Fréttayfirlit: 2008 (Síða 5)

Tekur við starfi upplýsingafulltrúa LHG

Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir hefur tekið við starfi upplýsingafulltrúa hjá Landhelgisgæslu Íslands af Sigríði Rögnu Sverrisdóttur sem mun alfarið snúa sér að störfum sínum í sjómælingum hjá Landhelgisgæslunni.

Hrafnhildur Brynja mun annast fjölmiðlatengsl Landhelgisgæslunnar, vefstjórn, útgáfu- og kynningarmál auk þess sem hún verður tengiliður vegna heimsókna og kynninga á starfseminni.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í heimsókn

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar komu í Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og heimsóttu m.a. Landhelgisgæsluna.

Landhelgisgæslan æfir með Vædderen

Fimmtudagur 4. september 2008
Lif_asamt_Vadderen_og_bat_teirra.
Samhliða æfingunni Norður-Víkingur æfði Landhelgisgæslan í gær löggæslu- og björgunarstörf á sjó, ásamt danska herskipinu HDMS Vædderen.

Æfingin fór fram á Faxaflóa en þátttakendur voru Brúarfoss sem lánaður var frá Eimskip, Flugdeild LHG, Varðskipið Ægir, HDMS Vædderen, Sprengjusveit LHG, Orion P3 og Vaktstöð siglinga. Alls tóku þátt í æfingunni um 140 manns.

Mannbjörg á Skjálfanda

Þriðjudagur 2. september 2008

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 10:18 tilkynning í gegn um Neyðarlínuna um að eldur hafi komið upp í fiskibátnum Sigurpáli ÞH-130 sem var staddur á Skjálfanda.

Varðskipið Ægir tekur upp hlustunardufl sem mæla jarðskjálfta og hljóð hvala.

Hlustunardufl_upp_agust_2008_1
Mánudagur 1.september 2008

Nú síðla sumars fór varðskipið Ægir í það verkefni að taka upp hlustunardufl sem lagt hafði verið út af varðskipinu í maí 2007.

50 ár liðin frá því að lög um 12 sjómílna fiskveiðilandhelgi Íslands tóku gildi - upphaf Þorskastríða

Thorskastrid_1958_MariaJulia_vid_breska_togarann_NorhternFoam
Mánudagur 1.september 2008

Í dag eru 50 ár liðin frá því að lög um 12 mílna landhelgi Íslands tóku gildi. Þegar lögin voru sett, hótaði breska ríkisstjórnin að senda herskip á Íslandsmið til að hindra að íslensk varðskip gætu tekið bresk fiskiskip fyrir ólöglegar veiðar.


Þegar lögin tóku gildi sigldu öll erlend fiskiskip út fyrir mörkin nema togarar Breta. Hinn 1. september 1958 sendi breska ríkisstjórnin frá sér ítarlega greinargerð þar sem hún réttlætti íhlutun flotans. Ljóst var að það stefndi til átaka og reyndin varð sú að varðskipin Þór og María Júlía gripu til aðgerða gegn bresku freigátunni Eastbourne. Þar með hófust þau átök sem í daglegu tali eru nefnd Þorskastríðin.

Tíðar kvöld- og næturæfingar hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar

TF_LIF_naetursjonauki
Þriðjudagur 26.ágúst 2008

Nú þegar skyggja tekur eru kvöld- og næturæfingar áhafna þyrla Landhelgisgæslunnar hafnar. Um er að ræða æfingar í næturflugi með og án nætursjónauka. Þessar æfingar eru hluti af reglubundinni þjálfun hjá flugdeildinni og eru mjög mikilvægur hluti hennar, sem undirbúningur fyrir veturinn og skammdegið sem nú fer í hönd.

Gamlir félagar hittast á ný - Vs Ægir og gamli Þór

Vs_Aegir_gamli_Thor_biomyndataka_agust2008
Þriðjudagur 26.ágúst 2008

Varðskipið Ægir hitti gamlan félaga, fyrrverandi varðskipið Þór, við tökur á kvikmyndinni Whale watching massacre sem nú standa yfir. Skipin koma bæði fyrir í myndinni, auk þess sem Vs Ægir aðstoðar við tökur.

