• YD9A1356_1644401746032

Mannauðsstefna, siðareglur, jafnréttisáætlun, jafnlaunastefna og umhverfisstefna.

Mannauðssvið veitir stjórnendum og starfsfólki ráðgjöf og aðstoð á sviði mannauðsmála og hefur umsjón með starfsþróun, ráðningum, miðlun upplýsinga til starfsfólks, þekkingaröflun og þjálfun innan Landhelgisgæslunnar, auk samningsgerðar við stéttarfélög og starfsfólk. Meginmarkmið einingarinnar eru:

  • Að viðhalda og fylgja eftir mannauðsstefnu LHG.
  • Frumkvæði og eftirfylgni með þróun mannauðsmála.
  • Að veita öðrum einingum LHG hámarks þjónustu með sem hagkvæmustum hætti.
  • Að vinna með stjórnendum að því að styrkja ímynd LHG.
  • Að aðstoða stjórnendur við að viðhalda ánægju starfsfólks og viðhalda góðri þekkingu.
  • Að viðhalda góðu aðgengi starfsfólks að þekkingu.
  • Að fylgja eftir markvissri þjálfun starfsfólks.
  • Að sjá til þess að móttaka nýs starfsfólks sé í góðum farvegi.
  • Að sjá til þess að unnið sé eftir kjarasamningum og viðeigandi samningum og annast samningagerð fyrir hönd Landhelgisgæslunnar á sviði mannauðsmála.

Mannauðssviði er stýrt af mannauðsstjóra sem heyrir beint undir forstjóra.

Mannauðsstefna Landhelgisgæslunnar

Siðareglur Landhelgisgæslunnar

Jafnréttisáætlun Landhelgisgæslunnar

Stefna og viðbragðsáætlun Landhelgisgæslu Íslands gegn einelti, ofbeldi og áreitni á vinnustað

Jafnlaunastefna Landhelgisgæslu Íslands

Umhverfis og loftslagsstefna Landhelgisgæslu Íslands

Jafnlaunavottun_adalmerki_2022_2025_f_ljosan_grunn

SvefnvottunarstimpillLandhelgisgæslunni er umhugað um svefngæði starfsmanna.