Fréttayfirlit (Síða 3)

Viðbragð vegna hamfara í Grindavík

_90A8538-Enhanced-NR

Óskað var eftir því að áhöfnin á varðskipinu Þór héldi í átt til Grindavíkur snemma í morgun þegar jarðhræringarnar norður af Grindavík hófust. Dróni varðskipsins hefur meðal annars verið notaður til að meta aðstæður í bænum og í nágrenni hans og komið upplýsingum til samhæfingarmiðstöðvar almannavarna í Skógarhlíð.

Norðmenn sinna loftrýmisgæslu við Ísland næstu vikur

Torbjorn-Kjosvold

Flugsveit frá norska flughernum er væntanleg til landsins á mánudaginn til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland næstu vikurnar. Þetta verður í áttunda sinn sem Norðmenn leggja verkefninu lið, en norski flugherinn hafði síðast viðveru hérlendis í janúar og febrúar á síðasta ári.

Æfa björgun úr þyrlu í vatni

HUET_1704985674115

Allar þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar verða að gangast með reglulegu millibili undir svokallaða HUET-þjálfun og á það jafnt við um flugmenn, sigmenn, spilmenn og lækna. Markmiðið er að allir um borð séu undir það búnir að geta komist úr þyrlu sem þarf að lenda í sjó eða á vatni.

Metfjöldi útkalla hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar 2023

YD9A1016

Flugdeild Landhelgisgæslunnar annaðist metfjölda útkalla árið 2023. Alls var flugdeildin kölluð 314 sinnum út í fyrra, bæði á þyrlum og flugvél sem er fimmtán útköllum meira en árið 2022.

Sólroði lýsti upp himininn

Freyja-solris

Útsýnið sem blasti við áhöfninni á varðskipinu Freyju var með fallegasta móti á norðausturhorninu þegar birta tók af degi. Varðskipið og áhöfn þess er við eftirlitsstörf umhverfis landið.

Annríki í stjórnstöð árið 2023

Image00009_1704193726816

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa í nægu að snúast á vaktinni. Árið 2023 voru 58214 mál á hendi stjórnstöðvarinnar vegna lögbundinna verkefna á sviði leitar, björgunar, eftirlits og löggæslu.

Áhöfnin á TF-SIF kölluð út vegna neyðarsendis

Droppaefing-a-Hunafloa-10-

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var kölluð út í gærkvöldi eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning í gegnum gervitungl um að neyðarsendir væri virkur djúpt suður af Reykjanesi. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var sömuleiðis höfð í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli.

Annáll Landhelgisgæslunnar 2023

H225-1

Þótt ótrúlegt megi virðast er árið 2023 nánast á enda og nýtt ár handan við hornið. Árið sem nú er að líða hefur verið býsna tíðindaríkt í starfi Landhelgisgæslunnar og verkefnin sem starfsfólkið hefur fengist við verið bæði fjölbreytt og sum hver óvenju krefjandi.

Áhöfnin á varðskipinu Freyju kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vestfjörðum

Freyja-fyrir-brottfor-a-Siglufirdi-22.-desember

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur verið kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vestfjörðum vegna slæmrar veðurspár og hugsanlegrar snjóflóðahættu um helgina. Gert er ráð fyrir að skipið haldi úr höfn á Siglufirði um miðnætti og verði komið vestur á firði í fyrramálið.


Jól um borð í Þór

D

JJólaandinn sveif yfir vötnum um borð í varðskipinu Þór í desember þrátt fyrir að áhöfnin hefði í nógu að snúast. Þess var gætt að allir kæmust í hátíðaskap og venju samkvæmt var árlegt jólabingó um borð, glæsilegt jólahlaðborð og að sjálfsögðu kom óvæntur gestur í heimsókn til að gera stundina sem jólalegasta. 

Jólakveðja frá áhöfninni á Freyju

412538436_269815016105286_2108859910827022218_n

Síðustu helgina í nóvember kom áhöfnin á varðskipinu Freyju saman og hélt sín árlegu litlu jól og jólabingó. Áhöfnin hefur í nokkur undanfarin ár staðið fyrir viðburðinum um borð í þeim varðskipum sem hún hefur siglt á.

CNN, BBC og Sky News fóru með þyrlusveit í æfingarflug

BBC1

Fréttamenn á vegum BBC, CNN og Sky News fóru með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á æfingu í nágrenni við eldgosið á Reykjanesskaga snemma í gærmorgun.

Þyrlusveit hífði kaldan og hrakinn göngumann um borð

6W7A2354

Á níunda tímanum í gærkvöld var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar til leitar á milli Keilis og Kistufells í kjölfar þess að flugmenn lítillar flugvélar komu auga á SOS neyðarljósmerki á svæðinu.

Yfirlit yfir verkefni Landhelgisgæslunnar vegna eldgoss norður af Grindavík

IMG_0576

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast líkt og aðrir viðbragðsaðilar vegna eldgoss sem hófst norður af Grindavík á ellefta tímanum í gær. 

Endurbætur í björgunarrými Þórs

Droni-6

Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á björgunarrými varðskipsins Þórs. Aðstaðan hefur verið aðlöguð að nútímanum og eftir breytingarnar er vinnuaðstaða fyrir drónaflug og köfun til fyrirmyndar.

Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu við ströndina vegna aukinnar sjávarhæðar

Sjolag-des-2023

Landhelgisgæslan vekur á því athygli að á morgun er stórstreymt og verður sjávarstaða því há næstu daga. Samhliða gera veðurspár ráð fyrir suðvestan stormi á öllum miðum og djúpum ásamt mikilli ölduhæð suður og vestur af landinu. 

Síða 3 af 7