Fréttayfirlit: janúar 2013 (Síða 2)

Starfsfélögum samfagnað við starfslok

_33A9293

Síðastliðinn föstudag hélt Landhelgisgæslan kveðjuhóf til heiðurs starfsfólki sem lét af störfum um áramótin eftir áratuga farsælt starf hjá Landhelgisgæslunni. 

Landhelgisgæslan semur við Framkvæmdasýsluna um samningsvöktun

IMG_1478

Í gær undirrituðu forstjórar Landhelgisgæslunnar (LHG) og Framkvæmdasýslunnar (FSR) þrjá samninga þar sem FSR tekur að sér að vakta samninga sem LHG hefur umsjón með og tengjast eignum NATO hér á landi. 

Opnun tilboða hjá Ríkiskaupum vegna leigu á þyrlu

RGB_Sigm_1

Í dag voru opnuð tilboð í leigu á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna en útboð var auglýst síðastliðið haust.  Tilboð bárust frá tveimur aðilum í leigu á tveimur þyrlum.  

Flugvél LHG fylgist einnig með eldstöðvum landsins

_MG_3695
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í gær yfir Öskjuvatn, Grímsvötn og Kötlu til að kanna aðstæður á svæðinu með  hitamyndavél,  eftirlits- og leitarratsjá flugvélarinnar.

Af fenginni reynslu hafa starfsmenn á flugvélinni TF-SIF breytt starfsvenjum sínum talsvert. Í stað þess að einblína á ferðir sjófarenda þá eru hreyfingar Íslands einnig orðnar viðfangsefni.

TF-LÍF kölluð út vegna veikinda um borð í fiskiskipi

Nætursjónaukar

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:01 í kvöld beiðni um aðstoð vegna veikinda um borð í fiskiskipi sem statt var norður á Halamiðum. Eftir samtal þyrlulæknis við skipstjóra var TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og var komið að skipinu þar sem það var statt um 21 sjómílu frá landinu norðvestur af Deild. Vegna veðurs tókst ekki að hífa sjúkling frá skipinu.

Fyrrverandi björgunar- og varðskipið Albert fannst í Seattle

Albert

Fyrrverandi björgunar- og varðskipið Albert sem smíðað var fyrir Landhelgisgæsluna og Slysavarnafélag Íslands árið 1956 „fannst“ nýverið Lake Union í Seattle.  Skipið var nýsmíði nr. 2 hjá Stálsmiðjunni og var í notkun hjá Landhelgisgæslunni til 1978 en þá var skipið selt. 

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um takmarkanir Landhelgisgæslu Íslands til flugs

TF-LIF_8434_1200

Landhelgisgæslan vill koma á framfæri að þær upplýsingar sem fram hafa komið nú í fjölmiðlum um takmarkanir Landhelgisgæslu Íslands til flugs eru á misskilningi byggðar. Ekki eru neinar takmarkanir á heimildum Landhelgisgæslunnar til flugs og staðan því óbreytt. 

Síða 2 af 2