Fréttayfirlit: janúar 2020 (Síða 2)

Flutningaskip dregið að bryggju

Image1_1578479544691

Flutningaskipið Francesca sem slitnaði frá bryggju í Hafnarfirði á sjötta tímanum var dregið aftur að bryggjunni á níunda tímanum í morgun. Skipið er 4000 tonn og um borð var ellefu manna áhöfn. Varðskipið Týr, séraðgerðadeild Landhelgisgæslunnar, lögregla björgunarsveitir og dráttarbátar voru kallaðir út.

Vaktskýlið flutt af Faxagarði

IMG_6630

Vaktskýli Landhelgisgæslunnar var flutt frá Faxagarði í Reykjavík til Helguvíkur með varðskipinu Þór síðdegis í gær. Þar með lauk 60 ára sögu vaktskýlis Landhelgisgæslunnar sem hefur hýst vaktmenn á höfninni, fyrst við Ingólfsgarð og síðan við Faxagarð.

Síða 2 af 2