Fréttayfirlit: júlí 2009

Sjómælingabáturinn Baldur aðstoðar skútu VSV af Garðskaga

Sjómælingabáturinn Baldur fór í gær til aðstoðar skútu sem hafði Baldur_2074.__7._agust_2007verið í vandræðum í um sólarhring, fyrst við 200 sml mörkin SV af Reykjanesi. Var skútan á leið frá Grænlandi til Íslands. Á föstudag barst frá skútunni CosparSarsat skeyti á 406MHz, var hún með brotið mastur og orðin tæp á olíu. Morguninn eftir var að nýju beðið um aðstoð og fór þá Baldur til aðstoðar. Von er á skútunni til Reykjavíkur á sunnudagskvöld.

TF-Líf aðstoðar við slökkvistarf

Beðið var um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar kviknaði í mosa og öðrum gróðri á milli Helgafells og Valahnjúka við Kaldársel í Hafnarfirði. Eldurinn reyndist slökkviliðinu erfiður þar sem svæðið er nokkuð frá byggð og ekki hægt að komast að svæðinu akandi. Var TF-Líf fengin til aðstoðar með slökkviskjólu sem hengd er neðan í þyrluna. Um 80 tonn af vatni voru notuð til að slökkva í eldinum og fór þyrlan 47 ferðir að Hvaleyrarvatni til að sækja vatn.

Þyrlur LHG kallaðar til aðstoðar vegna brunans í Valhöll

Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaður til aðstoðar vegna brunans í Valhöll á Þingvöllum. TF-GNA flaug með slökkviliðsmenn á Þingvelli og er nú á leið tilbaka en TF-LIF er á leið á Þingvelli með svokallaða slökkvifötu sem er hengd neðan í þyrluna. Þyrlan verður í viðbragðsstöðu á staðnum ef eldur læsist í gróður á svæðinu.

Brýn þörf á eftirliti varðskipanna

Varðskipið Ægir kom nýverið til hafnar í Reykjavík eftir að hafa Myndir_vardskipstur_012verið við eftirlit-, öryggis- og löggæslu á Íslandsmiðum. Í tveimur síðustu ferðum hefur áhöfn varðskipsins alls farið til eftirlits um borð í 54 skip og báta. Við eftirlit eru könnuð réttindi áhafna, haffærisskírteini og önnur leyfi. Einnig er farið yfir veiðarfæri, afli mældur og gengið úr skugga um að björgunar- og öryggisbúnaður sé í lagi svo eitthvað sé nefnt.

Eftirlit varðskipsins leiddi til þess að gefa þurfti út ellefu kærur og sautján áminningar. Einnig voru gefnar út átta skyndilokanir í samráði við vakthafandi fiskifræðing Hafrannsóknastofnunar.  

TF-SIF greinir mengun á Faxaflóa með tækjabúnaði sem veldur byltingu í umhverfisvernd

Við eftirlits- og æfingaflug TF-Sifjar flugvélar SIF_eftirlitLandhelgisgæslunnar í gær sást olíumengun á Faxaflóa með tækjabúnaði eftirlitsflugvélarinnar sem kallast „Side Looking Radar“ ( SLAR). Gerir búnaðurinn vélinni kleift að staðsetja mengun, greina hvers eðlis mengunin er, stærð svæðisins, þykkt olíunnar og magn. Búnaður sem þessi veldur gjörbreytingu í auðlindagæslu og umhverfisvernd.

Neyðarboð bárust frá Bandaríkjunum - konur fundust á eyri í Köldukvísl

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:52 upphringing frá svokallaðri „spot“ neyðarþjónustu í Bandaríkjunum sem tilkynnti að þeim hefði borist neyðarboð úr sendi viðskiptavinar þeirra sem staddur er á Íslandi. Neyðarboðin bárust frá Hágönguhrauni sunnan Köldukvíslar kl. 13:40 að íslenskum tíma.Björgunarsveitarbifreið í Hálendiseftirliti kom að konunum þegar þyrlan var við það að fara í loftið kl. 15:44.

