Fréttayfirlit: 2009 (Síða 3)

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar rannsakar torkennilega hluti

EOD_Dufl1_041109
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var í gær kölluð út til að kanna dufl sem barst á land í Skarðsfjöru við Skaftárdjúp. Við nánari athugun reyndist um að ræða rússneskt hlerunardufl en einnig fannst í fjörunni rússnesk siglingabauja ásamt hita- og seltumælir úr kafbát sem notaður er til að mæla seltu- og hljóðhraða í sjónum.

Ferilvöktun með AIS kemur í stað STK þann 1. janúar 2011

Stjornstod2
Breytingar eru hafnar á fyrirkomulagi vöktunar skipa og báta í fjareftirliti vaktstöðvar siglinga/stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Gert er ráð fyrir að eftir 1. janúar 2011 verði núverandi STK-kerfi (Racal-kerfi) alfarið lagt niður. STK kerfið er smíðað fyrir Ísland og hvergi í notkun annarsstaðar. Þess í stað verður tekin upp ferilvöktun með (AIS - Automatic Identification System) sem er búnaður með sambærilega virkni og gamla kerfið.

Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar sækir alvarlega slasaðan mann eftir bílveltu

TFLIF_2009
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 12:52 á sunnudag beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna bílslyss sem var á Holtavörðuheiði. Um var að ræða alvarlega slasaðan mann eftir bílveltu, óskað var eftir að þyrla komi til móts við sjúkrabifreið sem var á leið með hinn slasaða til Reykjavíkur.

Flakið er bandaríska varðskipið Alexander Hamilton

AH_nedansjavarmyndavel
Staðfest hefur verið að flak það sem fannst á hafsbotni í norðvestanverðum Faxaflóa er bandaríska varðskipið USCGC Alexander Hamilton sem sökkt var með tundurskeyti þann 29. janúar árið 1942 en skipið var fyrsta skip bandaríska flotans sem var sökkt á Norður Atlantshafi eftir árásin á Pearl Harbor þann 7. desember 1941. Fyrirtækið Hafmynd sem annast hefur eftirvinnslu gagna hefur sent út niðurstöðu rannsóknarinnar sem hófst þegar olíubrák frá flakinu greindist í flugi Sifjar, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar í byrjun júlí.

Eistlendingar kynna sér íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið

Eistland2
Fulltrúar frá sjávarútvegsráðuneyti Eistlands heimsóttu Landhelgisgæsluna í morgun þar sem þeim var kynnt starfsemi Landhelgisgæslunnar. Eru þeir staddir hér á landi til að kynna sér íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og stofnanir sem því tengjast.

Getur TF-SIF nýst til loftrýmisgæslu?

Yfirmenn_oryggismala_Nordurlanda2

Yfirmenn öryggismála í utanríkisþjónustum allra Norðurlandanna sem staddir eru hér á landi vegna árlegs fundar þeirra, heimsóttu Landhelgisgæsluna í gær, fimmtudag. Var tekið á móti yfirmönnunum í flugskýli Landhelgisgæslunnar þar sem þeir kynntu sér fjölbreytta starfsemi Landhelgisgæslunnar, tækjakost hennar og víðtækt samstarf við nágrannaþjóðir á ýmsum sviðum.  Auðunn Friðrik Kristinsson yfirstýrimaður kynnti meðal annars TF-SIF, nýju eftirlits og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar.  Voru gestirnir sérlega áhugasamir um getu og möguleika TF-SIFJAR, bæði með tilliti til eftirlits og björgunar en einnig veltu þeir upp hugmyndum um möguleika á að nýta flugvélina til loftrýmisgæslu. 

Flugvél Landhelgisgæslunnar veitir olíuskipi upplýsingar um hafís fyrir vestan land

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur í dag fylgst með siglingu olíuskipsins ZUMA vestur fyrir Ísland en skipið er á leið frá Bandaríkjunum til Rússlands. Skipið valdi að sigla lengra í norður en venjan er á þessari siglingaleið en ástæðan var sú að skipið vildi halda ákveðinni fjarlægð frá fiskiskipum á svæðinu. Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif var beðin um að kanna svæðið nánar og gat hún gefið skipinu upp staðsetningu hafíss á svæðinu.

