Fréttayfirlit (Síða 2)

Hafsteinn lýkur glæsilegum ferli

_S4I7510-2

Hafsteinn Heiðarsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, lauk glæsilegum ferli þegar hann lenti TF-SIF í síðasta sinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Hann hefur starfað sem flugmaður hjá Landhelgisgæslunni í rúma þrjá áratugi en áður var hann flugmaður hjá Landgræðslu Íslands. 

Æft með franskri freigátu í Eyjafirði

DSC_3249

Áhöfnin á TF-GRO hélt sameiginlega æfingu með frönsku freigátunni Beautemps-Beaupré á dögunum. Æfingin fór fram í Eyjafirði og þegar TF-GRO kom á svæðið hófust hífingar. Þær fóru fram á afturdekki skipsins og gengu eins og í sögu.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan skipverja

IMG_5602

Á öðrum tímanum í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð frá skipverja sem staddur var úti fyrir ströndum og var með verk fyrir hjarta. Hann var einn um borð í fiskibát og sigldi í átt að Norðurfirði. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út sem og björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem sigldu á móti honum og fylgdu í land. Áhöfnin á TF-GRO tók á móti manninum í Norðurfirði og kom honum undir læknishendur í Reykjavík.

Eftirlitsflug að Grímsvötnum

7e216a0ab2fa597c7af48bc7e8d7f7487661454b9ef1b5e92fa729c433991f9c

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, fór í eftirlitsflug í gær með sérfræðinga almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands að Grímsvötnum. Meðal annars voru gerðar gasmælingar við Grímsvötn ásamt því sem ástand mælitækja á staðnum var kannað. Þá var vefmyndavél uppfærð á Grímsfjalli.

Bjargað úr sjálfheldu

Image00007

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, bjargaði manni úr sjálfheldu á Hólmatindi við Eskifjörð laust eftir klukkan átta í kvöld. Björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna málsins.

Týr sinnti eftirliti innan og utan lögsögunnar

117396760_383252905972351_3148151418477050710_n

Varðskipið Týr lagðist að bryggju í Reykjavík í morgun eftir rúmlega tveggja vikna úthald. Ferðin hófst á Seyðisfirði og víða var komið við en alls sigldi skipið rúmar 1500 sjómílur. Áhöfnin á Tý sinnti eftirliti í Síldarsmugunni auk hefðbundinni löggæslustarfa innan íslensku efnahagslögsögunnar. Farið var í eftirlitsferðir um borð í sex íslensk skip innan og utan lögsögunnar auk þess sem áhöfnin þurfti að hafa afskipti af jafnmörgum skipum vegna ýmiskonar mála. 

Áhöfnin á TF-SIF kom auga á bát með tæpt tonn af fíkniefnum

IMG_5004

Spænska lögreglan, Guardia Civil, í samvinnu við Landhelgisgæslu Íslands handtók fjóra og gerði 963 kíló af hassi upptæk á dögunum. Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var við landamæraeftirlit á vestanverðu Miðjarðarhafi þegar hún kom auga á hraðbát með torkennilegan varning um borð.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna vélarvana báts við Ingólfsgrunn

TF-GRO

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna vélarvana strandveiðibáts sem rak að skeri við Ingólfsgrunn á Húnaflóa. Strandveiðibátur í grenndinni kom til aðstoðar.

Varðskipið Týr við eftirlit í Síldarsmugunni

Tyr-eftirlit-Sildarsmugan-2

Varðskipið Týr hefur undanfarna daga verið við eftirlit í Síldarsmugunni en þangað hélt áhöfn Týs á fimmtudaginn. Þegar mest var voru fjórtán íslensk uppsjávarskip á svæðinu í byrjun síðustu viku en í morgun voru þau orðin sjö.

Olíumengun frá El Grillo

Oliu-kafari

16. júlí sl. köfuðu kafarar á vegum Landhelgisgæslu Íslands niður að flaki El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar, eftir að vart varð við olíumengun frá skipinu. Í ljós kom að aðgerðir sem farið var í til að hefta olíuleka úr einum af tönkum skipsins í vor halda og er enginn leki sjáanlegur frá þeim tanki. 

Rússneskar herflugvélar á íslenska loftrýmiseftirlitssvæðinu

H-1

Í fyrrinótt komu óþekktar flugvélar inni í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur Atlantshafsbandalagsins flugu orrustuþotur ítalska flughersins, sem eru hér á landi við loftrýmisgæslu, til móts við vélarnar frá Keflavíkurflugvelli.

Þór tignarlegur með breskum freigátum

BQ200017070ppt

Í upphafi vikunnar sigldi varðskipið Þór með bresku freigátunum HMS Westminister og HMS Kent sem voru á leið til kafbátaeftirlitsæfingarinnar Dynamic Mongoose sem haldin var hér við land í vikunni.

TF-GNA kemur í þjónustu Landhelgisgæslunnar um áramót

GNA_1593774847204

Í Stavanger í Noregi eru starfsmenn Heli-One í óðaönn að gera nýjustu þyrluna í flota Landhelgisgæslunnar tilbúna til notkunar. Vélin er af gerðinni Airbus H225, líkt og hinar tvær leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar.

Jón Páll sjötugur

Jon-Pall

Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, fagnar sjötugsafmæli í dag. Þar með lýkur afar farsælum ferli Jóns Páls hjá Landhelgisgæslunni en hann hefur starfað hjá stofnuninni í alls 35 ár og verið tengdur sjómennsku í hálfa öld. Landhelgisgæslan óskar Jóni Páli innilega til hamingju með stórafmælið og þakkar honum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu Gæslunnar. 

Björgunarþyrla danska flughersins kölluð út að Langanesi

85179155_3407747385904321_8806450688677806650_o

Leitar og björgunarþyrla danska flughersins var kölluð út auk björgunarskipsins Gunnbjargar frá Raufarhöfn vegna 18 tonna línubáts sem varð vélarvana 3,5 sjómílur norður af Langanesi í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk boð um vanda bátsins laust eftir klukkan 13:00. Línubáturinn var dreginn til Raufarhafnar. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir kallaðar út vegna báts í vanda

TF-EIR9

Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjafirði voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag vegna fimm tonna fiskibáts sem varð vélarvana vestur af Hrólfsskeri og rak hratt að bjargi.

Síða 2 af 7