Fréttayfirlit: 2012 (Síða 3)

Línubátur með tvo menn um borð fékk á sig brotsjó

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:40 aðstoðarbeiðni frá línubátnum Steinunni HF108  sem hafði fengið á sig brotsjó um 20 sml. NV-af Rit, við mynni Ísafjarðardjúps. Tveir menn eru í áhöfn bátsins. Afli og veiðarfæri höfðu kastast til og fékk báturinn á sig slagsíðu. Landhelgisgæslan hafði samstundis samband við nærstödd skip og báta og bað þau um að halda á staðinn.

Áhöfn samhæfingarstöðvar heimsótti varðskipið Þór

Þór á æfingu með Norsku varðskipi

Ýmis viðbragðsaðilar hafa á síðastliðnum mánuðum komið um borð og kynnt sér getu og búnað varðskipsins Þórs. Voru gestirnir afar ánægðir með góðar viðtökur og kynningu. Mjög mikilvægt er fyrir þá aðila sem sinna viðbragðsmálum á Íslandi að þekkja vel til getu og búnaðar varðskipsins.

Sýndu veggspjöld um dýpismælingar og efnistöku

Veggspjald

Landhelgisgæslan tók nýverið þátt í ráðstefnu LÍSU, Samtökum um landupplýsingar á Íslandi. Þar sýndu Landhelgisgæslan og Orkustofnun tvö veggspjöld sem þessar stofnanir unnu saman. Gerður var samanburður á dýpismælingum í Hvalfirði, annars vegar frá árinu 1940 og hins vegar frá 2010.

Danir opna nýjar höfuðstöðvar fyrir Norðurslóðir

Nuuk_ArktiskKommando1

Nýjar höfuðstöðvar Dana fyrir björgunar- öryggis- og varnarmál á Norðurslóðum - Arktisk Kommando voru í gær opnaðar við hátíðlega athöfn. Á meðal gesta voru Margrét Þórhildur Danadrottning, Nick Hækkerup öryggis- og varnarmálaráðherra Danmerkur. Landhelgisgæslunni var boðið að vera við opnunina.

Vonskuveður og há sjávarstaða getur valdið vandræðum

TYR Braela ThorgeirBald

Veðurstofan bendir á að vonskuveður verður um norðanvert landið næstu daga. Búast má við norðanátt og snjókomu með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Þar sem norðanáttin er langvin má reikna með miklum áhlaðanda sjávar. Reikna má með að ölduhæð geti náð 12 metrum norður og austur af landinu.

Ár frá komu varðskipsins Þórs til Reykjavíkur

Þór kemur til Eyja

Í dag er ár liðið síðan varðskipið Þór, nýtt eftirlits- og björgunarskip Íslendinga sigldi í fyrsta skipti inn í Reykjavíkurhöfn.  Með komu Þórs var stigið nýtt skref í  öryggismálum sjómanna og vöktun íslenska hafsvæðisins, hvort sem er á sviði auðlindagæslu, fiskveiðieftirlits, löggæslu, leitar eða björgunar.  Til hamingju með daginn Íslendingar.

Viðbúnaður vegna farþegaflugvélar

_MG_0632

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 12:42 tilkynning frá flugstjórn Isavia um Airbus 332 farþegaflugvél með 338 farþega um borð sem misst hafði afl á öðrum hreyfli og óskaði eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli, áætlaður komutími kl. 14:32. Lenti flugvélin heilu og höldnu kl. 14:38.

Varðskipið Þór opið til sýnis í Þorlákshöfn

ÞOR Arni Saeberg

Varðskipið Þór er væntanlegt  til Þorlákshafnar á morgun, laugardaginn 27. október og er áætlað að varðskipið verði þar opið til sýnis frá kl. 13:00-16:00.  Landhelgisgæslan hvetur fólk til að koma um borð og skoða hið glæsilega varðskip sem er bylting í vöktun, öryggismálum,  leit og björgun innan íslenska hafsvæðisins.

Stjórnstöðvar þjálfa viðbrögð við flugatvikum

_MG_0566

Undanfarið hafa varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar (JRCC Ísland), sjóbjörgunarmiðstöðvarinnar í Færeyjum (MRCC Tórshavn) og úthafsflugstjórnarmiðstöðvar ISAVIA (Reykjavík OACC) þjálfað upplýsingamiðlun, greiningu og útvinnslu gagna vegna flugatvika sem geta komið upp á ábyrgðasvæði hvers og eins.

Landhelgisgæslan tók þátt í Björgun

bjorgun-2012

Ráðstefnan Björgun fór fram á Grand Hótel um helgina. Fjöldi starfsmanna Landhelgisgæslunnar sóttu ráðstefnuna og voru tveir þeirra með fyrirlestra, þeir Henning Þ. Aðalmundarson, stýrimaður og sigmaður í þyrlu Landhelgisgæslunnar og Snorre Greil stýrimaður á varðskipinu Þór.

Þyrla LHG sótti slasaðan göngumann í Botnssúlur

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra kl. 19:17 eftir að göngumaður slasaðist þegar hann féll fram af klettabelti í Botnssúlum.

Varðskipið Þór æfir viðbrögð við mengun með samstarfsaðilum

ÞOR Arni Saeberg

Í dag fór fram mengunarvarnaæfing á ytri höfn Reykjavíkur með þátttöku varðskipsins Þórs, Umhverfisstofnunar, Faxaflóahafna, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Olíudreifingar. Afar mikilvægt er fyrir viðbragðsaðila á sviði mengunar í sjó að stilla saman strengi.

Starfsmenn N1 heimsóttu flugdeild LHG

N!_1

Landhelgisgæslan fékk nýverið heimsókn starfsfólks N1 sem kom til að kynna sér starf flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Lárus Helgi Kristjánsson flugmaður og Reynir Garðar Brynjarsson  yfirspilmaður tóku á móti gestunum og sögðu frá verklagi, búnaði og getu flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Samtals komu um sjötíu starfsmenn N1 í heimsóknina.

Varðskipið Þór fékk Björgvinsbeltið að gjöf frá SL

Bjorgbeltidafh1

Varðskipið Þór fékk í gær björgunarbúnaðinn Björgvinsbeltið að gjöf frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Guðmundur Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Óskar Jónsson meðframleiðandi Björgvinsbeltisins afhentu Páli Geirdal skipherra og Ásgrími L. Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs og áhöfn varðskipsins gjöfina um borð.

Starfsmenn innanríkisráðuneytisins kynntu sér starf LHG

IRR_9w

Landhelgisgæslan fékk nýverið starfsfólk innanríkisráðuneytisins í heimsókn þar sem þau kynntu sér helstu verkefni og áskoranir Landhelgisgæslunnar.

Sprengjusérfræðingar LHG kallaðir til þegar sprengjukúlur fundust

Sprengikula75mm

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 10:30 í morgun eftir að sprengjukúlur fundust á athafnasvæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í morgun. Sprengjukúlurnar komu upp á land þegar sanddæluskipið Sóley losaði efni sem það dældi upp út af Viðeyjarflaki í morgun.

Síða 3 af 7