Fréttayfirlit (Síða 2)

Lífið um borð í Tý

117863264_1723086304509647_5718743846997340956_n

Lífið um borð í varðskipinu Tý er fjölbreytt og þar er enginn dagur eins. Áhöfnin hefur komið víða við að undanförnu og sinnt krefjandi verkefnum. Hér er búið að klippa saman nokkur myndbönd sem gefa ágæta innsýn inn í undanfarna daga á Tý.

70 ára afmæli danska flughersins fagnað á Keflavíkurflugvelli

Flugherinn1

Á dögunum blésu liðsmenn danska flughersins til kaffisamsætis í tilefni 70 ára afmælis danska flughersins. Danski flugherinn sinnir viðhaldsskoðun á þyrlu sinni í flugskýli Atlantshafsbandalagsins sem rekið er af Landhelgisgæslunni á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæslan óskar danska flughernum að sjálfsögðu til hamingju með árin 70.

Loftrýmisgæsla Bandaríkjamanna að hefjast hér á landi

IMG_8401

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á næstu dögum með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Allt að 250 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Uedem í Þýskalandi (Combined Air Operations Center) og eistneska flughernum. 

Tignarlegur Týr á Ísafirði

Tyr-flott-mynd_1601907976176

Týr var tignarlegur í logninu á Ísafirði um helgina. Áhöfnin hefur staðið í ströngu síðustu daga og unnið við ýmis dufl og legufæri víða um land auk hefðbundinna æfinga. 

Fjórum bjargað eftir að lítið fiskiskip tók niðri á grynningu

TF-EIR6

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðaustur- og Austurlandi voru kallaðar út á mesta forgangi eftir að lítið fiskiskip tók niðri á grynningu austur af Papey í kvöld. Áhöfninni var bjargað um borð í fiskibát sem var í nágrenninu.

Kafað í Breiðafirði

Baujur-1-2.00_01_59_08.Still003

Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs hafa að undanförnu sinnt viðhaldi á vitum og ljósduflum víða um land. Á dögunum sinnti áhöfnin á Tý slíku viðhaldi við tvö ljósdufl í Breiðafirði. Kafarar varðskipsins köfuðu niður að legufærum þeirra og mátu ástandið. 

Kuldalegt á reykköfunaræfingu

4_1601571320811

Áhöfnin á varðskipinu Tý er nú við eftirlit á Íslandsmiðum. Æfingar skipa stóran sess í störfum áhafnarinnar og í gær fór fram reykköfunaræfing um borð í Sigurborgu gömlu sem liggur í Grundarfjarðarhöfn. Þá var sömuleiðis æft með hafnsögubáti Faxaflóahafna í síðustu viku við upphaf ferðarinnar.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir kallaðar út vegna elds um borð í fiskiskipi

TF-EIR9

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá áhöfn fiskiskips úti fyrir Norðurlandi á öðrum tímanum í dag vegna elds um borð. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð. Að auki voru sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norðurlandi kallaðar út en þær koma til með að flytja slökkviliðsmenn að fiskiskipinu. Jafnframt voru bátar í grenndinni beðnir um að halda á staðinn. 

Töluverður viðbúnaður vegna fiskiskips sem varð vélarvana úti fyrir Berufirði

Nota2_1600696453556

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í kvöld vegna 160 tonna fiskiskips sem varð vélarvana suðaustur af Berufirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning frá áhöfn fiskiskipsins sem var statt um 7 mílur frá landi. Þrír voru um borð og köstuðu þeir út akkeri þar sem álandsvindur var á svæðinu.

Þrír staðnir að meintum ólöglegum veiðum

Samaefing-vardskipa-dagur-1-13-Nota

Í liðinni viku voru þrjú íslensk fiskiskip staðin að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðra svæða í íslensku efnahagslögsögunni.

Viðburðaríkt ár varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar

Midnesheidi_1601043834609

Árið hefur verið viðburðaríkt fyrir varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands. Þrátt fyrir farsóttina hefur tekist að halda flestum forgangsverkefnum á sviði öryggis- og varnarmála gangandi og uppfylla þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands þegar kemur að öryggis- og varnarsamstarfinu. 

Forstjóri Landhelgisgæslunnar tók við fyrsta eintaki Útvegsspilsins úr hendi sjávarútvegsráðherra

Georg-Larusson-Kristjan-Thor-Juliusson-utvegsspilid

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Halldór B. Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, tóku við fyrstu eintökum nýrrar útgáfu af Útvegsspilinu úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra í dag.

Sprengikúla úr seinna stríði fannst undir háspennustrengjum á Sandskeiði

4_1600866426036

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sjötta tímanum í gær að beiðni lögreglunnar vegna sprengikúlu sem fannst við línuveg á Sandskeiði. 

TF-EIR sótti veikan skipverja

YD9A0975

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum nótt til að sækja veikan skipverja af fiskiskipi. Skipið var þá statt norður af Melrakkasléttu. 

Tignarlegur Þór í síðdegissól

IMGL7426

Varðskipið Þór var tignarlegt í síðdegissólinni þegar það lá fyrir föstu við Seley í minni Reyðarfjarðar. Þorgeir Baldursson, ljósmyndari, náði þessari skemmtilegu mynd af varðskipinu á föstudag. 

Konur í fyrsta sinn í meirihluta í stjórnstöð

Hallbjorg-Sigurros

Landið og miðin voru í einstaklega góðum málum á dögunum þegar konur voru í fyrsta sinn í meirihluta í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð. Hallbjörg Erla Fjeldsted og Sigurrós Halldórsdóttir, varðstjórar í stjórnstöðinni, stýrðu skútunni í Skógarhlíð af mikilli festu og sáu til þess að sjómenn og aðrir voru í öruggum höndum.

Síða 2 af 7