogskirkjugarði. 

HeidursvordurHeiðursvörður.