Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Olíumengun frá El Grillo - 22.7.2020

Oliu-kafari

16. júlí sl. köfuðu kafarar á vegum Landhelgisgæslu Íslands niður að flaki El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar, eftir að vart varð við olíumengun frá skipinu. Í ljós kom að aðgerðir sem farið var í til að hefta olíuleka úr einum af tönkum skipsins í vor halda og er enginn leki sjáanlegur frá þeim tanki. 

Rússneskar herflugvélar á íslenska loftrýmiseftirlitssvæðinu - 4.7.2020

H-1

Í fyrrinótt komu óþekktar flugvélar inni í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur Atlantshafsbandalagsins flugu orrustuþotur ítalska flughersins, sem eru hér á landi við loftrýmisgæslu, til móts við vélarnar frá Keflavíkurflugvelli.

Þór tignarlegur með breskum freigátum - 3.7.2020

BQ200017070ppt

Í upphafi vikunnar sigldi varðskipið Þór með bresku freigátunum HMS Westminister og HMS Kent sem voru á leið til kafbátaeftirlitsæfingarinnar Dynamic Mongoose sem haldin var hér við land í vikunni.

TF-GNA kemur í þjónustu Landhelgisgæslunnar um áramót - 3.7.2020

GNA_1593774847204

Í Stavanger í Noregi eru starfsmenn Heli-One í óðaönn að gera nýjustu þyrluna í flota Landhelgisgæslunnar tilbúna til notkunar. Vélin er af gerðinni Airbus H225, líkt og hinar tvær leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar.

Jón Páll sjötugur - 2.7.2020

Jon-Pall

Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, fagnar sjötugsafmæli í dag. Þar með lýkur afar farsælum ferli Jóns Páls hjá Landhelgisgæslunni en hann hefur starfað hjá stofnuninni í alls 35 ár og verið tengdur sjómennsku í hálfa öld. Landhelgisgæslan óskar Jóni Páli innilega til hamingju með stórafmælið og þakkar honum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu Gæslunnar. 

Björgunarþyrla danska flughersins kölluð út að Langanesi - 1.7.2020

85179155_3407747385904321_8806450688677806650_o

Leitar og björgunarþyrla danska flughersins var kölluð út auk björgunarskipsins Gunnbjargar frá Raufarhöfn vegna 18 tonna línubáts sem varð vélarvana 3,5 sjómílur norður af Langanesi í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk boð um vanda bátsins laust eftir klukkan 13:00. Línubáturinn var dreginn til Raufarhafnar. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir kallaðar út vegna báts í vanda - 1.7.2020

TF-EIR9

Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjafirði voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag vegna fimm tonna fiskibáts sem varð vélarvana vestur af Hrólfsskeri og rak hratt að bjargi.

Leitar og björgunarþyrla Dana til taks á Íslandi - 1.7.2020

EH101-Reykjavik2

Í vikunni kom hingað til lands leitar og björgunarþyrla frá danska flughernum ásamt 13 manna starfsliði. Ástæða komu dönsku björgunarþyrlunnar er til að auka björgunargetu úr lofti, á og við Ísland, næstu daga.