Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.Spengjueyðingarsveitin kölluð út - 12.10.2019

Kassi1

Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna torkennilegs kassa sem fannst við Elliðavatn. Landeigandi við vatnið brást hárrétt við og tilkynnti málið til lögreglu en í fyrstu var talið að dínamít væri í kassanum enda gáfu merkingar hans til kynna að í honum væri sprengiefni að finna. Við nánari athugun kom í ljós að einungis var um steina að ræða en allur er varinn góður.

Fjórir fluttir á sjúkrahús með þyrlum Landhelgisgæslunnar - 12.10.2019

20191012_135640_resized

TF-EIR og TF-GRO, þyrlur Landhelgisgæslunnar, fluttu fjóra á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys nærri bænum Gröf á Snæfellsnesi. 

Breiðafjörður kortlagður - 11.10.2019

Baldur-vid-maelingar-vid-solaruppras

Sjómælingaskipið Baldur hefur frá því í vor verið við sjómælingar á Breiðafirði en mælingaúthaldinu lauk fyrir skemmstu. Frá árinu 2017 hefur verið unnið að dýptarmælingum vegna fyrirhugaðrar útgáfu á nýju sjókorti í Breiðafirði sem mun ná frá Brjánslæk að Elliðaey við Stykkishólm og nær það því meðal annars yfir stærstan hluta af siglingaleið Breiðafjarðarferjunnar. 

Bangsanum Blæ bjargað - 10.10.2019

GBA_03

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, tók þátt í skemmtilegu samfélagsverkefni fyrr í dag þegar bangsanum Blæ var komið til bjargar og hann fluttur á leikskólann Laut í Grindavík. Barnaheill stendur fyrir vináttuverkefni þessa dagana þar sem bangsinn Blær er í aðalhlutverki en tilgangurinn er að kenna börnunum vináttu og virðingu.

Þyrlan kölluð út vegna báts í vanda á Bakkaflóa - 2.10.2019

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-22-

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:46 frá skipstjóra fimm tonna fiskibáts á Bakkaflóa eftir að leki kom að bátnum. Einn var um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út auk þess sem skip í grenndinni voru beðin um að halda á staðinn. Þá var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Vopnafirði kallað út sem og sjóbjörgunarsveitir á svæðinu.


Eyddu virkri handsprengju nálægt Ásbrú - 1.10.2019

Eftir-sprengingu

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar eyddi virkri handsprengju sem fannst á svokölluðu Patterson svæði nálægt Ásbrú.