Loftför

Loftför

Öryggi - Þjónusta - Fagmennska



TF-SIF

TF-SIF, eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands er af gerðinni Dash 8 Q 300 og er flugvélin sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs á Norður-Atlantshafi. Vélin er smíðuð af Bombardier en Field Aviation í Kanada annaðist hönnun og ísetningu tækjabúnaðar ásamt undirverktökum. Um eitt ár tók að útbúa vélina sérstaklega fyrir þau verkefni sem henni er ætlað að leysa af hendi. Við framleiðslu vélarinnar var áhersla lögð á draga úr hávaða og titringi jafnt innan sem utan flugvélarinnar. Vélar af tegundinni Dash 8 Q300 eru þekktar fyrir að geta athafnað sig á mjög stuttum flugbrautum, ennfremur þola þær talsverðan hliðarvind eða um 36 hnúta.TFSIF_Inflight3

Flugdrægi vélarinnar er um 2100 sjómílur auk 45 mínútna varaeldsneytis. Með flugvélinni margfaldast eftirlitsgeta Landhelgisgæslu Íslands bæði með tilliti til mengunar, fiskveiða og hafíss. Möguleikar til leitar- og björgunar munu aukast gríðarlega, sérstaklega á hafi úti en einnig á landi.Um borð eru tvær vinnustöðvar sem útbúnar eru fullkomnu MMS (Mission Management System) sem m.a. aðstoðar við framkvæmd eftirlits, úrvinnslu og samhæfingar þeirra gagna sem safnað er, þ.e. í almennu fiskveiði-, ís- og mengunareftirliti. Um borð er hugbúnaður til að greina myndir og gagnagrunnur með skipum sem býður upp á þann möguleika að mæla lengdir skipa og flatarmál mengunar úr nokkurri fjarlægð. Hægt er að færa allar upplýsingar rafrænt á milli skjáa og vinnustöðva. Allar aðgerðir og upplýsingar úr eftirlitsbúnaði eru teknar upp og hægt er að framkvæma myndvinnslu samhliða upptöku.

SIF_Eftirl_bun.AndyCline
Eftirlitsbúnaður
Vinnustöðvar útbúnar MMS (Mission Management System) sem m.a.
aðstoðar við framkvæmd eftirlits, úrvinnslu og samhæfingar þeirra gagna
sem safnað er, þ.e. í almennu fiskveiði-, ís- og mengunareftirliti.

Hita_og_Day_light_myndavel_EO
MX-15 Hita og day/light myndavél
Til að framkvæma nánari skoðun og greiningu er vélin búin MX-15 myndavél
sem gerir áhöfninni kleift að greina og taka upp athafnir jafnt að nóttu sem degi.


SLAR_antenna

Side looking radar (SLAR)
Side looking radar (SLAR) kemur frá Swedish Space Corporation og er
aðallega notaður til mengunareftirlits og ískönnunar. Hann býður
jafnframt upp á notkunarmöguleika á landi.

Opserver_wind.

SIF_Utkikk2
Sæti fyrir útkíkksfólk
Í TF-SIF er aðstaða fyrir tvo útkíkksmenn.
Stórir gluggar sem auðvelda allar leitar- og björgunaraðgerðir.

Utkikksgluggi

Útkíkksgluggi

Sif_sjukraborur
Hægt er að flytja 2-3 sjúklinga á börum með TF-SIF

SjukarborurStativ
Rekki fyrir sjúkrabörur

Life_raft_launcher
Hurð til að varpa út björgunarbúnaði
Mögulegt er að opna stóra hurð aftarlega á vélinni á flugi til að varpa út
björgunarbátum og öðrum björgunarbúnaði. Þá er búnaður til að varpa út
blysum og bauju til mengunarsýnatöku.

Marker_launching_tupe
Skothólkur fyrir reykblys


Marker_geymsla
Geymsluhólf fyrir reykblys

SIF_Hvildaradst.AndyCline

Hvíldaraðstaða fyrir áhöfnina

SIF_tolvubun.

Tæknibúnaður

SIF_tolvubun2.
Tæknibúnaður

SIF_svart

SIF_hlid_SLAR.AndyCline

SIF_hlid.AndyCline


Kynningarefni um vélina á pdf.