Fréttayfirlit: 2009 (Síða 7)

TF-LÍF og lögregla aðstoða erlenda ferðamenn á Markarfljótsaurum

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF fór á sunnudag í þjóðvega- TFLIF_2009og hálendiseftirlit með lögreglunni á Hvolsvelli. Fyrirhugað var um tveggja klukkustunda flug og var farið í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um kl. 16:00. Vegna ýmissa atvika og mikils fjölda fólks og farartækja á leiðinni teygðist allverulega úr fluginu sem stóð fram yfir miðnætti. Kom þyrlan meðal annars að erlendum ferðamönnum, tólf manna fjölskyldu sem var rammvillt í bifreið á Markarfljótsaurum.

Tíu útköll sprengjusérfræðinga á tíu dögum

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur haft í mörg horn að líta síðastliðnar vikur en fyrir utan þeirra daglegu störf höfðu þeir rétt fyrir helgi farið í tíu útköll á tíu dögum þar sem meðal annars fannst tundurdufl, dýnamít á víðavangi, sprengjur á hafsbotni og í fjallshlíðum.

Síðasta útkallið barst á fimmtudag þegar sprengjusérfræðingar voru kallaðir til þegar göngufólk fann sprengju við Geithúsárgil í Reyðarfirði þar sem áður var æfingasvæði breskra hermanna í síðari heimsstyrjöld.

TF-LÍF tekur þátt í björgun á Geitlandsjökli

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:28 beiðni í gegn TF_LIF_Odd_Stefanum Neyðarlínuna 112 þar sem óskað var eftir aðstoð þyrlu við björgun á Langjökli. Hafði einstaklingur fallið niður í sprungu og var beðið um að undanfarar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu kæmu með í þyrlunni. Voru jafnframt boðaðar út björgunarsveitir í Borgarfirði og á Akranesi. Flutti TF-LÍF,  þyrla Landhelgisgæslunnar undanfarana á slysstaðinn og flutti að björgun lokinni hinn slasaða á Landspítalann.

Mikilvægi varðskipanna á hafsvæðinu umhverfis Ísland

Varðskip Landhelgisgæslunnar, Ægir og Týr eru ákaflega Myndir_vardskipstur_001mikilvæg í eftirliti, öryggis-, og löggæslu á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Varðskipið Ægir kom í lok vikunnar til hafnar eftir að hafa verið við gæslu- og eftirlit á Suðvestur-, Vestur- og Vestfjarðamiðum fram að sjómannadegi. Var þá haldið til gæslu á Norðvestur- og Norðurmiðum austur af Grímsey. Farið var til eftirlits í þrjátíu íslensk skip.
Síða 7 af 7