Skip og bátar

Skip og bátar

Varðskip Landhelgisgæslunnar sinna mikilvægu hlutverki við öryggis- og löggæslu á Íslandsmiðum. Þá eru þau þýðingarmikil björgunar- og mengunarvarnatæki.Ægir

SMÍÐAÐ: AALBORG VÆRFT A/S, DANMÖRK, 1968. FLOKKUR LLOYD´S

Varðskipið er búið góðum siglinga- og fjarskiptatækjum. Það er búið skutakkeri, fjölda færanlegra slökkvidæla og slökkvibúnað ýmiskonar. Skipið hefur kafar til aðstoðar öðrum skipum. Rúmgóður sjúkraklefi er í skipinu með ýmsum búnaði. Bolurinn er sér styrktur fyrir siglingu í ís og reisn hönnuð með tilliti til ísingarhættu. Vatnsþétt hólf eru 11. Skipið er með 2 krana, þar af annan sem nota má við þunga hluti, s.s. gáma eða baujur. Skipið er hluti af almannavarnakeðju landsins og er því með mikinn búnað sem því tengist, s.s. sjúkrabörur og sjúkrabúnað, ísaxir, hjálma, gönguskó o.fl. Loks má nefna að 4 léttbátar eru um borð, 1 Springer MP-800, 1 Valiant, 1 Zodiac HD og 1 Zodiac MK-3.

 • Aegir_1066,_2007-08-29,

Hliðarskrúfa var sett í varðskipið árið 1987. Töluverðar breytingar voru gerðar á varðskipinu í Póllandi árið 1997. Sett var radarkúla á turn skipsins, svínahryggur og öldubrjótur á stafn, þyrlupallur lengdur um 5 m og byggt yfir neðra þilfar. Smíðaðir voru stigar utan á sitthvora síðuna. Settir voru 3 neyðarútgangar úr íbúðum og ljósavélarúmi. Bætt var var við 16 tonna kjölfestutanki og 30 tonna kjölur settur undir skipið.

Skipið fór til Póllands til viðhalds 2001, en kominn var tími á tankaþil og loft. Tanki tvö var skipt í 2 sjálfstæðar einingar. Allir tankar sandblásnir og epoxýmálaðir. Einnig voru 2 stýri sett á skipið. Þriggja rúmmetra WC tankur var settur í nónarrúm og hann tengdur síðar. Rafgeymaklefinn var færður og stækkaður. Bætt var við 2 landfestapollum á framþilfari. Tvær loftrásir frá millidekki voru lagfærðar, ásamt ýmsum öðrum smá lagfæringum, breytingum og öðru viðhaldi.

Enn er haldið til Póllands til frekari breytinga 2005. Nú var kominn tími á brú og íbúðir. Skipt var um brú og hún stækkuð. Útsýnisturn færður aftar um 60 cm og byggt að radarkúlu. Skrifstofuhæð breytt þannig að hæðin nýttist betur. Allar íbúðir áhafnar ásamt göngum endurnýjaðar ásamt þvottahúsi. Nýtt 46 tonna dráttarspil frá Rolls Royce var sett í skipið fyrir 2700 m af 40 mm dráttarvír og Dynex tógi. Sjónvörp og hljómflutningstæki eru í öllum íbúðum með aðgang að gervihnattasjónvarpi. NMT, GSM og Globstar gervihnattarsímar eru til afnota fyrir áhöfn skipsins. Hægt er að hringja frá herbergjum úr GSM og Globalstar. NMT síminn er í símaklefa.

Aegir_-_teikning


 • NAFN SKIPS: ÆGIR
 • TEGUND SKIPS: VARÐSKIP
 • FLOKKUR: LLOYD´S
 • LLOYD´S NR.: LR6821585
 • IMO NR. : 682185
 • SKIPASKRÁRNÚMER: 1066
 • KALLMERKI: TFTA
 • HEIMAHÖFN VARÐSKIPSINS ER Í REYKJAVÍK
 • VARÐSKIPIÐ ÆGIR ER SMÍÐAÐ Í
 • AALABORG VÆRFT A/S Í DANMÖRKU ÁRIÐ 1968
 • SKIPIÐ ER SMÍÐAÐ SEM VARÐ- OG BJÖRGUNARSKIP. STAFN OG BOLUR ERU SÉR STYRKT FYRIR SIGLINGU Í ÍS OG REISN HÖNNUÐ MEÐ TILLITI TIL ÍSINGARHÆTTU


MÁL :

LENGD:                     AÐALMÁL 65,21 M Í SJÓLÍNU (P.P.) 62,00 M MEST 70,10 M.

BREYDD:                      AÐALMÁL 10,02 M (MOULDED).

DÝPT:                           AÐALMÁL 5,02 DJÚPRISTA 6,00 M.

STÆRÐ:                       RÚMLESTIR BRÚTTÓ 927, RÚMLESTIR NETTÓ 245.

SÆRÝMI:                      (DISPLACEMENT) 1536 TONN MEST, 1144 TÓMA SKIPIÐ.

 

VÉLAR:

AÐALVÉLAR:                2 X 3165 KW M.A.N. 8L 40/54 DÍSELVÉLAR MEÐ 2 KAMEWA SKIPTISKRÚFUM.

HJÁLPARVÉLAR:          1 X 216, 1 X 265, 1 X 350 KW CATERPILLAR DÍSELVÉLAR

HLIÐARSKRÚFA:          1 X 245 KW BÓGSKRÚFA

HRAÐI:                         MESTUR: 19 SML/KLST.

 

ÁHÖFN:                    VENJULEGA 18 MENN, EN RÚM FYRIR ALLT AÐ 64

VOPN:                       EIN 40 MM FALLBYSSA BOFORS L60 MK 3 OG ÝMIS HANDVOPN.

 

ÞYRLUAÐSTAÐA: ÞYRLUÞILFAR OG SKÝLI FYRIR ÞYRLU ÁSAMT ÝMSUM BÚNAÐI.

ÞYRLUÞILFAR: 24,17 X 9,80 M. ÞYRLUSKÝLI: 10,5 X 4,8 X 3,6M.

 


_DSC0345