Fréttayfirlit (Síða 2)

Leitað á Vogaheiði í síðasta mánuði

Nordur-Vikingur12764

Eitt af verkefnum séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar er að eyða sprengjum sem finnast á landi og á hafinu umhverfis landið.

Norður Víkingi 2024 lokið

Nordur-Vikingur13182

Varnaræfingunni Norður Víkingi 24 er lokið. Megintilgangur æfingarinnar var að æfa varnir mikilvægra mannvirkja, varnir sjóleiða umhverfis Ísland, leit og björgun, gistiríkjastuðning og samhæfingu stofnana. Norður Víkingur er reglubundin tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna með þátttöku fleiri vina- og bandalagsríkja.

Aðgerðir á sjó samhæfðar

1-Nordur-Vikingur12631

Áhöfnin á varðskipinu Þór, sérsveit ríkislögreglustjóra, séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar og liðsmenn bandaríska sjóhersins hafa í vikunni æft aðgerðir á sjó, þar á meðal uppgöngu í skip og eftirför, sem er liður í varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hófst í vikunni. 

Fjöldi útkalla þyrlusveitar í sumar

DSC_7570-copy_1724766859985

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur annast fjögur útköll undanfarinn sólarhring. Snemma í morgun var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi sem var statt djúpt norður af Vestfjörðum og á meðan verið var að sinna því barst beiðni um útkall vegna veikinda í Grundarfirði. 

Ólafur Þór Thorlacius - Minning

Oli-Toll-a-kontornum-a-Seljaveginum-1

Ólafur Thorlacius, eða Óli Toll eins og hann var kallaður, var einn af frumherjunum sem tóku við því verkefni að koma á fót íslenskri sjókortagerð þegar Danir, sem séð höfðu um sjókortagerðina, afhentu Íslendingum verkefnið á sjötta áratug síðustu aldar. Hann lést 27. júlí síðastlinn.

Bát hvolfdi í Hvalfirði

LHorganICG_160

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, lögregla, áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld í kjölfar þess að tilkynnt var um bát á hvolfi í Hvalfirði. 

Áhöfn Freyju æfði á Akureyri

AEfing-a-dekki

Æfingar leika stórt hlutverk hjá áhöfnum varðskipa Landhelgisgæslunnar. Þær eru fjölbreyttar og krefjandi og miða að því að þau sem starfa um borð séu við öllu búin ef á þarf að halda.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall djúpt norður af Vestfjörðum

8M1A0231

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall, djúpt norður af Vestfjörðum, vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi á Grænlandssundi snemma í morgun.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst

F-35-RAF

Bresk flugsveit er væntanleg til landsins í byrjun næstu viku, en þá hefst loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins. Flugsveitin samanstendur af fjórum F-35 orrustuþotum og 180 liðsmönnum.

Rühle aðmíráll heimsótti Landhelgisgæsluna

Adm3
Aðalstarfsmannastjóri (e. Chief of Staff) í herstjórnarmiðstöð Atlantshafsbandalagsins í Evrópu, þýski aðmírálinn Joachim Rühle, heimsótti Ísland í upphafi júnímánaðar.Rühle var hér á landi í boði utanríkisráðuneytisins, m.a. til að ræða gistiríkjastuðning íslenskra stjórnvalda gagnvart flugsveitum og skipaflota Atlantshafsbandalagsins ásamt því að kynna sér varnartengda innviði, tækjabúnað og mannauð sem er til staðar á Íslandi. 

Áhöfn Þórs tók farþegaskip í tog

Undirbuningur

Áhöfnin á varðskipinu Þór hélt í vikunni æfingu með áhöfn franska farþegaskipsins Le Commandant Charcot.

Dýptarmælingar í vestanverðum Húnaflóa

Mynd-nr-5

Frá því um miðjan maí hefur sjómælingabáturinn Baldur verið við dýptarmælingar með fjölgeislamæli í vestanverðum Húnaflóa en fyrir liggur að endurnýja sjókort af þessu svæði með það að leiðarljósi að auka öryggi sjófarenda enn frekar.

Fjögur útköll þyrlusveitar yfir helgina

Hengifoss_bru_thyrla_agust22_0141

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur annast fjögur útköll um helgina. Laust eftir miðnætti í gær var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veikinda um borð í frönsku skemmtiferðaskipi sem var statt vestur af Sandgerði.

Viðhald vita gekk vel

Sm_Vitahringur_dagur_2-14

Áhöfnin á varðskipinu Þór lagði á dögunum af stað í árlegan vitatúr í samstarfi við starfsmenn Vegagerðarinnar. Áratugum saman hafa varðskip Landhelgisgæslunnar siglt meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi.

Þyrlusveitin annaðist sjúkraflug

Thyrla_1718057069353

Laust fyrir klukkan þrjú í dag var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna bráðra veikinda um borð í íslensku fiskiskipi sem statt var um 65 sjómílur vestnorðvestur af Bjargtöngum.

Annasamur dagur

TF-EIR_1717592142398

Dagurinn hefur verið annasamur hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem hefur þrívegis verið kölluð út, það sem af er degi.

Síða 2 af 7