Þór er systurskip norska strandgæsluskipsins Harstad

  • KV_Harstad

Mánudagur 21. febrúar 2011

Yfirmaður norsku strandgæslunnar, Arild-Inge Skram situr í dag fund með Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar þar sem til umræðu er samstarf þjóðanna á sviði öryggis-, eftirlits- og björgunarmála. Einnig verða á dagskránni björgunaraðgerðir í Oslóarfirði, á strandstað Goðafoss við Noreg.

Strandgæsluskipið Harstad sem vinnur að hreinsun olíu úr sjónum á strandstað er systurskip íslenska varðskipsins Þórs. Þór er stærra skip en búinn sama mengunarhreinsunarbúnaði.  Varðskipið Þór er í smíðum í Chile en verður afhentur í haust, nánar tiltekið 31. ágúst og verður þá siglt til Íslands.

Harstad kom til Íslands í júní 2010 og var þá til sýnis fyrir almenning á sjómannadaginn. Einnig var tækifærið notað til æfinga með Landhelgisgæslunni. Sjá umfjöllun.

NACGF_Formannsskipti_Akureyri
Arild-Inge Skram yfirmaður norsku strandgæslunnar tekur við formennsku
North Atlantic Coast Guard forum af Georg Kr. Lárussyni forstjóra
Landhelgisgæslunnar á Akureyri haustið 2009.