Fréttayfirlit: mars 2015 (Síða 2)
Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflug á Patreksfjörð
Nú rétt í þessu eða ríflega tuttugu mínútur yfir miðnætti fór þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið eftir að óskað var aðstoðar þyrlu til að sækja sjúkling á Patreksfjörð sem var með miklar blæðingar.
Miklar annir hjá þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar í dag
Rétt upp úr klukkan níu í morgun þegar þyrla Landhelgisgæslunnar var á leið í hefðbundið eftirlit á miðunum kom beiðni frá lögreglunni í Reykjavík um að þyrlan aðstoði við leit úr lofti meðfram norðurhluta strandlengjunnar í Reykjavík í tengslum við rannsókn lögreglu vegna líkfundar þar í gær. Í framhaldinu hélt þyrlan til eftirlits og æfinga en að þeim loknum var hún kölluð í sjúkraflug.
Þyrla kölluð út vegna slasaðs sjómanns um borð í togara
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í gærkvöldi kölluð út til að sækja slasaðan sjómann um borð í togara um 30 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.
Áhöfnin á TF-LIF sækir slasaðan vélsleðamann suður af Hlöðufelli
Nú rétt rúmlega fjögur í dag óskaði lögreglan á Selfossi eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna vélsleðaslyss suður af Hlöðufelli.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við eftirlit með loðnuskipum út af Vesturlandi og Vestfjörðum
Nokkur loðnuskip hafa undanfarið verið við veiðar út af Bjargtöngum en veiði hefur verið frekar dræm undanfarna daga.
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar við leit við Vatnajökul í nótt
Þyrlan TF-LIF og Friðarsúlan í dans.
Þessa einstöku mynd tók einn af starfsmönnum Landhelgisgæslunnar af skemmtilegu sjónarspili þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og Friðarsúlunnar í Viðey.
- Fyrri síða
- Næsta síða