Landhelgisgæslan meðal þeirra stofnana sem njóta mests trausts

Landhelgisgæslan nýtur mikils trausts meðal almennings en Myndir_vardskipstur_012samkvæmt nýrri könnun MMR – Markaðs og miðlarannsókna ber meirihluti landsmanna mikið traust til Landhelgisgæslunnar eða alls 77,6% svarenda.Eru þetta afar ánægjuleg tíðindi sem staðfesta að Landhelgisgæslan skipar ákveðinn sess í huga þjóðarinnar og undirstrika um leið mikilvægi verkefna hennar.

Sjávarfallatöflur fyrir árið 2010 komnar út

Í Sjávarfallatöflum er upp gefin áætluð hæð flóðs og fjöru í Reykjavík, Ísafirði, Siglufirði og Djúpavogi ásamt tíma og hæðarmun annarra hafna við Ísland.
Sjávarfalla almanakið er síðan væntanlegt í næstu viku.

Tólf japönsk túnfiskveiðiskip rétt utan lögsögunnar

Í eftirlits- og gæsluflugi Landhelgisgæslunnar á TF-Sif, sem SIF_FlugSjo1farið var í gærkvöldi og nótt sáust 12 japönsk túnfiskveiðiskip að veiðum rétt utan íslensku efnahagslögsögunnar sem dreifðust frá 17. – 25 lengdargráðu.

Varðskipið Ægir dregur grænlenskt togskip til hafnar á Íslandi

Varðskip Landhelgisgæslunnar kom kl. 09:00 í morgun að Qavak5grænlenska togskipinu Qavak þar sem það var vélarvana um 200 sjómílur suð-vestur af Reykjanesi með fjóra menn í áhöfn. Að sögn skipherra gekk vel að koma dráttarlínu yfir í Qavak og er reiknað með að Ægir komi með skipið til hafnar á miðvikudagsmorgunn.

Þyrla sækir slasaðan mann í Jökulheima

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gærmorgun beiðni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar maður í jeppaferð með Flugbjörgunarsveitinni slasaðist í Jökulheimum. Fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA í loftið kl. 10:21.

TF-Sif flýgur yfir Vestfirði, greinir hafís 77 sml frá landi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði í dag samband við siglingaumferðarmiðstöðina í Vardö í Norður Noregi og bað um að olíuskipum á leið frá Rússlandi til Bandaríkjanna yrði eindregið vísað frá því að sigla um hafsvæðið milli Íslands og Grænlands vegna hafíss sem vart hefur orðið við á svæðinu. TF-Sif, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir Vestfirði í gær og sá hafís, næst landi 77 sml. VNV af Bjargi.

Nýtt kort af Húnaflóa útkomið hjá Sjómælingum

Hjá sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar eru komin út ný sjókort. Þau eru sjókort nr. 53 af innanverðum Húnaflóa sem kemur í stað tveggja eldri korta sem höfðu númerinn 53 og 54. Einnig kom út sjókort nr. 63 (Rifstangi – Digranes) á rafrænu formi (ENC) á síðasliðinn föstudag.

Nemendur á Akureyri heimsækja varðskip

Um eitt hundrað börn frá Glerárskóla á Akureyri heimsóttu varðskipið Tý í vikunni sem leið þegar skipið var við bryggju á Akureyri. Varðskipið var statt á Akureyri í tengslum við sameiginlega björgunaræfingu sem haldin var samhliða aðalfundi strandgæslna og sjóherja á Norður Atlantshafi.

Hafís undan Vestfjörðum - olíuskip sigldi í gegn um svæðið

Nokkrar tilkynningar um hafís hafa borist Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/ Vaktstöð siglinga síðastliðna sólarhringa. Nokkrir ísjakar hafa sést við Vestfirði, nánar tiltekiðHafis_Graenland frá norð-austanverðu Horni allt að minni Önundarfjarðar. Stjórnstöð hafði í morgun samband við togara á svæðinu undan Vestfjörðum og áréttaði að skipin létu stjórnstöð strax vita ef vart yrði um hafís á svæðinu þannig að upplýsingum yrði komið til skipa sem leið eiga um svæðið.Nokkrar áhyggjur vöktu fregnir af siglingu olíuskipa um íslensku efnahagslögsöguna en annað skipanna valdi að sigla vestur fyrir land í afleitu veðri, þar sem hætta var á hafís.
Síða 3 af 7