Fréttayfirlit: ágúst 2014 (Síða 2)

TF-SIF flaug yfir Vatnajökul við komuna til landsins

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar kom til Reykjavíkur í kvöld en eins og komið hefur fram var vélin kölluð heim til að taka þátt í viðbúnaði vegna jarðskjálftavirkni í norðvestanverðum Vatnajökli. Fyrir komuna til Reykjavíkur var flogið yfir Vatnajökul og safnað gögnum með eftirlits- og ratsjárbúnaði flugvélarinnar.

TF-SIF á leið heim - búnaður vélarinnar afar gagnlegur við mat á aðstæðum

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF er nú á leið heim frá Sikiley á Ítalíu.  Vélin hefur viðkomu til eldsneytistöku í Bretlandi og er væntanleg til landsins seinnipartinn í dag.

Landhelgisgæslan kallar eftirlitsflugvélina TF-SIF heim vegna aðstæðna í norðanverðum Vatnajökli

Vegna aðstæðna í norðanverðum Vatnajökli hefur Landhelgisgæslan ákveðið að kalla TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar heim frá útlöndum en hún er nú við landamæragæslu í sunnanverðu Miðjarðarhafi.

Síða 2 af 2