Fréttayfirlit: 2017 (Síða 5)

Varðskipið Týr leiddi skipalestina

Landhelgisgæslan tók þátt í einstökum viðburði á föstudag þegar efnt var til minningarathafnar í tilefni af því að um þessar mundir eru 75 ár liðin frá því að skipalest bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. PQ17, sigldi til Kólaskaga í Rússlandi þegar stríðið á austurvígstöðvunum stóð sem hæst. Varðskipið Týr fór í broddi fylkingar þegar herskip og kafbátur sigldu inn Hvalfjörð í tengslum við þessa athöfn. 

LHG fær að gjöf hjartahnoðtæki í þyrlurnar

Rausnarleg gjöf afhent fulltrúum Landhelgisgæslunnar við athöfn í Hafnarfirði á sjómannadeginum. Skipverji af Barðanum og Kiwanisklúbburinn Eldborg gáfu tækið, auk þeirra sem styrkt hafa þyrlukaupasjóð LHG. 

Landhelgisgæslan fékk Fjörusteininn 2017

Landhelgisgæslan var á dögunum sæmd umhverfisverðlaunum Faxaflóahafna, meðal annars fyrir snyrtilega aðkomu í kringum starfsemina í Reykjavíkurhöfn og notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er í ellefta sinn sem verðlaunin eru veitt.

Rússneskir togarar á Reykjaneshrygg

Í eftirlitsflugi flugvélarinnar TF-SIF í gær kom í ljós að sex rússnesk fiskiskip voru á úthafskarfaveiðum á NEAFC-svæðinu, rétt sunnan við mörk íslensku lögsögunnar.  

Yfirmaður flugsveitar safnar fyrir Umhyggju

William Mitchell, yfirmaður kanadískrar flugsveitar sem sinnir loftrýmisgæslu hérlendis um þessar mundir hljóp í morgun frá Reykjavík til Keflavíkur til að safna fé til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. 

Sjómannadeginum fagnað í blíðskaparveðri

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar tók ríkan þátt í hátíðarhöldum vegna sjómannadagsins um helgina. Þau fóru víðast hvar fram í blíðskaparveðri enda flestir sem sóttu viðburði af þessu tilefni í sólskinsskapi. 

Gæslan á ferð og flugi um helgina

Sjómannadagshelgi á Flateyri 2009 - 3

Þyrlur Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagshelgarinnar víðs vegar um landið. Þá stendur starfsfólk LHG heiðursvörð við minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði. 

Íslendingar lögðu Kanadamenn í íshokkíleik

Það er ekki á hverjum degi sem íslenska íshokkílandsliðið sigrar fulltrúa Kanada í þessari æsispennandi íþrótt en það gerðist í vináttuleik í gær. Fyrir skemmstu buðu Kanadamennirnir flugnemum í flugskóla Keilis í heimsókn. 

TF-SIF tók þátt í loftrýmisgæsluæfingu

Flugvél Landhelgisgæslunnar æfði loftrýmisgæslu með flugsveit kanadíska hersins í nýliðinni viku. Einstakar myndir voru teknar af þessari æfingu í háloftunum.  

TF-LIF fór í tvö útköll

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti seint í gærkvöld konu sem slasaðist á hestbaki í Gilsfirði. Í nótt flaug þyrlan svo til móts við sjúkrabíl sem var á suðurleið frá Snæfellsnesi.

Fallhlífarstökk úr flugvélinni TF-SIF

Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku þátt í björgunaræfingunni Skýjum ofar ásamt félögum úr Flugbjörgunarsveitinni og fleiri björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Æfingin fór fram á Öræfajökli á laugardaginn var. Líkt var eftir útkalli þar sem bjarga þurfti fólki úr snjóflóði á þessum hæsta jökli landsins. 

Varðskipið í sorphreinsun í Aðalvík

Áhöfn varðskipsins Þórs tók þátt í sérstaklega skemmtilegu verkefni í friðlandinu á Hornströndum um helgina. Vaskur hópur sjálfboðaliða hreinsaði rusl í Aðalvík og var varðskipið notað til að ferja fólk á svæðið og flytja ruslið úr friðlandinu. 

Varðskipið Þór við eftirlit á Reykjaneshrygg

Að undanförnu hefur varðskipið Þór verið við eftirlitsstörf á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg, á NEAFC-svæðinu svonefnda. Yfir tuttugu skip voru að veiðum þar þegar varðskipið kom á vettvang. Engar athugasemdir voru gerðar við veiðar þeirra. 

Skipverja á Ross Cleveland minnst

Varðskipið Týr sigldi á dögunum með bróður skipstjórans á Ross Cleveland út á Ísafjarðardjúp þar sem áhafnar togarans var minnst. Skipið fórst í óveðri í febrúar 1968. Daginn eftir tóku skipverjar á Tý líka þátt í eldvarnaræfingum með áhöfn danska eftirlitsskipsins Ejnar Mikkelsen.

Þyrlan sótti veikan sjómann

TF-LIF sótti veikan sjómann af rússnesku fiskiskipi sem var að veiðum djúpt suðvestur af Reykjanesi. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um hálftvöleytið í dag. 

Þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag eftir að neyðarkall barst frá báti sem var vélarvana nærri Straumnesi. Undir kvöld var svo óskað eftir þyrluaðstoð þyrlu vegna bílslysa í Húnavatnssýslu og nærri Vík í Mýrdal. Þá var maður sem slasaðist við eggjatöku í bjargi á Langanesi fluttur á sjúkrahús.

Síða 5 af 7