Flugeldasýning á Sundunum á Menningarnótt - varðskipið Ægir

Vs_Aegir_Menningarnott_20082
Þriðjudagur 26.ágúst 2008

Menningarnótt í Reykjavík, um nýliðna helgi lauk með glæsilegri flugeldasýningu á Ytri höfninni. Varðskipið Ægir tók þátt í sýningunni. Þrátt fyrir hvassviðri og rigningu framan af kvöldi, létti til og stillti er leið á kvöldið og þótti sýningin takast með endemum vel.

Myndir frá æfingu LHG með Hercules flugvél bandarísku strandgæslunnar

SAREX19082008gstv_(16)
Mánudagur 25.ágúst 2008

Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson á leitaræfingu sem varðskipið Ægir, þyrlan TF-GNA og Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, tóku þátt í ásamt Hercules C-130 flugvél bandarísku strandgæslunnar í liðinni viku.

Herkúles flugvél bandarísku strandgæslunnar æfir með Landhelgisgæslunni

Hercules_flugvel_-_18._agust_2008_004

Mánudagur 18. ágúst 2008
Í morgun kl. 11 lenti Herkúles-flugvél bandarísku strandgæslunnar (C-130J) á Reykjavíkurflugvelli en vélin er hingað komin til að taka þátt í björgunaræfingu sem fram fer í vikunni með Landhelgisgæslu Íslands. Æfð verður björgun farþega skemmtiferðaskips sem lendir í áföllum á hafinu milli Íslands og Grænlands.

Mannbjörg á Faxaflóa

Mannbjörg á Faxaflóa 3

Föstudagur 15. ágúst 2008


Um kl. 6:30 í morgun bárust Landhelgisgæslunni boð í gegnum Neyðarlínuna um að leki hefði komið að bátnum Eggja-Grími ÍS-702 sem er 6 tonna skemmtibátur. Báturinn var staddur á miðjum Faxaflóa. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR og björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru send áleiðis. Einnig voru nærstödd skip beðin um að halda í átt til Eggja-Gríms, m.a. báturinn Happasæll KE-94 sem var nærstaddur.

Landhelgisgæslan í aðgerðum gegn ítrekuðum brotum sjómanns gegn fiskveiðilöggjöf

Fimmtudagur 7.ágúst 2008

Í dag kom Landhelgisgæslan að kvótalausum bát norðvestur af Garðskaga. Umræddur bátur hefur ítrekað farið til veiða án aflaheimilda og hefur Landhelgisgæslan áður haft afskipti af bátnum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru um borð í bátnum og er honum siglt til lands, þar sem lögregluyfirvöld taka á móti bátnum og skipstjóra hans með viðeigandi hætti.

Landhelgisgæslan í samstarfi við Ríkislögreglustjóraembættið um umferðareftirlit

Umferdareftirlit_LHG_Logr040808
Miðvikudagur 6.ágúst 2008

Nú um liðna verslunarmannahelgi, tók Landhelgisgæslan þátt í umferðareftirliti ásamt Ríkislögreglustjóraembættinu. Þyrlur Landhelgisgæslunnar flugu með lögreglumenn við og eftir helstu þjóðvegum landsins. Eftirlitið, þótti gefast vel, góð yfirsýn fékkst yfir umferðina auk þess sem áhöfn vélarinnar var til taks, með lækni og lögreglumanni, þegar á þurfti að halda.

Landhelgisgæslan við eftirlit með síldar- og makrílveiðum austur af landinu

Eftirlit_Vilhelm_Thorst_hluti_afla_agust2008
Þriðjudagur 5.ágúst 2008

Varðskip hafa undanfarna daga verið við fiskveiðieftirlit með síldar- og makrílveiðiflotanum við austanvert landið. Eftirlitið hefur gengið vel og samstarf við áhafnir skipanna verið gott. Aflabrögð hafa verið þokkaleg.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar leita að týndum manni á Esju

Föstudagur 25. júlí 2008

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA hafa í gær og í dag tekið þátt í leit að týndum manni á Esju. Leitað var úr lofti með báðum vélunum í gær og í dag voru leitarmenn og -hundar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fluttir uppá Esjubrúnir til leitar.
Síða 5 af 7