Fréttayfirlit (Síða 2)
Áhöfn Baldurs losaði dauðan hval sem festist í botnföstu tógi á Stakksfirði

Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði dauðan hval á Stakksfirði í gær sem flækst hafði í kræklingaræktunarbúnaði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um hvalinn fyrr í vikunni. Hræið var orðið uppblásið og gat valdið hættu fyrir sjófarendur því það var í miðri siglingaleið milli Njarðvíkur og Hafnarfjarðar.
,,Andi Reykjavíkur“ lenti í Keflavík

P-8 leitarflugvél konunglega breska flughersins sem ber heitið Spirit of Reykjavík lenti á Keflavíkurflugvelli á dögunum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli tóku vel á móti áhöfn vélarinnar sem æfði meðal annars með bandaríska sjóhernum auk þess sem hún fundaði með fulltrúum Landhelgisgæslunnar.
Forsetinn fór með Freyju í útkall

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var um borð í varðskipinu Freyju sem kallað var út vegna togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar sem varð aflvana út af Straumnesi. Til stóð að forsetinn og áhöfn varðskipsins yrðu viðstödd minningarathöfn vegna krapaflóðanna sem féllu á Patreksfjörð fyrir fjörutíu árum en þurftu að halda í útkallið áður en þangað var komið.
Athygli vakin á stækkandi straumi með nýju tungli

Landhelgisgæslan vekur athygli á að nú er stækkandi straumur með nýju tungli á morgun, laugardag, og verður stórstreymt á mánudaginn.
Norðmenn annast loftrýmisgæslu

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar norska flughersins. Þetta er í sjöunda sinn sem Norðmenn leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit til að taka þátt í verkefninu á Íslandi en norski flugherinn var síðast hér á landi árið 2021.
Æft við góðar aðstæður

Hér má sjá Andra Jóhannesson, flugmann, og Daða Örn Heimisson, flugvirkja og spilmann, að störfum um borð í TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Viðbúnaður vegna flutningaskips sem varð aflvana

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um aflvana flutningaskip á fimmta tímanum í morgun. Áhöfnin á varðskipinu Þór og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru þegar í stað kallaðar út auk þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Sömuleiðis voru nálæg skip beðin um að halda á staðinn til aðstoðar sem og dráttarbáturinn Magni úr Reykjavík.
10 fluttir með loftförum Landhelgisgæslunnar

Alls voru tíu fluttir með loftförum Landhelgisgæslunnar vegna tveggja umferðarslysa í dag.Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á þriðja tímanum vegna umferðarslyss sem varð á Suðurlandsvegi við Öldulón.
Metfjöldi útkalla flugdeildar Landhelgisgæslunnar

Flugdeild Landhelgisgæslunnar sinnti 299 útköllum árið 2022 og hafa þau aldrei verið fleiri. Af útköllunum 299 voru 156 þeirra vegna sjúkraflutninga og 115 vegna leitar eða björgunar. Um þriðjungur útkallanna voru farin á sjó sem er aukning frá fyrra ári.
Áramótaannáll Landhelgisgsæslunnar 2022

Þótt ótrúlegt megi virðast er árið 2022 nánast á enda og nýtt ár handan við hornið. Árið sem nú er að líða hefur verið býsna tíðindaríkt í starfi Landhelgisgæslunnar og verkefnin sem starfsfólkið hefur fengist við verið bæði fjölbreytt og sum hver óvenju krefjandi.
Mögnuð mynd Guðmundar

Áhöfnin á varðskipinu Freyju æfði með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar við Skagaströnd í gær og þar náði Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Freyju, þessari mögnuðu mynd.
Níu tonn af hlýju frá Íslandi

Níu tonn af hlýju frá Íslandi voru um borð í kanadískri herflutningavél sem flaug frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Úkraínu í dag. Um að ræða vetrarútbúnað fyrir varnarsveitir Úkraínu og almenning sem er annars vegar afrakstur sjálfboðavinnu þúsunda Íslendinga og hins vegar kaup utanríkisráðuneytisins á margvíslegum vetrarbúnaði.
Hátíðleg jólastund starfsmanna í nýja flugskýlinu

Hin árlega jólastund Landhelgisgæslunnar var haldin í nýja flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, flutti ræðu þar sem hann fjallaði um þann kraft sem einkennt hefur stofnunina á árinu og sagði að það væri vel við hæfi að jólastundin færi fram í hinu nýja flugskýli sem brátt verður tekið í notkun.
Sjávarfallatöflur 2023 og Sjávarfallaalmanaki 2023 komin út

Út eru komin ritin Sjávarfallatöflur 2023 ásamt Sjávarfallaalmanaki 2023. Landhelgisgæslan, áður Sjómælingar Íslands, hafa gefið út töflur yfir sjávarföll í tæp 70 ár.
Leitað fram á kvöld með neðansjávarfari

Áhöfnin á varðskipinu Þór hélt leit áfram í dag að skipverjanum sem féll útbyrðis á laugardag úti fyrir Garðskaga. Leitað var með neðansjávarfari frá Teledyne Gavia sem sjósett var um klukkan 13:30 frá léttbáti varðskipsins.
Leitað með neðansjávarfari í dag

Áhöfnin á varðskipinu Þór heldur leit áfram í dag að skipverjanum sem féll útbyrðis á laugardag úti fyrir Garðskaga. Leitað verður með neðansjávari frá Teledyne Gavia á svæðinu þar sem talið er að maðurinn hafi fallið fyrir borð.