Fréttayfirlit (Síða 2)
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi sem var við akkeri í Dynjandisvogi. Áhöfnin á TF-EIR tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10:45 og var komin að skipinu um klukkustund síðar.
Þungir rafgeymar fluttir með þyrlu í Málmey

Á fimmtudag var farið í vitann í Málmey í Skagafirði sem ekki var hægt að klára fyrr í sumar. Nauðsynlegt var að fá þyrlu til aðstoðar því flytja þurfti tvo þunga rafgeyma sem skipta þurfti um.
Sjómælingagögn til Þjóðskjalasafns

Fyrsti hluti af gagnaskilum sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar Landhelgisgæslunnar til Þjóðskjalasafnsins fer fram í dag.
Viðbragðstími þriggja útkalla styttist umtalsvert með því að kalla þyrlu út frá Akureyri

Viðbragðstími þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar styttist umtalsvert um helgina með því að kalla þyrlur stofnunarinnar bæði út frá Akureyri og Reykjavík.
Sjö útköll um helgina

Helgin hefur verið annasöm hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem hefur sinnt sjö útköllum frá föstudegi.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annast útköll frá Akureyri um helgina

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annast útköll helgarinnar frá Akureyri og Reykjavík. Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, flýgur norður á Akureyri síðar í dag þar sem hún verður til taks fram á sunnudag. Hin þyrluvaktin verður í viðbragðsstöðu í Reykjavík.
Sjónarhorn þyrluflugmannsins

Sjónarhorn flugmannsins. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, lendir á Egilsstaðaflugvelli í gær að loknu eftirlitsflugi. Þetta skemmtilega timelapse sýnir aðflugið og lendinguna á Egilsstaðaflugvelli.
Surtseyjarfarar sóttir

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðaði vísindamenn við að flytja búnað og mannskap úr Surtsey á dögunum.
Þyrlusveitin kölluð fjórum sinnum út yfir verslunarmannahelgina

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var fjórum sinnum kölluð út um helgina. Áhafnirnar á TF-GNA og TF-GNA og TF-GRO önnuðust útköll yfir verslunarmannahelgina frá Akureyri og Vestmannaeyjum.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnir útköllum helgarinnar frá á Akureyri og Vestmannaeyjum

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar verður staðsett á Akureyri annars vegar og í Vestmannaeyjum hins vegar um helgina og mun annast útköll þaðan.
Áhöfnin á Þór fór í eftirlit í uppsjávarskip

Á dögunum fór áhöfnin á varðskipinu Þór í eftirlit í nokkur íslensk uppsjávarskip sem voru á makrílveiðum djúpt suðaustur af landinu.
Rákust á borgarísjaka í eftirlitsflugi

Í eftirlitsflugi áhafnarinnar á TF-GNA á dögunum varð þyrlusveitin vör við radarsvar í ratsjá þyrlunnar þegar flogið var utan við Smiðjuvík á Vestfjörðum. Haldið var að merkinu sem var í 12 sjómílna fjarlægð og reyndist það vera ísjaki.
Sex þyrluútköll um helgina

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var sex sinnum kölluð út um helgina, frá föstudegi til sunnudags.
Flugsveit þýska flughersins á Íslandi

Flugsveit þýska flughersins er væntanleg til landsins 26. júlí nk. til æfinga og til að kynna sér aðstæður hér á landi. Um er að ræða sex Eurofighter Typhoon orrustuþotur ásamt þrjátíu liðsmönnum. Áætlað er að flugvélarnar komi til landsins 28. júlí og fari 10. ágúst.
Dómsmálaráðherra heimsótti Landhelgisgæsluna

Landhelgisgæslan æfði með bandaríska sjóhernum

Landhelgisgæslan og bandaríski sjóherinn æfðu saman leit og björgun á Húnaflóa í gær. Áhafnir TF-SIFJAR og varðskipsins Freyju tóku þátt í æfingunni fyrir hönd Landhelgisgæslunnar og áhöfn P8 flugvélar fyrir hönd sjóhersins.