Fréttayfirlit: júní 2018 (Síða 2)
Hafísinn færist í norðaustur

Hafísinn sem verið hefur nærri landi undanfarna daga er nú 15 sjómílur norður af Kögri þar sem hann er næstur landi. Ísinn virðist vera að færast í norðaustur en ísdreifar eru allt að 11 sjómílur frá landi.
Hafísinn færist nær

Mikilvægt er að sjófarendur séu meðvitaðir um legu hafíssins sem er nú 12 sjómílur frá Horni þar sem hann er næstur landi. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fer í annan ískönnunarleiðangur síðar í dag.
Landhelgisgæslan varar sjófarendur við hafís nærri landi

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar hélt í eftirlitsflug út fyrir vestfirði í dag til að kanna stöðu hafíss við landið. Leiðangurinn staðfesti að hafís er óvenju nærri landi. Næst var ísinn 12,5 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi.
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í dag. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar tóku þátt í minningarathöfnum í Fossvogskirkjugarði og í Ísafjarðardjúpi í morgun. Auk þess gengu þeir í fylkingu til sjómannamessu í Dómkirkjunni og venju samkvæmt æfði þyrlusveitin hífingar með björgunarsveitum víða um land.
TF-GNÁ flutti tvo á sjúkrahús eftir flugslys í Kinnarfjöllum

TF GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tvo á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir flugslys í Kinnarfjöllum.
Síða 2 af 2
- Fyrri síða
- Næsta síða