Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Þyrlur Landhelgisgæslunnar gerðar út frá Reykjavík og Akureyri - 29.3.2023

Thyrlusveit-a-Akureyri

Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar verður til taks á Akureyri fram á föstudag. Þangað hélt þyrlusveitin síðdegis og mun hafa aðsetur fyrir norðan ásamt lækni. Viðbragðstími þyrlunnar verður umtalsvert styttri þaðan en frá Reykjavík ef sinna þarf útkalli á Norður-eða Austurlandi.

Tundurduflaslæðarar til landsins - 29.3.2023

1_210323-RNLN-SNMCMG1-011_

Floti tundurduflaslæðara á vegum Atlantshafsbandalagsins er væntanlegur til landsins í kvöld. Skipin koma til með að leggjast að bryggju í Reykjavík og hafa aðsetur við Skarfabakka meðan á dvöl þeirra stendur.

Þyrla og varðskip á leið austur vegna snjóflóðahættu - 27.3.2023

Mynd-hundar

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar er nú á leið til Egilsstaða með björgunarsveitarmenn á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og leitarhunda vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum.

Vel heppnað úthald Freyju - 23.3.2023

Vardskipid-Freyja

Varðskipið Freyja kom til heimahafnar á Siglufirði í gær eftir þriggja vikna úthald á hafsvæðinu umhverfis landið.

Séraðgerðasveit kemur að þjálfun úkraínskra hermanna - 21.3.2023

EOD_1679396326312

Þjálfun úkraínskra hermanna á sviði sprengjuleitar og sprengjueyðingar hófst í Litáen í vikunni. Um er að ræða samstarfsverkefni Norðurlandanna og Litáen og annast litáískir, norskir, sænskir og íslenskir sprengjusérfræðingar framkvæmdina.

Sjófarendur hvattir til aðgæslu vegna lagnaðaríss - 16.3.2023

Lagnadaris_Siglunes_02

Í kuldatíðinni sem staðið hefur síðustu daga og vikur hefur víða myndast lagnaðarís þar sem sjólag er nægjanlega stillt.

Fjöldabjörgun fólks úr sjó æfð og rædd í Reykjanesbæ - 16.3.2023

Radstefna-2

Landhelgisgæslan, Samtök útgerða skemmtiferðaskipa á norðurslóðum (AECO) og leitar og björgunarmiðstöðin í Norður-Noregi, efndu til ráðstefnu og viðbragðsæfingar í Reykjanesbæ þar sem björgunarmál tengd siglingum skemmtiferðaskipa á norðurslóðum voru til umfjöllunar.

Æft undan Rauðasandi - 10.3.2023

332484178_1204363100442435_7847895944249736638_n

Áhöfnin á varðskipinu Freyju annast eftirlit á Íslandsmiðum um þessar mundir og í hverju úthaldi fara fram fjölmargar æfingar til að tryggja að áhöfnin sé sem best undirbúin þegar kallið kemur.

Æfðu viðbrögð við því ef skipverji fellur útbyrðis - 6.3.2023

Eirikur-Bragason

Áhöfnin á varðskipinu Þór æfði á dögunum viðbrögð við því ef maður fellur fyrir borð. Æfingin fór þannig fram að einungis fjórir úr áhöfn skipsins vissu af henni fyrirfram, þeir tveir sem létu sig falla í sjóinn, skipherra og háseti sem tilkynnti að menn hefðu fallið fyrir borð.

Flekkir sem reyndust vera loðna og æft við Þrídranga - 3.3.2023

Image00022_1677847048760

Í eftirlitsflugi þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar í vikunni varð áhöfnin á TF-GNA vör við flekki allt í kringum Reykjanesskagann og suður af landinu. Eftir stutta skoðun kom í ljós að ekki væri um mengun að ræða heldur væru þarna, að öllum líkindum, loðnutorfur á ferðinni. Fjöldi uppsjávarveiðiskipa voru á svæðinu, þar á meðal fjögur færeysk loðnuskip á ferðinni en eitt þeirra var á veiðum.

Æft undir norðurljósum - 3.3.2023

Nordurljos-3

Áhöfnin á varðskipinu Freyju og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfðu undir norðurljósum á Húnaflóa í gærkvöld. Sjónarspilið var sannarlega stórfenglegt.

Baldur í slipp - 2.3.2023

20230217_160348_resized

Sjómælingaskipið Baldur var tekið í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 17. febrúar s.l. til reglubundins eftirlits í samræmi við skilmála flokkunarfélagsins Bureau Veritas.