Fréttayfirlit: apríl 2012 (Síða 2)
Norskt línuveiðiskip staðið að meintum ólöglegum veiðum
Upp úr kl. 11:00 í morgun stóð áhöfn þyrlunnar TF-GNA norskt línuveiðiskip að meintum ólöglegum veiðum í reglugerðarhólfi í Skeiðarárdýpi. Varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar höfðu komið auga á skipið í ferilvöktunarkerfum, þar sem það var statt inni í hinu lokaða hólfi og virtist vera að leggja línu. TF-GNA sem var við að fara í eftirlitsflug var því beint á svæðið.
TF-GNA kölluð út eftir óhapp í Flatey á Breiðafirði
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA var kölluð út kl. 13:48 í dag eftir að barn varð fyrir óhappi í Flatey á Breiðafirði. Farið var í loftið kl. 14:22 og flogið beint í Flatey þar sem lent var kl. 15:30.
TF-SIF flýgur með vísindamenn
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í gær með vísindamenn yfir Öskjuvatn til að kanna aðstæður á svæðinu með hitamyndavél, eftirlits- og leitarratsjá fllugvélarinnar. Óskað var eftir aðstoð TF-SIF þar sem að í mars kom í ljós að Öskjuvatn var orðið íslaust, sem þykir óvanalegt.
Alvarlega veikur sjómaður sóttur með þyrlu
Landhelgisgæslunni barst kl. 13:52 í gær beiðni um útkall þyrlu vegna alvarlegra veikinda um borð í fiskiskipi sem staðsett var um 75 sml. vestur af Öndverðarnesi. TF-GNA fór í loftið kl. 15:09 og var flogið beint að skipinu en þangað var komið kl 16:13.
Batnandi veðurfari fylgir aukin sjósókn
Varðskipið Ægir fór í dag til eftirlits- og löggæslu á Íslandsmiðum en í gær kom varðskipið Týr til hafnar eftir tveggja mánaða fjarveru. Nokkuð annríki hefur verið hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag sem fylgst hefur með um 400 skipum og bátum á sjó.
Dæmdir fyrir ólöglegar línuveiðar á friðuðu svæði
Tveir skipstjórar línubáta voru nýlega dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða hvor um sig 400 þúsund króna sekt í Landhelgissjóð fyrir að hafa verið að ólöglegum línuveiðum á friðuðu svæði.
- Fyrri síða
- Næsta síða