Fréttayfirlit: júní 2009 (Síða 2)
Sjómannadagshelgi Ægis á Flateyri
Föstudaginn 5. júní lagðist varðskipið Ægir að bryggju á Flateyri til að taka þátt í hátíðarhöldum helgarinnar. Strax um kvöldið æfði áhöfnin fyrir róðrakeppnina og var það eina æfingin sem tekin var. Á laugardeginum var farið í skemmtisiglingu með Flateyringa og nærsveitamenn, alls komu um 150 manns með og var almenn ánægja með þessa siglingu. Um kvöldið var skipherranum, yfirstýrimanni, 2. stýrimanni, yfirvélstjóra og 1. vélstjóra boðið í mat hjá Eyrarodda og sjómannadagsráði og var það mikil og góð veisla. Á sjálfan Sjómannadaginn tók áhöfn varðskipsins virkan þátt í hátíðarhöldunum, m.a. með ritningarlestri í hátíðarmessu, þátttöku í kappróðri, reipitogi í karlaflokki og kvennaflokki (Linda háseti keppti með kvennaliði Flateyrar) og sigruðu varðskipsmenn og konur í báðum flokkum. Einnig tók áhöfnin þátt í flekahlaupi og koddaslag. Varðskipsmenn/kona unnu í róðrakeppninni og reipitogi. Góður rómur var gerður að aðkomu varðskipsmanna meðal bæjarbúa og var áhöfn Ægis hæst ánægð með hátíðarhöld helgarinnar og kunna Flateyringum góðar þakkir.
Mikil ánægja með samvinnu Landhelgisgæslu Íslands og norsku strandgæslunnar
Sjómenn til hamingju með daginn!
Fjölnota varðskip öflug björgunartæki til sjávar - Varðskipið Týr og norska varðskipið Harstad æfa saman á Faxaflóa
Norska varðskipið Harstad, varðskipið Týr og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF voru í dag við björgunaræfingar á Faxaflóa. Harstad er hér á landi í boði Landhelgisgæslunnar en skipið er nær systurskip íslenska varðskipsins Þórs sem er í smíðum í Chile. Harstad og Þór eru öflug björgunar- og dráttarskip og var afar gagnlegt fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem og starfsmenn ýmissa innlendra samstarfsstofnana að fylgjast með hvernig búnaður varðskipsins starfar. Ekki fer á milli mála að varðskip eru þau björgunartæki sem öflugust eru til sjávar.
Varðskipið Týr losar togarann Sóleyju Sigurjóns af strandstað ásamt norska varðskipinu Harstad
Sóley Sigurjóns GK-200 strandar við Sandgerði. Íslenskt og norskt varðskip verða til taks.
TF-LÍF sækir veikan sjómann um borð í togarann Polar Nanoq
Norska varðskipið Harstad kemur til landsins í boði Landhelgisgæslunnar
Norska varðskipið Harstad kom til Reykjavíkur í morgun en skipið er hér á landi í boði Landhelgisgæslunnar. Skipið er nánast systurskip íslenska varðskipsins Þórs sem er í smíðum í Chile. Harstad liggur við Ægisgarð til morguns en hér fara fram áhafnarskipti. Á fimmtudag og föstudag verður varðskipið við æfingar með varðskipi og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Harstad kemur síðan inn til Reykjavíkur aftur um sjómannadagshelgina og verður til sýnis fyrir almenning á sjómannadaginn 7. júní frá kl. 13:30-17:00 þar sem það mun liggja við Miðbakkann í Reykjavík. Harstad heldur úr höfn á mánudag. Um glæsilegt skip er að ræða sem gaman er að skoða og er almenningur hvattur til að nýta sér þetta einstaka tækifæri.
Þyrluútkall í farþegaskipið FUNCHAL
- Fyrri síða
- Næsta síða