Fréttayfirlit: 2013 (Síða 4)

Útkall vegna flutningaskips í vandræðum

Landhelgisgæslan heyrði upp úr kl. 14:00 í fjarskiptum að erlent flutningaskip með 11 manns um borð væri í vandræðum suður af Vestmannaeyjum. Haft var samband við skipið og kom þá í ljós að eldur hafði komið upp í vélarrúmi og réðu skipverjar illa við hann. Skipstjóri óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að rýma skipið.

Flutningaskip fékk á sig brotsjó

Landhelgisgæslunni barst í gærkvöldi neyðarboð frá íslensku flutningaskipi  sem var fulllestað á siglingu norðvestur af Snæfellsnesi. Samstundis var haft samband við skipið og hafði skipið þá fengið á sig brotsjó og björgunarbátur skipsins losnað frá. Varðstjórar höfðu samband við nærstödd skip og tókst öðru þeirra að ná björgunarbátnum um borð.  Engar skemmdir urðu á skipinu en neyðarsendir björgunarbátsins fór í gang þegar hann fór útbyrðis.

Ráðstefna vegna samnorræns loftrýmiseftirlits

SkyliLHG831
Landhelgisgæsla Íslands ásamt utanríkisráðuneytinu og Atlantshafsbandalaginu stóðu í vikunni fyrir lokaundirbúningsráðstefnu vegna samnorræna loftrýmiseftirlitsverkefnisins í febrúar 2014. Norðmenn leggja til flugsveit í verkefnið en samhliða loftrýmisgæslunni verða Norðmenn, ásamt flugherjum Svíþjóðar og Finnlands og stofnunum NATO hér á landi, við æfingar sem byggja á hugmyndum um Norðurlandasamstarf.

Sif skilar árangri í eftirliti á Miðjarðarhafi

SIF

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar hefur frá byrjun októbermánaðar aðstoðað landamærastofnun Evrópusambandsins (EU), Frontex við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi. Á tímabilinu hefur áhöfn flugvélarinnar komið auga á flóttamannabáta með samtals um hundrað manns innanborðs

Áhafnir varðskipanna við æfingar í Mjölni

Áhafnir varðskipaflotans hafa að undanförnu verið við ýmsar æfingar bæði á sjó og landi sem viðheldur menntun og eykur getu við björgunar, löggæslu- og eftirlitshlutverk þeirra. Þar á meðal eru líkams- og sjálfsvarnaræfingar sem m.a. eru stundaðar hjá bardagaíþróttafélaginu Mjölni. 

Hélt fyrirlestur um björgunaraðgerðir á hafíssvæðum

Snorre Greil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni hélt í gærmorgun fyrirlestur á alþjóðlegu hafísráðstefnunni  International Ice Charting Working Group (http://nsidc.org/noaa/iicwg/) sem haldin er í Háskóla Íslands. Erindi Snorre fjallaði um leitar og björgunaraðgerðir á hafíssvæðum en hann hefur verið helsti tengiliður Landhelgisgæslunnar vegna æfingarinnar Sarex Greenland Sea sem haldin er árlega í samstarfi við þjóðir Norður Heimskautsráðsins.

Gná fór í sjúkraflug til Vestmannaeyja

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:32 í gær beiðni frá lækni í Vestmannaeyjum þar sem óskað var eftir aðstoð þyrlu LHG við sjúkraflutning. Bilun kom upp í sjúkraflugvél sem var á leið í verkefnið og var áríðandi að tveir sjúklingar yrðu fluttir til Reykjavíkur.

Æfing slökkviliðs Akureyrar með varðskipinu Týr

Slökkvilið Akureyrar æfði nýverið um borð í varðskipinu Týr þar sem það er staðsett á Akureyri. Um var að ræða lið í stjórnendanámskeiði slökkviliðsins. Í æfingunni var sett upp atvik þar sem kviknað hafði í farþegaskipi og var fjögurra farþega saknað.

Netabátur dreginn til hafnar á Flateyri eftir vélarbilun

_MG_0566

Landhelgisgæslunni barst kl. 00:41 beiðni um aðstoð frá netabátnum Tjaldanes GK, eftir að vélarbilun varð um borð og allt rafmagn sló út. Tíu manns voru í áhöfn skipsins en það var staðsett milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar.   Óskað var eftir aðstoð Gunnars Friðrikssonar, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði.

Bandarísk flugsveit kemur til loftrýmisgæslu

BNA_Thota

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 4. nóvember nk. með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Alls munu um 200 liðsmenn þeirra taka þátt í verkefninu.  Koma þeir til landsins með F-15 orrustuþotur,  C-130 björgunarflugvél og eldsneytisbirgðavél.

Þyrla kölluð út eftir slys í Stykkishólmi

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:12 beiðni frá lækni í Stykkishólmi um aðstoð þyrlu eftir að ekið var á konu í bænum. Eftir samráð við þyrlulækni var þyrla kölluð út og fór hún í loftið kl. 18:44. Lent var á flugvellinum í Stykkishólmi kl. 19:19 og var hin slasaða flutt um borð í þyrluna. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 20:16.

Gná kölluð út vegna alvarlegra veikinda

GNA3_BaldurSveins

Þegar Gná var við æfingar eftir hádegi í dag barst beiðni frá 112 um aðstoð þyrlu vegna alvarlegra veikinda við Geysi í Haukadal. Lent var við Geysi kl. 15:17 og var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna. Farið var að nýju í loftið kl. 15:25 og lent við Landspítalann í Fossvogi kl. 15:45.

Áhöfn v/s Þór við ýmsar æfingar - skipið klárt fyrir útkall

Að undanförnu hefur áhöfn varðskipsins Þórs verið við ýmsar æfingar um borð sem er liður í síþjálfun áhafna og nauðsynlegur þáttur fyrir störfin um borð. Varðskipið hefur verið staðsett í Reykjavík, það er fullmannað og klárt fyrir útköll. Í morgun fór fram æfing í sjúkraflutningum þar sem sett var á svið slys í vélarrúmi fiskiskips. Tveir menn voru slasaðir og þurfti að flytja þá um borð í varðskipið til aðhlynningar.

Þyrlan Syn verður útbúin nætursjónaukum

SYN

Sýn, þyrla Landhelgisgæslunnar mun á næstu vikum fara í reglubundna skoðun og endurbætur. Skoðunin er nokkuð umfangsmikil en auk þess verður þyrlan útbúin nætursjónaukabúnaði. Flugvélin Sif er við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Á meðan sinna þyrlurnar Líf og Gná verkefnum flugdeildar Landhelgisgæslunnar.

TF-LÍF fór í sjúkraflug á Vestfirði

Vegna óhagstæðra veðuraðstæðna var í gærkvöldi óskað eftir að TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar myndi taka að sér aðkallandi sjúkraflug á Patreksfjörð þar sem ekki var hægt fyrir sjúkraflugvél að lenda á svæðinu. 

Norrænir sérfræðingar í sjókortagerð hittust í Reykjavík

Á dögunum hittist í Reykjavík vinnuhópur norrænna sérfræðinga í gerð sjókorta, Nordic Chart Production Expert Group. Vinnuhópurinn er skipaður af norræna sjómælingaráðinu (Nordic Hydrographic Commission). Sérfræðingarnir hittast á tveggja til þriggja ára fresti til að ræða sameiginleg málefni en þau geta verið af ýmsum toga.

Síða 4 af 7