Fréttayfirlit: júní 2010 (Síða 2)

Sjómenn hvattir til að fylgjast vel með ferilvöktunarbúnaði um borð

tyr-a-fullu
Árla sunnudagsmorguns, kl. 05:25 hvarf fiskibátur sem staddur var 5 sml S-af Kolbeinsey úr fjareftirliti Landhelgisgæslunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra náðist ekki samband við bátinn. Varðskip Landhelgisgæslunnar var þá beðið um að stefna á staðinn auk þess sem Björgvin, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði var kallað út.

Leit að frístundaveiðibát frá Súðavík

Leit stóð yfir í dag að frístundaveiðibát frá Súðavík sem tilkynnti sig úr höfn kl. 10 í morgun. Báturinn kom ekki inn í fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar, var ítrekað reynt að hafa samband við bátinn en engum köllum var svarað. Fór þá í gang hefðbundið ferli Landhelgisgæslunnar, haft var samband við leigu bátsins og bar eftirgrennslan þeirra ekki heldur árangur.

Mikilvægi sjómælinga

2010-05-03,_Baldur_a
Í aldanna rás hafa upplýsingar í sjókortum verið notaðar af sjófarendum til öruggra siglinga og verið grundvöllur fyrir könnun fjarlægra heimshluta og síðan forsenda aukinna verslunar og samgangna. Þetta grundvallaratriði er í raun óbreytt, sjómælingar eru grunnur að öllum samgöngum á sjó.

Einn af kostum mikillar sjósóknar

thorskur2
Mikill kraftur hefur verið í strandveiðimönnum nú í vikunni en á hádegi á mánudag fóru hvorki meira né minna en 400 bátar samtímis á sjó. Einn af kostum þess að hafa svo mörg skip og báta í einu á sjó er að ekki reynist langt að leita aðstoðar. Dæmi eru um að menn hafi veifað næsta bát þegar vantað hefur hjálp við að komast til hafnar.

Útkall þyrlu eftir slys í Látrabjargi

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út kl. 16:40 í dag eftir tilkynning barst frá Neyðarlínunni um þýskan ferðamann sem féll fram af  Látrabjargi. TF-GNÁ fór í loftið um kl. 17:15 með þrjá undanfara Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

TF-GNÁ sækir slasaðan sjómann úti fyrir Vestfjörðum

GNA3_BaldurSveins
Landhelgisgæslunni barst kl. 02:01 í nótt beiðni um þyrlu eftir að slys varð um borð í togara úti fyrir Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ fór í loftið kl. 02:49 og kom að togaranum á Halamiðum kl. 04:16.  

Á tveimur klukkustundum fóru um 400 skip og bátar á sjó

Stjornstod2
Í morgun kl. 09:00 voru alls 920 skip og bátar í fjareftirlitskerfum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og fer sjósókn vaxandi. Á tveimur klukkustundum, eða á tímabilinu frá kl. 07:00-09:00, fóru samtals 400 bátar á sjó. Þegar slíkir toppar ganga yfir verður álagið mikið á varðstjórum stjórnstöðvarinnar en öllum bátum sem stunda strandveiðar er skylt að tilkynna sig úr og í höfn.

Landhelgisgæslan tók þátt í sjómannadeginum með ýmsum hætti

06062010EIRSkorradalsvatn2
Sjómannadagshelgin var haldin hátíðleg víða um land með samkomum við allra hæfi. Hátíð hafsins hófst í Reykjavík á laugardagsmorgun þegar varðskipið Týr sigldi inn í Reykjavíkurhöfn og flautaði inn hátíðina með öðrum skipum í höfninni. Landhelgisgæslan tók þátt í hátíðahöldunum með ýmsum hætti

Mikið um útköll vegna báta sem verða fyrir vélarbilun

EIR_MG_5279
Landhelgisgæslan óskaði fimm sinnum á síðastliðnum sólarhring eftir aðstoð björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og nærstaddra báta eða þegar bilun kom upp hjá bátum að veiðum eða öryggisbúnaður þeirra missti samband við sjálfvirku tilkynningaskylduna.

Þyrla danska varðskipsins Vædderen sækir alvarlega sjúkan skipverja

lynx_has-3_mk8
Þyrla danska varðskipsins Vædderen lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 11:24 með alvarlega veikan skipverja af portúgalska togaranum Coimbra sem staddur var að veiðum á Reykjaneshrygg eða 220 sml. SV af Reykjanesi. Landhelgisgæslan óskaði eftir aðstoð dönsku þyrlunnar þar sem um mjög alvarleg veikindi var að ræða.
Síða 2 af 2