Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast - 26.9.2016

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju fimmtudaginn 29. september með komu flugsveitar tékkneska  flughersins.

Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga hafin - 12.9.2016

Northern Challenge, alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga er hafin. Landhelgisgæslan stýrir og annast skipulag æfingarinnar sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Mjófirðingar heimsækja varðskipið Þór - 11.9.2016

Varðskipið Þór er nýkomið heim úr eftirlits- og löggæsluferð. Sinnti áhöfnin á Þór fjölbreyttum verkefnum í ferðinni. Þá tók varðskipið einnig á móti góðum gestum er það heimsótti Mjóafjörð.

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar í heimsókn - 11.9.2016

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar kom nýverið í heimsókn á starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þar sem forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti þeim.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna ferðamanna í sjálfheldu - 8.9.2016

TF-LIF_8434_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar kom þremur erlendum ferðamönnum til bjargar sem lent höfðu í sjálfheldu á Eyjafjallajökli.

Síðasta P-3C Orion skipa- og kafbátaeftirlits- og leitarflugvél bandaríska sjóhersins lendir hér á landi - 6.9.2016

Síðasta P-3C Orion skipa- og kafbátaeftirlits- og leitarflugvél bandaríska sjóhersins mun lenda á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á morgun á leið sinni til Bandaríkjanna en vélar þessar hafa nú lokið endanlega veru sinni í Evrópu eftir rúmlega 50 ára dvöl. P-3C flugvélarnar eiga sér langa og farsæla sögu hér á landi og hafa þær komið að mörgum björgunar- og leitarverkefnum.

Flugvél Landhelgisgæslunnar vísar tveimur skipum til hafnar - 2.9.2016

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF stóð tvö skip að meintum ólöglegum veiðum út af Austfjörðum í dag og var þeim vísað til hafnar.

Samkomulag undirritað um hafnarþjónustu fyrir varðskip á Sauðárkróki - 2.9.2016

Landhelgisgæslan og sveitarfélagið Skagafjörður undirrituðu í dag samkomulag um hafnarþjónustu fyrir varðskip Landhelgisgæslunnar á Sauðárkróki.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kemur slasaðri göngukonu til bjargar - 1.9.2016

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kom í gær slasaðri göngukonu til bjargar sem dottið hafði í þröngu gili milli Strútslaugar og Strútsskála. Gengu stýrimaður og læknir þyrlunnar með björgunarbúnað niður að konunni en þeir voru fyrstu og einu björgunarmenn á vettvang. Var konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.