Fréttayfirlit: febrúar 2013 (Síða 2)

Þyrlu var snúið við þegar björgunarsveitir fundu jeppa

_MG_0632

Mikill erill hefur verið í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í nótt og í morgun vegna aðstoðarbeiðna, bæði til sjós og lands. Upp úr klukkan níu hafði bátur, sem staddur var norður af Gjögurtá nyrst í Eyjafirði, samband og sögðu skipverjar að bilun væri í stýrisbúnaði.

Hlaut fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppni sjómanna á Norðurlöndunum

Ytt-ur-vor

Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á varðskipi LHG fékk í gær þau gleðilegu tíðindi að ljósmynd hans „Ýtt úr vör“ lenti í fyrsta sæti í ljósmyndasamkeppni sjómanna á Norðurlöndunum. Er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingur hlýtur fyrsta sæti keppninni. Myndin var tekin í bátaæfingu áhafnar varðskipsins Ægis á Berufirði. Innilega til hamingju!

Aukið úthald tækja Gæslunnar á árinu 2012

Þór á æfingu með Norsku varðskipi
Ný samantekt Landhelgisgæslunnar yfir úthald á tækjum hennar árið 2012 sýnir umtalsverða aukningu á viðbragði Gæslunnar miðað við fyrra ár. Varðskipin voru samtals 304 daga á sjó innan íslenska hafsvæðisins í samanburði við 230 daga á sjó árið 2011. Útkallsstaða á þyrlum Landhelgisgæslunnar jókst einnig á árinu og kom aldrei upp sú staða á árinu að engin þyrla væri til taks.

Tólf kafarar Gæslunnar og SL við leit á Siglufirði ásamt TF SIF

NC2009_WEEKEND_DIVE_DOUG_ELSEY_PHOTO__42

Landhelgisgæslunni barst í gærkvöldi beiðni frá lögreglunni á Siglufirði þar sem óskað var eftir  köfurum Gæslunnar til aðstoðar við leit að manni sem ekkert hafði spurst til síðan um morguninn. Eru nú tólf kafarar við leit í höfninni, bæði kafarar Landhelgisgæslunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og skipta þeir með sér verkum.

TF-SIF við eftirlit á miðunum umhverfis landið

SIF_MG_1474

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í um fimm klukkustunda gæslu og eftirlitsflug í gær þar sem fylgst var með umferð á miðunum umhverfis landið. Haft var samband við báta og skip sem voru að veiðum í námunda við bannssvæði eða voru ekki með fjareftirlits- og öryggisbúnað í lagi.

TF-SYN sótti sjúkling í Stykkishólm

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 13:26 að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna sjúklings sem nauðsynlega þurfti að komast á sjúkrahús í Reykjavík. TF-SYN fór í loftið kl. 13:53 og lenti á flugvellinum í Stykkishólmi kl. 14:37.

Í annað sinn á skömmum tíma sem óskað er eftir SIF í sjúkraflug

29012013_SIF

Í byrjun sl. viku  óskaði Landspítalinn Háskólasjúkrahús eftir að SIF flugvél Landhelgisgæslunnar myndi annast sjúkraflug til Stokkhólms. Var sjúklingur fluttur til Stokkhólms á þriðjudag í fylgd læknis, hjúkrunarfræðings og aðstandanda og var hann síðan sóttur á föstudag. Er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem óskað er eftir að SIF flytji sjúkling til Svíþjóðar.

Víðtækt eftirlit LHG með loðnumiðum

P1110059

Landhelgisgæslan hefur að undanförnu sinnt víðtæku eftirliti á loðnumiðum með varðskipinu  Týr og flugvélinni TF-SIF. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur haft heildaryfirsýn yfir stöðuna, verið í reglulegu sambandi við skipin, móttekið frá þeim tilkynningar um afla og leiðbeint um ýmis atriði svo sem komutilkynningar til íslenskra hafna og læknisaðstoð.  

Síða 2 af 2