Fréttayfirlit: maí 2010 (Síða 2)

Leikskólinn Víðivellir heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar

LeikskVidivellir
Flugdeild Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn fimmtán fróðleiksfúsra barna frá leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði. Komu þau í langa leið í strætisvagni ásamt fjórum leikskólakennurum. Henning Þ. Aðalmundsson stýrimaður og sigmaður tók á móti þeim ásamt Bjarna Ágústi Sigurðssyni sem er þjálfunarstjóri.

Nauðsynlegt fyrir minni báta að vera með radarspegil

Landhelgisgæslunni barst síðastliðna nótt tilkynning frá togara sem staddur er fyrir norðan land, sagðist hann hafa verið nærri því að sigla niður fiskibát á svæðinu. Fyrir árvekni stýrimanns sáu þeir bátinn á síðustu stundu og sveigðu frá honum. Báturinn var með eðlileg siglingaljós og STK tæki en ekki AIS. Sást hann ekki á radar þar sem hann var ekki búinn radarspegli.

Skipstjóri dæmdur til að greiða sekt eftir að hafa dregið veiðarfæri yfir fjarskiptastrengi

Skipstjóri, sem Landhelgisgæslan kærði í aprílbyrjun fyrir að sigla með veiðarfæri yfir neðansjávarstrengi, þarf að greiða 250.000 króna sekt, en sæta 18 daga fangelsi ella samkvæmt viðurlagaákvörðun í Héraðsdómi Reykjavíkur 29. apríl sl.

Ægir siglir til Dakar eftir frábærar móttökur og velvilja í Las Palmas

01052010IMGP0754
Þriðjudagskvöldið 20. apríl síðastliðinn lagði varðskipið Ægir úr höfn í Reykjavík til sex mánaða landamæraeftirlits á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins. Haldið var sem leið liggur fyrir Garðskaga og Reykjanes og stefnan síðan sett austan við Madeira og loks Las Palmas á Kanaríeyjum. Varðskipið lagðist þar að bryggju að morgni 29. apríl.

Köfurum Landhelgisgæslunnar tókst að skera veiðarfæri úr skrúfu portúgalska togarans Coimbra

Þremur köfurum frá varðskipi Landhelgisgæslunnar tókst í dag að skera veiðafæri úr skrúfu portúgalska togarans Coimbra sem staddur er á Reykjaneshrygg eða um 240 sjómílur frá Reykjanesi. Togarinn sem er við úthafskarfaveiðar fékk veiðarfærin í skrúfuna í gærmorgun og var þá leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. 

TF-GNÁ sækir veikan mann til Vestmannaeyja

GNA3_BaldurSveins
Landhelgisgæslunni barst í nótt kl. 03:33 aðstoðarbeiðni, í gegnum Neyðarlínuna, frá lækni í Vestmannaeyjum. Um var að ræða veikan mann sem flytja þurfti strax til Reykjavíkur. Eftir samráð við þyrlulækni var þyrluvakt kölluð út. Nokkur bið varð á flugtaki þar sem beðið var eftir að ástand sjúklings yrði stöðugra fyrir flutning.
Síða 2 af 2