Fréttayfirlit (Síða 2)

Fjögur rafhlaupahjól í flotann

IMG_4799

Fjögur ný farartæki bættust í flota Landhelgisgæslunnar í dag þegar skrifað var undir leigusamning á fjórum rafhlaupahjólum. 

Sjómannadagurinn 2020

1_1591614537130

Hátíðahöld voru með óhefðbundnu sniði á sjómannadaginn en þó var reynt að halda í hefðirnar. Sjómannadagsmessa fór fram í Dómkirkjunni og áhöfnin á Tý fór í útimessu.

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit kölluð út vegna sprengikúlu í Hafnarfirði

4_1591269144423

Séraðgerða- og sprengjueyðingardeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglu að húsi í Hafnarfirði í gærdag vegna torkennilegs hlutar sem fannst við jarðvinnu á lóð húss í miðbænum. Við athugun sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar kom í ljós að um var að ræða 20mm sprengikúlu úr seinna stríði sem var virk og nokkuð ryðguð.

Loftrýmisgæsla Ítala hefst í júní

H-1

Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. Liðsmenn flughersins fara í 14 daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð áður en hingað er komið. Þá fara þeir aftur í 14 daga sóttkví á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli eftir komuna til landsins.

Áhöfnin á Eir leitaði manns sem féll í Laxá

TF-EIR6

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út til leitar í nótt að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna manns sem talið var að hefði fallið í Laxá í Aðaldal.

Baldur farinn til mælinga

IMG_8726

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur hélt af stað í árlegt mælingaúthald síðastliðinn laugardag. Fyrst um sinn verður Baldur við dýptarmælingar á Breiðafirði þar sem mæld verður siglingaleiðin um Norðurflóa inn til Reykhóla. Að því loknu fer Baldur til mælinga við norðanverða Vestfirði þar sem fyrir liggja mælingar í Ísafjarðardjúpi, Jökulfjörðum og með Hornströndum.

Varðskipið Þór fylgdi skútu í vanda til hafnar og æft með Triton

Skuta1_1590408539956

Verkefni áhafnarinnar á varðskipinu Þór hafa verið margvísleg undanfarna daga. Í gærmorgun hafði skipstjóri seglskútu samband við áhöfn varðskipsins en hann átti í vandræðum með að sigla inn til Reykjavíkur vegna slæms veðurs og óskaði eftir fylgd síðasta spölinn.

Útköllum fjölgar

Hnjukur2

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast það sem af er ári. Sveitin sinnti til að mynda 74 útköllum fyrstu fjóra mánuði ársins sem er rúmlega 20% aukning frá sama tíma í fyrra. 

Síðasta ferð Páls

98362899_2946511038775053_4906339320601772032_n

Páll Egilsson, yfirvélstjóri á varðskipinu Tý, kom heim úr sinni síðustu ferð í gær þegar Týr lagðist að bryggju í Reykjavík. Páll hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í tuttugu og eitt ár. 

Slösuð kona hífð um borð í TF-GRO

IMG_0079

Áhöfnin á TF-GRO hífði slasaða konu um borð í þyrluna rétt fyrir neðan Hvannadalshnjúk á áttunda tímanum í kvöld. Henni var svo komið undir læknishendur í Reykjavík. TF-GRO lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan níu þar sem sjúkrabíll beið og flutti konuna á Landspítalann til aðhlynningar.

Leitað yfir Vopnafirði

IMG_4592

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, leitaði yfir Vopnafirði í dag að skipverja sem saknað hefur verið frá því í gær.

Margir á sjó

SnipImage

Töluvert annríki er nú hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar enda er sjósókn með besta móti. Klukkan níu í morgun höfðu varðstjórar LHG eftirlit með 880 skipum og bátum á miðunum kringum landið, jafnt togurum sem strandveiðiflotanum.

Þór í fyrsta sinn við bryggju í Kópavogi

IMG_3220

Varðskipið Þór lagðist að bryggju í Kópavogi í morgun eftir vel heppnaðar framkvæmdir séraðgerðasveitar og áhafnar Þórs á flaki El Grillo í Seyðisfirði. Búnaði sem notaður var við steypuvinnuna var komið í land auk þess sem liðsmenn séraðgerðasveitar fóru frá borði.

Fjallaæfing við Skaftafellsjökul

Capture_1589561495124

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfir reglulega í viku hverri og fjallaæfingar eru fastur liður í störfum sveitarinnar. Í gær æfði áhöfnin í klettabelti við Skaftafellsjökul eins og meðfylgjandi myndband sýnir. Reynt er að velja sem fjölbreyttasta staði fyrir æfingarnar enda mikilvægt að þekkja sem flest svæði landsins.

Steypuvinnu lokið í flaki El Grillo

St5

Steypuvinnu Landhelgisgæslunnar til að koma í veg fyrir olíuleka frá tankskipinu El Grillo lauk síðdegis í dag. Undanfarna daga hafa kafarar séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á varðskipinu Þór unnið að undirbúningi verksins. 

Kafarar Landhelgisgæslunnar steypa fyrir olíuleka El Grillo

Oliu-kafari

         Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á varðskipinu Þór hefur undanfarna daga unnið að undirbúningi steypuvinnu svo hægt sé að koma í veg fyrir olíuleka sem stafar frá flaki El Grillo í Seyðisfirði. 

Síða 2 af 7