Fréttayfirlit (Síða 2)

Fjörur hreinsaðar á Hornströndum

Hreinni-Hornstrandir-19062021-15-

Áhöfn varðskipsins Týs tók þátt í sérstaklega skemmtilegu verkefni í friðlandinu á Hornströndum um helgina. Vaskur hópur tuttugu og fimm sjálfboðaliða hreinsaði rusl úr fjörum Hlöðuvíkur en þar hófst verkefnið einmitt fyrir sjö árum.

Aldarafmæli Alþjóðasjómælingastofnunarinnar fagnað

Arni-vesteinsson-heldur-raedu

Alþjóðlegi sjómælingadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Jafnframt eru 100 ár liðin frá stofnun Alþjóðasjómælingastofnunarinnar, International Hydrographic Organization. Landhelgisgæsla Íslands fagnar þeim tímamótum með því að geta út tvö ný hafnarkort, af Brjánslæk og Reykhólum. 

Sjómannadagurinn 2021

Kapprodur

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar tók þátt í hátíðarhöldum vegna sjómannadagsins víða um land.

Æft umhverfis gosið

TF-EIR-gosid

Í gegnum tíðina hefur þyrlusveit Landhelgisgæslunnar stundað æfingar á Reykjanesi reglulega þar sem lögð er áhersla að æfa björgunarstörf í hlíðum fjalla á svæðinu. Óhætt er að umhverfið í Geldingadölum, þar sem sveitin hefur margoft æft, hafi breyst mikið síðan gos hófst á svæðinu í mars. 

Vitavinna á Hrólfsskeri

Vardskipid-Thor-Hrolfssker

Áhöfnin á varðskipinu Þór og starfsmenn Vegagerðarinnar sigla þessa dagana meðfram ströndum landsins vegna eftirlits á ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi. Í vikunni var unnið að viðhaldi á vitanum á Hrólfsskeri og Sævar Már Magnússon, bátsmaður á Þór tók þetta skemmtilega myndband við það tækifæri.

Bólusett í húsnæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli

Image00014_1622207686572

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur síðan í janúar bólusett íbúa á Reykjanesi í húsnæði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Samstarf HSS og Landhelgisgæslunnar hefur verið afar gott og í vikunni voru fjölmargir bólusettir.

Æft með nýrri slökkviskjólu í Skorradal

_O0A4165

Áhöfnin á TF-EIR æfði um helgina notkun nýrrar slökkviskjólu sem keypt var frá Kanada á dögunum. Æfingin fór fram í Skorradal og fór áhöfn þyrlunnar sex ferðir með skjóluna en vatnið var sótt í Skorradalsvatn.

Samsigling skipaflota Landhelgisgæslunnar

Image00019

Sérstakar aðstæður vegna mismundandi verkefna skipanna urðu til þess að varðskipin og sjómælingabáturinn Baldur mættust á Ísafjarðardjúpi og við það tilefni var tekin mynd af öllum flotanum. 

Baldur farinn til mælinga

Ahofn-Baldurs-og-hluti-kortagerdarfolks-sjomaelingadeildar-Large-

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur hélt af stað í árlegt sjómælingaúthald mánudaginn 10. maí síðastliðinn. Þó svo að megin verkefni Baldurs séu dýptarmælingar fyrir sjókortagerð þá sinnir hann einnig öðrum verkefnum Landhelgisgæslunnar, þar með talið eftirliti, löggæslu, leit og björgun og aðstoð ýmiskonar

Blinken heimsótti Landhelgisgæsluna

IMG_6523_Unnin2

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Landhelgisgæsluna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Blinken.

Fimm tilboð bárust vegna útboðs á varðskipinu Freyju

DSC00551_1621509011513

Nýlega efndu Ríkiskaup og Landhelgisgæsla Íslands til útboðs vegna kaupa á varðskipinu Freyju. Fimm tilboð bárust. 

Áhöfnin á Tý synti inn í efnahagslögsögu Íslands eftir eftirlitsferð á Reykjaneshrygg

184681877_1445721645780070_8002054668701754922_n

Að undanförnu hefur varðskipið Týr verið við eftirlitsstörf á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg, á NEAFC-svæðinu svonefnda.

Þyrlusveit aðstoðar vegna gróðurelda í Grímsnesi

183899799_369774774451054_7674723478969414985_n

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðaði Brunavarnir Árnessýslu um hádegisbil í dag þegar gróðureldar kviknuðu í Grímsnesi. Þyrlusveitin flutti slökkviliðsmenn frá Selfossi á staðinn en áhöfn þyrlunnar var á æfingu í grenndinni þegar beiðni um aðstoð barst.

Baldur tók vélarvana bát í tog

Received_179270544108963

Laust eftir hádegi í dag hélt sjómælingabáturinn Baldur úr höfn í Reykjavík áleiðis vestur í Ísafjarðardjúp til mælinga. Á leiðinni var vélarvana bátur tekinn í tog og farið með hann til hafnar á Akranesi. 

Æft á Kollafirði

GH010132.00_00_31_50.Still001

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á varðskipinu Þór efndu til sameiginlegrar sjóbjörgunaræfingar fyrr í vikunni. Rjómablíða var í Kollafirði meðan á æfingunni stóð. 

Framfarir í þrekprófum

Image00020_1620311891104

Undanfarin þrjú ár hefur Landhelgisgæslan unnið markvisst að bættu líkamlegu atgervi starfsfólks og stuðlað að almennu heilbrigði. Til að byrja með voru haldin þrek- og styrktarnámskeið hjá Mjölni fyrir starfsfólk í Reykjavík og samtímis fóru fram námskeið í Sporthúsinu í Reykjanesbæ fyrir starfsfólk á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Síða 2 af 7