Fréttayfirlit: febrúar 2009 (Síða 2)

Múlaborg í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni

Það var áhugasamur hópur fimm ára barna af leikskólanum Múlaborg sem heimsóttu flugdeild Landhelgisgæslunnar í morgun. Fengu börnin að skoða þyrlur og flugvél Gæslunnar og voru þau frædd um það helsta sem fram fer í störfum flugmanna, flugvirkja, sigmanna og lækna í áhöfnum flugdeildar Landhelgisgæslunnar. 

Neyðarsendir fundinn

Neyðarsendir sá sem Landhelgisgæslan hefur leitað að síðan í morgun fannst fyrir stundu. Fannst neyðarsendirinn í Breiðholti og var greinilegt að honum hafði verið komið fyrir og hann gangsettur. Landhelgisgæslan lítur málið mjög alvarlegum augum.

Neyðarsendir settur í gang í Reykjavík

TF-EIR
Stjórnstöð og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa frá í morgun reynt að staðsetja neyðarsendi sem hóf að senda merki upp úr klukkan 1100 í morgun en flugvélar í yfirflugi tilkynntu merkin til Flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík.

Leitað á Breiðafirði í nótt

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 22:59 tilkynning í gegn um Neyðarlínuna frá Hvammsnesi, sem er sunnan við Búðardal, um að sést hefðu 2 neyðarblys á lofti vestur út Hvammsfjörð. Grunur lék á að bátur væri í vanda.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út, lögreglunni í Stykkishólmi og Ólafsvík var gert viðvart auk þess sem kallaður var út Björgunarbátur Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Búðardal. Einnig tóku þátt í leitinni tvær trillur á svæðinu. Voru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu.

Komutilkynningar skipa skráðar í Safe Sea Net

Vaktstöð siglinga / stjórnstöð LHG tekur á móti komutilkynningum skipa til hafna á Íslandi. Sú breyting átti sér stað þann 8. maí 2008 að ný tilskipun Evrópusambandsins um að svokallað Safe Sea Net tilkynningakerfi tók gildi.

Framvegis yrði Safe Sea Net notað við skráningar  komutilkynninga en til þess tíma var notað ákveðið rafrænt eyðublað sem hægt var að nálgast á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Síða 2 af 2