Fréttayfirlit: júní 2011 (Síða 2)

TF-LÍF sækir slasaðan skipverja um borð í spænskan togara

Landhelgisgæslunni barst í nótt aðstoðarbeiðni frá Medical Center í Madríd sem óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við að sækja mann sem slasaðist um borð í spænska togaranum Hermanos Grandon sem var þá staðsettur um 170 sjómílur suðvestur af Reykjavík.

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

IMG_2729

 Í tilefni sjómannadagsins var í morgun minnst látinna sjómanna við minningaröldurnar í  Fossvogskirkjugarði. Áhöfn norska varðskipsins Sortland stóð heiðursvörð ásamt starfsmönnum Landhelgisgæslunnar. Hátíðahöld verða víða um land í tilefni dagsins.

Einstakt viðbragð og vel þjálfuð áhöfn Hafsúlunnar skipti sköpum í útkalli

Gasflutningaskip_TF_LIF_13022008

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:46 aðstoðarbeiðni í gegnum Neyðarlínuna vegna manns með hjartatruflanir um borð í hvalaskoðunarskipinu Hafsúlunni sem var staðsett um 1,5 sjómílu N- af Gróttu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var samstundis kölluð út auk bráðatækna frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem fóru á staðinn með Höllu Jóns, harðbotna björgunarbáti Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Norska varðskipið Sortland í Reykjavíkurhöfn

SortlandIMG_2612-(2)

Norska varðskipið Sortland kom til Reykjavíkur í gær en skipið er komið hingað til lands til að taka þátt í hátíðahöldum Sjómannadagsins auk þess sem skipið mun taka þátt í varnaræfingunni Norður Víkingur  sem hefst á mánudag og stendur til föstudagsins 10. júní. Almenningi er boðið að skoða skipið á laugardag frá kl. 13-16 og sunnudag frá 13-16. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna erlendra hjólreiðamanna

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:30 beiðni um aðstoð þyrlu við að sækja þrjá erlenda hjólreiðamenn sem voru strandaglópar á Fjórðungsöldu vestan við Þjórsá. Var beðið um aðstoð þyrlunnar þar sem svæðið er mjög erfitt yfirferðar. 

Síða 2 af 2