Fréttayfirlit: 2015 (Síða 6)

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna strandaðs báts við Hópsnes

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú kl. 12:23 neyðarkall frá bátnum Gottlieb 2622 sem var vélarvana við Hópsnes á Reykjanesi. Rak bátinn hratt að landi. Fjórir skipverjar voru um borð. Þegar í stað var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út sem og björgunarsveitir á Suðurnesjum og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þá var samhæfingarstöðin einnig virkjuð.

Varðskipið Þór við eftirlit á úthafskarfamiðum

Varðskipið Þór er nú statt við eftirlit á úthafskarfamiðunum við 200 sjómílna mörk efnahagslögsögunnar á Reykjaneshrygg.  Samkvæmt samningi Norður-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) máttu veiðarnar hefjast á miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 10. maí. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF sækir slasaðan vélsleðamann

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:42 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna fjórhjólaslyss í Réttarhnjúk, skammt frá Glaðheimum í Jökuldal en þar hafði einn maður slasast. Þar sem slysstaður var langt frá byggð var talið nauðsynlegt að fá þyrlu á staðinn.

Áhöfnin á Tý bjargar 328 manns af tveimur litlum bátum

Varðskipið Týr siglir nú til Sikileyjar með 328 flóttamenn sem áhöfnin bjargaði af tveimur bátum norður af Líbíu. Um var að ræða 236 manns á trébát og hinsvegar 92 á litlum gúmmíbát. Tæplega 70 konur og börn voru í hópnum. 

Fimmtíu ár frá því þyrluflug hófst hjá Landhelgisgæslunni

Í dag, 30. apríl eru 50 ár síðan Landhelgisgæslan tók þyrlu til notkunar við björgunar,- löggæslu- og eftirlitsstörf.  Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fögnuðu þessum tímamótum í dag í flugskýli Landhelgisgæslunnar en þar var slegið upp grillveislu í tilefni dagsins.

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF heldur til eftirlits- og björgunarstarfa á Miðjarðarhafi

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF hélt nú rétt fyrir hádegi í dag áleiðis til Sikileyjar til starfa fyrir Frontex, Landamærastofnun Evrópusambandsins. Mun flugvélin sinna landamæragæslu á vegum Frontex fram til loka júlí en snýr þá aftur á heimaslóðir.

Leikskólinn Sóli heimsækir varðskipið Þór í Vestmannaeyjum

Nú á dögunum fékk varðskipið Þór skemmtilega heimsókn er varðskipið var í Vestmannaeyjum. Leikskólinn Sóli kíkti um borð með fimmtán eldhressa og fróðleiksfúsa krakka auk nokkurra kennara.

Landhelgisgæslan tekur þátt í flugmessu í Grafarvogskirkju

Landhelgisgæslan tók í dag þátt í flugmessu sem haldin var í Grafarvogskirkju. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN flaug yfir svæðið og lenti síðan á bílaplaninu við kirkjuna með presta sem þátt tóku í messunni. Tók áhöfn þyrlunnar einnig þátt í messunni ásamt fleiri starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og fólki héðan og þaðan úr flugstarfsemi hér á landi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna konu sem fannst meðvitundarlaus í sundlauginni á Hellu

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú klukkan 13:48 í dag beiðni um þyrlu vegna konu sem fundist hafði meðvitundarlaus í sundlauginni á Hellu. Konan komst fljótlega til meðvitundar en hins vegar var það mat læknis á staðnum og læknis í áhöfn þyrlunnar að sækja konuna og flytja hana til Reykjavíkur.

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gera óvirkt tundurdufl í Vestmannaeyjum og sprengjukúlu nálægt Hafravatni

Það hefur verið mikið að gera hjá sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar að undanförnu. Síðasta vetrardag gerðu þeir óvirkt tundurdufl sem kom í nót dragnótarbátsins MAGGÝ VE-108 og í gær, sumardaginn fyrsta gerðu þeir óvirka sprengjukúlu sem fannst nálægt Hafravatni.

Landhelgisgæslan óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa staðið vaktina í dag sem og aðra daga og nóg hefur verið að gera við æfingar og fleira. Áhafnir varðskipsins Þórs og þyrlunnar TF-LIF voru við samæfingar í dag og áhöfnin á Tý var við eftirlit á Miðjarðarhafi tilbúin til björgunarstarfa.

Starfsmenn innanríkisráðuneytis og fjölskyldur þeirra í heimsókn í flugskýli Landhelgisgæslunnar

Starfsmenn innanríkisráðuneytisins og fjölskyldur þeirra heimsóttu flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag og kynntu sér starfsemina. Gestirnir skoðuðu þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar og fylgdust með þyrlunni TF-LIF taka á loft en hún var á leið á Reykjanesið að taka þátt í flugslysaæfingu sem þar fer nú fram.

Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar æfir með áhöfn danska varðskipsins TRITON

Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hélt sprengjuæfingu með áhöfn danska varðskipinu HMS TRITON í vikunni að beiðni stjórnenda skipsins en skipið var þá statt í Reykjavík. Nauðsynlegt er fyrir báða aðila að halda slíkar æfingar með reglubundnum hætti en náið og gott samstarf er milli danska sjóhersins og Landhelgisgæslunnar á mörgum sviðum.

Fundur norræna sjómælingaráðsins haldinn í Reykjavík

Tveggja daga fundi norræna sjómælingaráðsins (Nordic Hydrographic Commisson, NHC), sem í þetta sinn var haldinn í Reykjavík, lauk nú í vikunni. Landhelgisgæslan er ábyrg fyrir sjómælingum og sjókortagerð á hafsvæðinu kringum Ísland og er hluti af norræna sjómælingaráðinu.

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kynnir sér varðskipið Þór

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kom nú síðdegis ásamt fylgdarliði í stutta heimsókn um borð í varðskipið Þór. Innanríkisráðherra, Ólöf Norðdal og Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tóku á móti framkvæmdastjóranum og fylgdarliði hans.

Framkvæmdastjóri NATO, Jens Stoltenberg heimsækir Landhelgisgæsluna

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til Íslands í dag, fimmtudag í boði forsætisráðherra. Hans fyrsta verk var að kynna sér varnartengd verkefni Landhelgisgæslu Íslands á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og loftrýmisgæslu Bandaríkjanna, sem fram fer nú um stundir undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. 

Síða 6 af 7