Fréttayfirlit: 2007 (Síða 3)

Nýr upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslu Íslands

Sigríður Ragna_Upplýsingafulltrúi
Sigríður Ragna Sverrisdóttir landfræðingur hjá Sjómælingum Íslands hefur tekið við starfi upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, tímabundið til áramóta. Hún leysir af hólmi Dagmar Sigurðardóttur lögfræðing Landhelgisgæslunnar sem sinnt hefur starfi upplýsingafulltrúa meðfram starfi lögfræðings stofnunarinnar í nokkur ár.

Fékk tundurdufl í dragnót

Breskt seguldufl2
Skipstjóri dragnótarbátsins Sigga Bjarna GK 5 hafði samband við Vaktstöð siglinga og tilkynnti um sprengju í dragnótinni. Sprengjusérfræðingur LHG var kallaður til og eftir að hafa rætt við skipstjórann vaknaði grunur um að um tundurdufl væri að ræða.

Laus störf smyrjara og háseta hjá Landhelgisgæslunni

Fallbyssuæfing á Ægi - apríl 2007.
Miðvikudagur 19. september 2007.
Um þessar mundir er Landhelgisgæslan í leit að kraftmiklu og áhugasömu fólki til starfa um borð í varðskipum stofnunarinnar.  

Almenn ánægja meðal þátttakenda á Northern Challenge

Northern Challenge 2007

Mánudagur 17. september 2007.
Sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge 2007 stóð frá 28. ágúst til 7. september sl. Almenn ánægja var meðal þátttakenda í æfingunni en alls tóku 50 sprengjusérfræðingar þátt í henni auk 20 erlendra gesta og dómara.

Mannbjörg varð er leki kom að báti á Ísafjarðardjúpi

Sunnudagur 16. september 2007.
Fjórum mönnum var bjargað úr lekum báti á Ísafjarðardjúpi í kvöld.

Týr bjargar pólskri skútu

Týr pólsk skúta 100907
Varðskipið Týr kom pólskri skútu til bjargar í dag. Skútan var vélarvana með rifin segl. Hún var á leið frá Reykjavík til Vestmannaeyja og ætlaði síðan að koma við í Skotlandi á leið til Póllands.

Þyrlan Steinríkur aftur leigð til Landhelgisgæslunnar

Steinríkur björgunarþyrla
Þyrlan Steinríkur verður aftur leigð til Landhelgisgæslunnar. Hún er væntanleg til landsins í október.

Leit að þýsku ferðamönnunum haldið áfram - útkall vegna ferðamanna í sjálfheldu í Köldukvísl

Leit að þjóðverjum 23. ágúst 2007
Fimmtudagur 23. ágúst 2007.
Leit að tveimur þjóðverjum sem saknað hefur verið var haldið áfram í gær og í dag. Þyrlurnar Gná og Eir taka þátt í leitinni en Syn hefur séð um að flytja 20 björgunarsveitarmenn austur til Hornafjarðar.  Eir þurfti í gær að fara í útkall á leið á leitarsvæðið vegna tveggja kvenna sem voru í sjálfheldu á þaki bíls í Köldukvísl.

Landhelgisgæslan sá um flugeldasýningu og öryggiseftirlit á sjó á menningarnótt

Týr á menningarnótt 2007
Sunnudagur 19. ágúst 2007.
Mikill erill var um helgina hjá Landhelgisgæslunni. Landhelgisgæslan stjórnaði öryggismálum á sjó vegna menningarnætur og sá um flugeldasýningu í samstarfi við fleiri viðbragðsaðila.

Útköll vegna slasaðrar konu í Víti, ferðamanns í sjálfheldu í Tungnaá, og leit að þýskum ferðamönnum

Tungnaá - útkall v. þýskrar ferðakonu í sjálfheldu 180807
Sunnudagur 19. ágúst 2007.
Tvær hjálparbeiðnir bárust Landhelgisgæslunni í dag, annars vegar vegna tveggja þýskra ferðamanna sem saknað er og hins vegar vegna konu sem lent hafði í grjóthruni í Víti við Öskjuvatn.

Þrjár vélar Landhelgisgæslunnar á lofti á sama tíma vegna þriggja útkalla

Gná sjúkraflug í skemmtiferðaskipið Saga Rose 170807
Föstudagur 17. ágúst 2007.
Áhöfn landhelgisgæsluþyrlunnar Gnár sótti tvo sjúklinga út á haf í kvöld og fór eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, Syn, til fylgdar.  Einnig sótti áhöfn þyrlunnar Eirar konu sem hafði fallið af hestbaki á Kjalvegi.

Mælingar við Surtsey frá 1967 - 2007

Surtsey2

Miðvikudagur 8. ágúst 2007

Nýverið var mælingabáturinn Baldur við mælingar umhverfis Surtsey og eyjarnar norðaustur af henni en í ár eru 40 ár liðin frá fyrstu mælingum við eyjuna.

TF-GNÁ kölluð út vegna manns sem fallið hafði ofan í Laxárgljúfur

TF-GNA_Laxargljufur2

Fimmtudagur 26. júlí 2006

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var í gærkvöld kölluð út vegna manns sem hafði hrapað í Laxárgljúfri. Í upphafi var ljóst að aðstæður á vettvangi væru erfiðar og var því kallað eftir aðstoð undanfara Landsbjargar og fóru þrír með þyrlunni austur.

Varðskipið Ægir flutti slasaða konu frá Hornvík til Ísafjarðar

Ægir í sjúkraflutningum 190707
Föstudagur 20. júlí 2007.
Varðskipið Ægir flutti slasaða konu frá MIðfelli við Horn til Ísafjarðar.

Áhöfn björgunarskipsins Einars Sigurjónssonar þakkað fyrir björgun áhafnar landhelgisgæsluþyrlunnar Sifjar

Sif_naudlending_grillveisla
Föstudagur 20. júlí 2007.
Grillveisla var haldin til heiðurs áhöfninni á björgunarskipinu Einari Sigurjónssyni. Ekki hægt að fullyrða hvað olli því að hreyflar landhelgisgæsluþyrlunnar Sifjar misstu afl.

Björgunaraðgerðir í nótt - Þyrlan Sif dregin á land

Björgun - SIF4

Þriðjudagur 17. júlí 2007.
Í nótt tókst að koma þyrlunni Sif á land og er hún nú í vörslu Rannsóknarnefndar flugslysa.

Síða 3 af 7