Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Georg Lárusson setti Skrúfudaginn - 19.3.2024

DSCF9486

Georg Kr. Lárusson, sett hinn árlega Skrúfudag Tækniskólans sem haldinn var hátíðlegur um helgina.

Sjóliðsforingjaefni frá Úkraínu fá þjálfun um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar - 15.3.2024

IMG_5252

Ísland annast þjálfun úkraínskra sjóliðsforingjaefna um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar. Sjóliðsforingjaefnin hafa undanfarið verið um borð í varðskipum Gæslunnar þar sem þeir hafa fengið verklega þjálfun í siglingafræði, eftirliti og aðgerðum á hafi, m.a. leit og björgun.

TF-LIF í lögð af stað í sína síðustu ferð - 14.3.2024

LIF-a-palli

Björgunarþyrlan TF-LIF yfirgaf Reykjavíkurflugvöll í síðasta sinn í morgun. Þyrlunni var ekið norður á Akureyri og verður til sýnis á Flugsafninu þegar fram líða stundir. Þyrlan var seld í fyrra en kaupandinn eftirlét öldungaráði Landhelgisgæslunnar og Flugsafninu skrokk þyrlunnar svo hægt væri að varðveita þessa sögufrægu björgunarþyrlu.

Þyrluáhafnir á Akureyri eftir æfingu - 7.3.2024

Ahafnir_1709821643354

Þyrlur Landhelgisgæslunnar og áhafnir þeirra voru samtímis á Akureyri í morgun vegna æfinga. Þyrlusveitin heldur nær daglegar æfingar en þyrlurnar eru sjaldnast á sama stað og á sama tíma, utan Reykjavíkur.

Mikilvægt að geta brugðið sér í ólík hlutverk á æfingum - 1.3.2024

IMG_5250

Æfingar skipa stóran sess í störfum áhafna varðskipa Landhelgisgæslunnar. Allir hafa sitt hlutverk og kunna réttu handtökin. Þá er einnig mikilvæg að geta skipt um hlutverk ef svo ber undir.