Fréttayfirlit: mars 2007
Eyddu sprengju í Vestmannaeyjum
Föstudagur 30. mars 2007.
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru í gær með þyrlu til Vestmannaeyja og eyddu sprengju sem hafði komið í net togskipsins Dala-Rafns frá Vestmannaeyjum.
Litlir söngvasveinar og meyjar í heimsókn í flugdeild
Það var skemmtilegur hópur frá leikskólanum Bæjarbóli í Garðabæ sem heiðraði flugdeild Landhelgisgæslunnar með nærveru sinni í morgun. Börnin og leikskólakennarar skoðuðu þyrlurnar og flugvélina og tóku síðan lagið fyrir starfsfólk flugdeildar. Almenn ánægja var með þessa skemmtilegu heimsókn.
Ferðalangar brugðust rétt við er þeir fundu tundurdufl
Ferðalangar sem fundu tundurdufl á Starmýrarrifi við Álftafjörð eystri brugðust hárrétt við en þeir tóku stað á duflinu og létu varðstjóra Landhelgisgæslunnar í Vaktstöð siglinga strax vita
Ægir í ólgusjó
Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður sendi nýlega þessar skemmtilegu myndir af Ægi á siglingu og skýringar með.
Sjúkraflug björgunarþyrlunnar Lífar vegna vinnuslyss á Grundartanga
Líf sótti á laugardaginn mann sem hafði orðið fyrir vinnuslysi á Grundartanga og flutti á sjúkrahús.
Útkall um helgina - Þyrlan Líf og flugvélin Syn í björgunarflugi djúpt suður af landinu
Mánudagur 26. mars 2007.
Þyrlan Líf sótti slasaðan sjómann um borð í Kolmunnaskipið Guðmund VE í fylgd Synjar, Fokkerflugvélar Landhelgisgæslunnar.
Varðskip Landhelgisgæslunnar með Sólborgu RE-270 í togi á leið til Reykjavíkur
Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú með dragnótarbátinn Sólborgu RE-270 í togi á leið til Reykjavíkur en báturinn varð vélarvana í dag um 0.8 sjómílur frá landi.
Þyrlurekstur Landhelgisgæslu Íslands - þróun og tillaga um framtíðarlausn
Í dag gaf dómsmálaráðuneytið út fréttatilkynningu þar sem tillögur starfshóps um þyrlurekstur landhelgisgæslunnar eru raktar.
Þjálfun skipstjórnarmanns fyrir störf í flugdeild
19. mars 2007.
Meðfylgjandi myndir voru teknar nýlega þegar Vilhjálmur Ó. Valsson stýrimaður/sigmaður var í grunnþjálfun sem sigmaður á þyrlu.
Tæki fyrir nýja flugvél Landhelgisgæslunnar skoðuð
Varðskip Landhelgisgæslunnar á leið til lands með tvo gáma Kársness í togi
Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á siglingu til lands með tvo gáma sem áhöfn björgunarþyrlunnar Lífar fann út af Garðskaga í morgun. Skip Atlantsskipa, Kársnes, fékk á sig brotsjó í gærkvöldi og missti gámana frá borði.
Aðstoð við flutningaskipið Barbarossa
Fimmtudagur 15. mars 2007.
Undir lok síðustu viku fékk flutningaskipið Barbarossa frá Nassau á sig brotsjói 150 sjómílur suðvestur af Kötlutanga í aftakaveðri og fékk aðstoð frá vaktstöð siglinga og varðskipinu Ægi.
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar í Líbanon
Íslenska friðargæslan sendi tvo sprengjusérfræðinga frá Landhelgisgæslu Íslands og einn sjúkraflutningamann frá Slökkviliði Reykjavíkur fyrir u.þ.b. sex vikum til Líbanon til að aðstoða við sprengjueyðingu. Í Líbanon er mikið af ósprengdum sprengjum eftir stríð sem geisaði þar síðastliðið sumar.
Tveir menn létust í sjóslysi í nótt
Landhelgisgæslan, lögreglan og rannsóknarnefnd sjóslysa rannsaka málið og atburðarásina í heild.
Hópur kvenna heimsótti varðskipin
Þriðjudagur 13. mars 2007.
Fríður hópur kvenna sem tengjast starfsemi erlendra sendiráða á Íslandi heimsótti varðskipið Ægi og einnig varðskipið Óðinn þar sem skipin lágu við bryggju á Faxagarði á dögunum.
Nýtt sjókort af Reyðarfirði komið út
Starfsfólk sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar hefur nú lokið vinnu við sjókort af Reyðarfirði og er það nýkomið út.
- Fyrri síða
- Næsta síða