Fréttayfirlit: mars 2010 (Síða 2)

Þyrluáhöfn með kynningu fyrir viðbragðsaðila á Snæfellsnesi

Lif1
Starfsmenn St.Franciskusspítalans í Stykkishólmi, lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi sátu á sunnudag kynningu hjá þyrluáhöfn Landhelgisgæslunni á starfsemi flugdeildarinnar.

Í fyrsta sinn sem þyrla fær eldsneyti á flugi yfir varðskipi Landhelgisgæslunnar

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010
Í gær var þyrlueldsneyti í fyrsta sinn dælt á Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar meðan hún var á lofti yfir íslensku varðskipi. Slíkt er afar mikilvægt að geta gert þegar verið er í aðgerðum á hafi úti og langt fyrir þyrlu að fara til eldsneytistöku. Gekk æfingin í alla staði vel.

Æfing Ægis með þyrlubjörgunarþjónustunni í Færeyjum

Nýverið æfði áhöfn varðskipsins Ægis sjóbjörgun með þyrlu AegirIMGP0336Atlantic Airways OY-HSR, en þeir sjá um björgunarstörf sem unnin eru með þyrlum í Færeyjum. Áhöfn þyrlunnar ásamt stjórnendum frá Atlantic Airways komu um borð í Ægi fyrr um daginn skoðuðu skipið og kynntu sér aðstæður.

Ragnar og Unnþór komnir til Santiago - fara heim við fyrsta tækifæri

Snemma í morgun barst tölvupóstur til starfsmanna Landhelgisgæslunnar frá Ragnari Ingólfssyni flugvirkja sem staddur er í Chile. Þeir félagar komu til Santiago snemma í morgun eftir langt rútuferðalag frá Concepcion. Hér á eftir birtist pósturinn frá honum.  

Starfsmenn LHG komnir í rútu á leið til Santiago

Nýjustu fréttir af Ragnari Ingólfssyni og Unnþóri Torfasyni í Chile bárust fyrir skömmu. Þeir eru nú komnir í rútu á leið til Santiago og eru í fínum málum. Hópurinn ákvað að skipta um samastað í gærkvöldi og færði sig yfir í íbúðina sem Danirnir hafa til umráða en hún er í góðu hverfi í útjaðri Concepcion.

Ófremdarástand í Concepcion - Gæslumenn bíða eftir að flugvöllurinn opni að nýju

Fyrir skömmu síðan náðist samband við Ragnar Ingólfsson, starfsmann Landhelgisgæslunnar í Chile. Allt er í lagi með þá báða, Ragnar er hjá dönskum samstarfsmönnum, í húsnæði í úthverfi Concepcion og Unnþór er hjá chilenskum vinum í borginni. Það er nú orðið ljóst að flugvöllurinn verður ekki opnaður fyrir annað en herflug fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag eða fimmtudag. 
Síða 2 af 2