Skip og bátar

Skip og bátar

Varðskip Landhelgisgæslunnar sinna mikilvægu hlutverki við öryggis- og löggæslu á Íslandsmiðum. Þá eru þau þýðingarmikil björgunar- og mengunarvarnatæki.M/S BALDUR

Baldur var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar og tekinn í notkun í maí mánuði 1991

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur hefur verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar frá árinu 1991. Baldur var smíðaður úr áli af Vélsmiðju Seyðisfjarðar, nýsmíði númer 30. Baldur var sjósettur hinn 14. apríl 1991 og kom til heimahafnar í Reykjavík 12. maí sama ár.

Baldur er búinn tveimur aðalvélum og skrúfum, ásamt tveimur stýrisblöðum, og er hann því mjög lipur í stjórntökum sem gerir skipið sérlega hentugt fyrir hin ýmsu verkefni. Djúprista skipsins er um 1,8 metrar og hentar Baldur því vel til verkefna á grunnsævi.

Baldur er sérstaklega útbúinn til sjómælinga og botnrannsókna fyrir sjókortagerð og um borð eru m.a. fjölgeislamælir og fullkominn staðsetningabúnaður til að uppfylla alþjóðlegar kröfur um dýptarmælingar fyrir sjókortagerð. Um borð í Baldri er einnig léttbátur sem búinn er dýptarmæli til mælinga á grynningum og allra næst ströndinni.

Baldur hefur reynst Landhelgisgæslunni afar vel til sjómælinga, eftirlits, löggæslu, æfinga og margvíslegra annarra verkefna sem Landhelgisgæslan sinnir.

Að öllu jöfnu er fjögurra manna áhöfn á Baldri en vistarverur eru fyrir átta manns.

Árið 2004 var tveimur  1800 lítra ferskvatnstönkum bætt við á þilfar Baldurs, sitt hvoru megin við vélarúmsreisinguna. Til að vega upp á móti þunganum var skutur bátsins lengdur um 0,7 metra.

Baldur

NAFN SKIPS:                      BALDUR

TEGUND SKIPS:                 EFTIRLITS- OG BJÖRGUNARSKIP

FLOKKUN:                           LLOYD‘S REGISTER

IMO NR:                              9002661

MMSI:                                  251004100

SKIPASKRÁRNÚMER:      2074

KALLMERKI:                       TFDA

HEIMAHÖFN:                    REYKJAVÍK

 

MÁL:

MESTA LENGD:                21,30 m

SKRÁNINGARLENGD:     19,78 m

BREIDD:                               5,20 m

MÓTUÐ DÝPT

MIÐSKIPS:                          2,65 m

DJÚPRISTA:                        1,80 m

BRÚTTÓTONN:                 72,56 MT

SÆRÝMI:                             65,5 MT

 

VÉL- OG FRAMDRIFSBÚNAÐUR:

AÐALVÉLAR:                      2x Caterpillar 3406 DITA 240 Kw (320 hö) með Twin Disc MG 5111 2,542:1

HJÁLPARVÉLAR:               Caterpillar 3304 B 50 kW

                                               Hatz 4L 400 25kW

SKRÚFUR OG STÝRI:        2x fastar skrúfur og 2x stýri

GANGHRAÐI:                    12 hnútar

 

SIGLINGATÆKI:

RATSJÁ:                               KODEN MDC-1860

STAÐSETNINGATÆKI:    SIMRAD MX500 DGPS Compass

SIMRAD GN70 DGPS

DÝPTARMÆLIR:                FURUNO LS-6100

SJÁLFSTÝRING:                 SIMRAD AP70

SIGLINGAFORRIT:            MaxSea Time Zero

 

FJARSKIPTABÚNAÐUR:

VHF: SAILOR 6222 DSC

SAILOR 6215 DSC

YAESU FT-2800M

BENDIX/KING KY 97A AERO

SAILOR SP-3520 NEYÐARHANDSTÖÐ

2X STANDARD HORIZON HANDSTÖÐVAR

MF/HF: SAILOR CU5100 150 W

AIS: ComNav Voyager X 3 Class A

NAVTEX: JRC-333

INMARSAT C: SAILOR og EasyMail

TETRA: MOTOROLA MTM5400 fastastöð

MOTOROLA MTP6550 handstöð

GSM: 3x

FARSVIÐ: GMDSS A2

SJÓMÆLINGABÚNAÐUR:

FJÖLGEISLAMÆLIR: RESON SEABAT T50R-ER

EINGEISLAMÆLIR: ODOM ECHOTRAC DF3200 MK II

JARÐLAGAMÆLIR: INNOMAR SES-2000 compact

HRINGSÓNAR: WESMAR HD 800

EINGEISLAMÆLIR

LÉTTBÁTS: ODOM HYDROTRAC

STAÐSETNINGATÆKI: APPLANIX POS-MV RTK GNSS með hreyfi- og stöðuleikaskynjun

STAÐSETNINGATÆKI

LÉTTBÁTS: SIMRAD MX521B GNSS

HLJÓÐHRAÐAMÆLIR: CastAway CTD

SÖFNUNARFORRIT: QINSy

ÚRVINNSLUFORRIT: CARIS HIPS&SIPS

 ANNAR BÚNAÐUR:

LÉTTBÁTAR: AVON harðbotna slöngubátur með 25 hestafla utanborðsvél af Mercury gerð, um borð á sumrin til sjómælinga.

Yfir vetrarmánuðina er um borð Zodiac 4,7m slöngubátur með 25 hestafla utanborðsvél af Mercury gerð, sem hentar betur við hins ýmsu verkefni Baldurs.