Fréttayfirlit: 2008 (Síða 2)

Grunur leikur á að stundaðar séu veiðar í lokuðum hólfum

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga hafa vinir okkar Færeyingar reynt að stemma stigu við lögbrotum færeyskra fiskiskipa í íslenskri lögsögu. Grunur leikur á að íslensk skip stundi sömu iðju hér við land.

Rjúpnaskyttu leitað í Árnessýslu

TF_LIF_Odd_Stefan
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 1522 á laugardag beiðni um að þyrla LHG yrði kölluð út til að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem saknað var við Skáldabúðir í Laxárdal í Árnessýslu. Rjúpnaskyttunnar hafði verið saknað frá því um hádegi.

Aðventuhlaup Björgunarmiðstöðvarinnar í dag

Aðventuhlaup Björgunarmiðstöðvarinnar við Skógarhlíð fer í fyrsta skipti fram í dag, föstudaginn 28. nóvember. Hlaupið verður frá Skógarhlíð 14 kl. 12:00 og verða tvær vegalengdir í boði, 7 km (svokallaður flugvallarhringur) og 3,2 km.

Villta vestrið við Íslandshrygg

Brestir_ReginTorkilsson
Ákæruvaldið í Færeyjum rannsakar nú mál sem varða tvö færeysk fiskiskip sem grunuð eru um að hafa framið lögbrot í tengslum við fiskveiðar. Í báðum tilfellum hefur ákæruvaldið rökstuddan grun um að skipin hafi veitt ólöglega í íslenskri lögsögu með slökkt á fjareftirlitsbúnaði sem sýnir hvar skipin eru stödd. Í einum túrnum kastaði skipstjórinn á Bresti siglingatölvu skipsins í sjóinn á leið til lands.

Skrokkur tappatogara sekkur á leið til Hollands

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst síðastliðna nótt tilkynning frá togaranum Grétu (áður Margrét EA-71). Hafði þá skrokkur af gömlum togara, Guðrúnu Björgu HF-125, sem Gréta var að draga austur af Aberdeen í Skotlandi, sokkið. Var Gréta að draga togarann áleiðis til Hollands þegar hann byrjaði að sökkva og slitnaði þá taugin á milli skipanna.

Sjávarfallatöflur og almanak fyrir árið 2009 komið út

Sjavarfallaalmanak_2009
Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hefur gefið út Sjávarfallatöflur og Sjávarfallalmanak fyrir árið 2009.

Í Sjávarfallatöflum er gefin upp áætluð hæð flóðs og fjöru í Reykjavík, Ísafirði, Siglufirði og Djúpavogi. Almanakið sýnir með línuriti útreiknaða hækkun og lækkun sjávar í Reykjavík fyrir hvern dag ársins.

Danir yfirfara Lynx þyrlu í skýli LHG

Lynx þyrla af danska varðskipinu Triton kom í vikunni til viðhalds í skýli LHG á Reykjavíkurflugvelli. Fá flugvirkjar þeirra að nota aðstöðu Gæslunnar en um tíu manns fylgja þyrlunni. Mikil samvinna hefur ætíð verið á milli Landhelgisgæslunnar og varðskipa danska flotans sem eru við gæslustörf á hafinu umhverfis Grænland.

Flugverndaræfing á Reykjavíkurflugvelli

Vettvangur
Landhelgisgæslan tók í dag þátt í flugverndaræfingu sem fram fór á Reykjavíkurflugvelli. Var æfingin stór í sniðum en æft var eftir viðbragðsáætlun flugvallarins og látið reyna á mörg atriði sem upp geta komið.

Björgunarskip komið með Grímsnes í tog

Grimsnes4_
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var komið með taug í Grímsnes GK-555 kl. 17:04 og mun draga netabátinn til hafnar en Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 15:48 beiðni um aðstoð frá bátnum þar sem hann var vélarvana, með sjö manns um borð rúmlega 2 sml undan Sandvík á Reykjanesi.

Varðskip fær heimsókn verðandi stýrimanna

Varðskip Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn sex nemenda stýrimannabrautar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Nemendunum var kynnt starfsemi Landhelgisgæslunnar auk þess sem þeir fengu að sjá tæki og búnaður varðskipsins.

Varðskip komið með Grímsnes í tog

Grimsnes
Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú komið með Grímnes GK-555 í tog undan Kötlutanga og eru á leið til Vestmannaeyja en vír slitnaði fyrr í dag þegar reynt var að koma línu yfir í bátinn. Að sögn skipherra er veður slæmt á svæðinu, 30-50 hnútar, gengur á með éljum og ölduhæð allt upp í sjö metra. 

Varðskip aðstoðar Grímsnes GK-555

Ægir tekur dýfu 3 mars 2007
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust í morgun kl. 06:38 boð á rás 16 um aðstoð frá Grímsnesi GK-555 sem sagði bátinn strandaðan með níu manns um borð, á sandrifi 3,2 sjómílur NA af Skarðsfjöruvita. Komið hafði leki í sjókæli en ekki inn í skipið. Varðskipi Landhelgisgæslunnar var samstundis gert viðvart, þyrla kölluð út og haft var samband við báta á svæðinu.

Nauðsyn eftirlits- og gæslustarfa á hafi úti

Síðastliðinn föstudag kom glögglega í ljós nauðsyn þess að hafa varðskip Landhelgisgæslunnar við eftirlit og löggæslustörf á hafi úti. Varðskip LHG hafði samband við stjórnstöð LHG til að grennslast fyrir um skip á suðurleið undan Sandvík. Stjórnstöð taldi skipið vera við höfn í Reykjavík en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að svo var ekki.

Danska varðskipið Triton við æfingar með LHG

triton
Danska varðskipið Triton kom til Reykjavíkur í byrjun vikunnar og nýtti tímann vel meðan á dvölinni stóð. Skipulagðar voru æfingar með Aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar og tóku allar einingar sviðsins þátt í æfingunum þ.e. varðskip, flugdeild, sprengju- og köfunardeild. Stjórnstöð LHG í Skógarhlíð tók einnig virkan þátt sem sameiginlegur tengiliður þátttakenda í æfingunni.

Leikskólinn Rauðhóll í heimsókn

Það var áhugasamur hópur leikskólabarna af leikskólanum Rauðhóli sem heimsótti varðskipið Ægi í vikunni. Börnin skoðuðu varðskipið og voru frædd um það helsta sem fram fer um borð.

Áhafnir æfa slökkvistörf

Slokkva_elda
Áhafnir varðskipa Landhelgisgæslunnar og stýrimenn af flugvelli æfa þessa dagana slökkvistörf með Slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli. Meðal annars fór æfingin fram á svæði sem kallast Pytturinn á Miðnesheiði.
Síða 2 af 7