Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Áhöfnin á TF-SIF kölluð út vegna neyðarsendis - 30.12.2023

Droppaefing-a-Hunafloa-10-

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var kölluð út í gærkvöldi eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning í gegnum gervitungl um að neyðarsendir væri virkur djúpt suður af Reykjanesi. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var sömuleiðis höfð í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli.

Annáll Landhelgisgæslunnar 2023 - 26.12.2023

H225-1

Þótt ótrúlegt megi virðast er árið 2023 nánast á enda og nýtt ár handan við hornið. Árið sem nú er að líða hefur verið býsna tíðindaríkt í starfi Landhelgisgæslunnar og verkefnin sem starfsfólkið hefur fengist við verið bæði fjölbreytt og sum hver óvenju krefjandi.

Áhöfnin á varðskipinu Freyju kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vestfjörðum - 22.12.2023

Freyja-fyrir-brottfor-a-Siglufirdi-22.-desember

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur verið kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vestfjörðum vegna slæmrar veðurspár og hugsanlegrar snjóflóðahættu um helgina. Gert er ráð fyrir að skipið haldi úr höfn á Siglufirði um miðnætti og verði komið vestur á firði í fyrramálið.


Jól um borð í Þór - 22.12.2023

D

JJólaandinn sveif yfir vötnum um borð í varðskipinu Þór í desember þrátt fyrir að áhöfnin hefði í nógu að snúast. Þess var gætt að allir kæmust í hátíðaskap og venju samkvæmt var árlegt jólabingó um borð, glæsilegt jólahlaðborð og að sjálfsögðu kom óvæntur gestur í heimsókn til að gera stundina sem jólalegasta. 

Jólakveðja frá áhöfninni á Freyju - 22.12.2023

412538436_269815016105286_2108859910827022218_n

Síðustu helgina í nóvember kom áhöfnin á varðskipinu Freyju saman og hélt sín árlegu litlu jól og jólabingó. Áhöfnin hefur í nokkur undanfarin ár staðið fyrir viðburðinum um borð í þeim varðskipum sem hún hefur siglt á.

CNN, BBC og Sky News fóru með þyrlusveit í æfingarflug - 22.12.2023

BBC1

Fréttamenn á vegum BBC, CNN og Sky News fóru með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á æfingu í nágrenni við eldgosið á Reykjanesskaga snemma í gærmorgun.

Þyrlusveit hífði kaldan og hrakinn göngumann um borð - 20.12.2023

6W7A2354

Á níunda tímanum í gærkvöld var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar til leitar á milli Keilis og Kistufells í kjölfar þess að flugmenn lítillar flugvélar komu auga á SOS neyðarljósmerki á svæðinu.

Yfirlit yfir verkefni Landhelgisgæslunnar vegna eldgoss norður af Grindavík - 19.12.2023

IMG_0576

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast líkt og aðrir viðbragðsaðilar vegna eldgoss sem hófst norður af Grindavík á ellefta tímanum í gær. 

Endurbætur í björgunarrými Þórs - 18.12.2023

Droni-6

Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á björgunarrými varðskipsins Þórs. Aðstaðan hefur verið aðlöguð að nútímanum og eftir breytingarnar er vinnuaðstaða fyrir drónaflug og köfun til fyrirmyndar.

Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu við ströndina vegna aukinnar sjávarhæðar - 13.12.2023

Sjolag-des-2023

Landhelgisgæslan vekur á því athygli að á morgun er stórstreymt og verður sjávarstaða því há næstu daga. Samhliða gera veðurspár ráð fyrir suðvestan stormi á öllum miðum og djúpum ásamt mikilli ölduhæð suður og vestur af landinu. 

Æfing með Skagfirðingasveit - 13.12.2023

Processed-DEEA0C6D-D061-4C41-BFDD-8A79E57ED00A-CB63EB3A-3A8E-4655-83BC-0C92A062C4AA

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfir reglulega með björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar víða um land. Á æfingunum gefst tækifæri til að stilla saman strengi, fræðast um verkefni og vinnubrögð sveitanna auk þess sem þyrlusveitinni gefst mikilvægt tækifæri til að fara yfir hvernig mótttöku þyrlu er háttað og réttu handttökin við hífingar, svo fátt eitt sé nefnt. 

Dómsmálaráðherra heimsótti öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli - 1.12.2023

Gudrun-Hafsteinsdottir-heimsaekir-oryggissvaedid-a-Keflavikurflugvelli

Á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli er margt um manninn og nokkuð um gestakomur að undanförnu. Í gær var til að mynda tekið á móti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, sem kynnti sér þau mikilvægu verkefni sem unnin eru á varnarmálasviði Landhelgisgæslunnar.