Stjórnstöð kallar út Sigurvin þegar bátur fékk í skrúfuna

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk kl. 04:33 í morgun beiðni frá fiskibátnum Eddu sem var staddur að veiðum, með einn mann um borð, vestur af Sauðanesi eða um 7 mílur frá landi. Hafði báturinn fengið í skrúfuna og gat sig hvergi hrært. Engin hætta var á ferðum.

Annríki í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar

Mikið annríki hefur að undanförnu verið hjá varðstjórumStjornstod7 stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar/ vaktstöðvar siglinga. Eftir að strandveiðar hófust hafa 300-400 bátar í flota landsmanna bæst við þá umferð sem áður var afgreidd hjá stjórnstöðinni sem nú vaktar um 700 skip og báta daglega. Þegar við bætast útköll eða önnur aðstoð margfaldast álagið. Sem dæmi má nefna daginn í dag þar sem fjögur útköll bárust ofan á aðra starfsemi.

Löggæslu- og umferðareftirlit úr lofti

Lögreglan og Landhelgisgæslan vinna í sumar saman að Umferdareftirlit2löggæslu og umferðareftirliti úr lofti. Fylgst er með ökumönnum á þjóðvegum landsins sem og í óbyggðum. Um helgina var farið í tvö eftirlitsflug þar sem höfð voru afskipti af sex ökumönnum í allt en að öðru leyti voru ökumenn til fyrirmyndar.

Þyrla kölluð út vegna slyss á Barðaströnd

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 22:00 í kvöld TF_LIF_Odd_Stefaneftir að Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og bað um aðstoð þyrlunnar vegna slyss sem varð þegar maður féll 3-4 metra af húsþaki á Barðaströnd. Var maðurinn meðvitundarlaus þegar læknir kom á staðinn um hálftíma eftir slysið.

Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson aðstoðar strandveiðibát

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl. 13:00 í dag AsgrimurSBjornssonbeiðni um aðstoð frá strandveiðibáti með einn mann um borð sem staddur var við Vestrahraun á Faxaflóa eða um 22 sjómílur Vestur af Reykjavík, hafði báturinn fengið netadræsu í skrúfuna. Kallaði stjórnstöð út Björgunarskipið Ásgrím S. Björnsson sem fór til aðstoðar og dró bátinn til lands. Komið var til Reykjavíkur um kl. 19:00 í kvöld.

Kynningarefni um TF-SIF komið á heimasíðuna

TF-SIF, ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands kom til landsins í gær, á 83 ára afmælisdegi Landhelgisgæslunnar.

Hér á heimasíðunni má nálgast myndir frá komu vélarinnar, SIF5auk mynda frá afhendingu hennar í Kanada og tæknilegra upplýsinga um vélina.

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og aðrir gestir komu saman í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í gær og voru viðstaddir komu vélarinnar. TF-SIF flaug lágflug yfir flugbrautina ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNÁ.

Skúta strandar á Engeyjarrifi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 19:04 tilkynning frá Neyðarlínunni um að skútan Sigurvon hafi strandað með fimm manns um borð á Engeyjarrifi. Gúmmíbátur frá dýpkunarpramma við Engey kom fyrstur að skútunni og lét stjórnstöð vita að engin hætta væri á ferðum. Björgunarskip og harðbotna björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru kallaðir út.

TF-SIF, ný flugvél Landhelgisgæslu Íslands kemur til landsins í dag; boðar byltingu í eftirlits-, öryggis- og björgunarmálum Íslendinga

Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands, TF-TFSIF_1SIF lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag, miðvikudaginn 1. júlí kl. 15:00, á afmælisdegi Landhelgisgæslunnar.

Nánari upplýsingar um flugvélina má nálgast hér TF-SIF markar tímamót í allri starfsemi Landhelgisgæslunnar og er einfaldlega um að ræða byltingu í eftirlits-, öryggis- og björgunarmálum Íslendinga á því víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafn innan sem utan efnahagslögsögunnar. Notkunar-möguleikar flugvélarinnar til öryggis- og löggæslu, eftirlits, leitar og björgunar sem og sjúkraflugs eru nánast ótakmarkaðir.