• Tyr-1976-thorskastrid-b

Þorskastríðin

Fiskveiðideilur Íslendinga við erlendar þjóðir

Formáli

Guðni Th. Jóhannesson

Þær ritgerðir, sem hér eru birtar, voru skrifaðar í námskeiði um þorskastríðin og fiskveiðideilur Íslendinga við erlendar þjóðir sem ég kenndi við sagnfræðiskor Háskóla Íslands á vorönn ársins 2005. Í upphafi námskeiðsins stakk ég upp á því við nemendurna að við reyndum að setja saman nokkurs konar yfirlit um sögu þorskastríðanna. Því var vel tekið og sem betur fer heltust aðeins örfáir úr lestinni þegar á leið. Við ákváðum því í námskeiðslok að athuga hvort unnt væri að gera yfirlitið aðgengilegt á netinu. Í ljósi þess hve Landhelgisgæsla Íslands kom mikið við sögu í átökunum um útfærslu fiskveiðilögsögunnar lá beint við að leita til hennar. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, samþykkti með ánægju að hýsa skrifin á vef hennar og á þakkir skildar fyrir það. Gunnar Páll Baldvinsson, einn nemenda námskeiðsins, tók að sér að búa yfirlitið til netútgáfu og gegndi því verki með miklum sóma.

Auðvitað bera skrifin þess merki að þetta eru í raun námsritgerðir. Öllum athugasemdum og ábendingum um það, sem betur má fara, skal beint til mín, enda ber ég ábyrgð á því að ákveðið var að birta skrifin á netinu. Hugmynd okkar var hins vegar sú að í stað þess að hver nemandi skrifaði aðeins ritgerð, sem enginn læsi síðan nema kennarinn og kannski örfáir aðrir, myndum við stefna að því að auka aðeins við þekkingu manna á þorskastríðunum og fiskveiðideilum Íslendinga. Landhelgisgæsla Íslands og Hugvísindastofnun Háskóla Íslands veittu verkefninu fjárstuðning og er hann þakkaður af heilum hug. Auk þess þakka ég nemendunum öllum sem tóku þátt í þessu verkefni og vona að lesendur verði einhvers fróðari um þennan merka þátt í sögu landsins.

Guðni Th. Jóhannesson

Hugvísindastofnun Háskóla Íslands

gudnith@hi.is

Efnisyfirlit

  Formáli bls. 3
Guðni Thorlacius Jóhannesson.

1.      Landhelgismál frá upphafi til upphafs togveiða Breta 1889-91 bls. 4
Gerður Björk Kjærnested

2.      Landhelgismál 1889 til 1901 bls. 9
Atli Rafnsson

3.      Landhelgissamningurinn 1901 og landhelgismál til seinna stríðs  bls. 15
Sigurlaugur Ingólfsson

4.      Landgrunnslögin og aðdragandi þeirra (1945-48)  bls. 21
Guðjón Már Sveinsson

5.      Alþjóðadómstóllinn í Haag og deila Norðmanna og Breta (1948-51)  bls. 27
Karl Ágústsson

6.      Útfærsla úr þremur í fjórar mílur, (1948-52)  bls. 32
Skapti Örn Ólafsson

7.      Löndunarbannið og tilraunir til að brjóta það á bak aftur (1952-53)  bls. 36
Ámundi Ólafsson

8.     Lausn löndunarbannsins (1954-56) bls. 43
Guðbjörg Eva Friðgeirsdóttir

9.      Upphaf fyrsta þorskrastríðsins (1958-59)  bls. 48
Jónas Þór Guðmundsson

10.  Önnur hafréttarráðstefnan (1960)  bls. 56
Úlfur Einarsson

11.  Lausn fyrsta þorskastríðsins (1960-61)  bls. 62
Kristján Pálsson

12.  Landhelgismál (1961-70)  bls. 68
Ólafur Arnar Sveinsson 

13.  Áform um útfærslu í 50 mílur (1970-72)  bls. 73
Hjörtur Hjartarson

14.  Annað þorskastríðið (1972- 19. maí 73)  bls. 79
Sverrir Þór Sævarsson

15.  Annað þorskastríðið (19. maí-nóv 1973)  bls. 85
Guðmundur Hörður Guðmundsson

16.  Hafréttarráðstefnan (1974-76)  bls. 90
Gunnar Páll Baldvinsson  

17.  Átök við Vestur-Þjóðverja (1972-75)  bls. 97
Meike Stommer

18.  Þriðja þorskastríðið (1975- 19. feb. 1976)  bls. 103
Ólafur Ingi Guðmundsson

19.  Þriðja þorskastríðið (19. feb.-júní 1976)  bls. 108
Gestur Pálsson

20.  Jan Mayen deilan (1977-81)  bls. 114
Magnús Már Guðmundsson

21.  Smugudeilur  bls. 119
Hjörtur J. Guðmundsson

22. Skipakostur Breta og Íslendinga í þorskastríðunum
Sigurlaugur Ingólfsson

 

Allar ritgerðir í einu skjali (pdf)