Fréttayfirlit: 2010 (Síða 5)

Óvenju há sjávarstaða

Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á að óvenju hárri sjávarstöðu er spáð 8. til 11. september. Sjávarhæð á síðdegisflóðinu í Reykjavík 8. og 9. september verður allt að 4,5 m, samkvæmt sjávarfallatöflum sem sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar reiknar og gefur út. Umsjónarmenn báta og skipa eru beðnir um að fylgjast vel með veðri þessa daga.

Hvenær eiga AIS tæki að vera komin í íslensk skip?

Talsvert hefur verið um fyrirspurnir frá sjómönnum og útgerðum um hvenær sjálfvirkt auðkenniskerfi skipa (AIS) skuli vera komið um borð í íslensk skip. Landhelgisgæslan vekur athygli á tilkynningu sem birtist nýverið á heimasíðu Siglingastofnunar vegna þessa.

Varðskip flytur bát á Byggðasafn Vestfjarða

NACGF_vardskip
Varðskip Landhelgisgæslunnar kom í morgun að bryggju á Ísafirði eftir um sólarhrings siglingu frá Keflavík með vélbátinn Magnús KE-46 á þyrluþilfari varðskipsins. Var báturinn fluttur fyrir Byggðasafn Vestfjarða. Hefur safnið markað sér stefnu í varðveislu báta, þeir séu gerðir upp í það ástand að vera sjófærir. Einnig leggur safnið áherslu á að viðhalda verkþekkingu við viðgerð þeirra og stuðla að því að hún berist á milli kynslóða.

Mikil leit gerð að neyðarsendi - fannst hann að lokum í ruslagámi

Neydarsendar
Mikil leit að neyðarsendi stóð yfir hjá Landhelgisgæslunni og samstarfsaðilum frá sunnudegi og fram á mánudag eftir að neyðarskeyti hófu að berast frá neyðarsendi sem ekki var lengur í notkun. Við eftirgrennslan kom í ljós að honum hafði verið skilað inn til þjónustuaðila sem ekki fór með hann strax til förgunar.

Myndir frá veru TF-SIF í Louisiana

SIF_mars2010_085
Eins og komið hefur fram var flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fengin til að leysa af flugvél samgöngustofnunar Kanada við mengunareftirlit á Mexíkóflóa í fjórar vikur frá miðjum júlí. Hér má sjá nokkrar myndir frá dvöl áhafnar á svæðinu í miklum hita og 100% raka.

Varðskip komið með erlendan togara til hafnar, aðstoðaði skömmu síðar vélarvana bát

Varðskip Landhelgisgæslunnar kom með erlendan togara til Reykjavíkurhafnar kl. 23 í gærkvöldi en komið var að togaranum kl. 4 aðfaranótt miðvikudags þar sem hann var vélarvana við Hvarf á Grænlandi. Ferð skipanna sóttist betur en áætlað var vegna hagstæðra veðurskilyrða en áður hafði verið gert ráð fyrir að skipin kæmu til hafnar snemma í fyrramálið.

Fjölbreytt verkefni varðskipanna

Tyr_a
Varðskipið Týr kom til hafnar síðastliðinn fimmtudag eftir löggæslu- og eftirlit á Íslandsmiðum frá 3. ágúst. Í ferðinni fóru varðskipsmenn til eftirlits í skip og báta á hafsvæðinu þar sem m.a. var farið yfir veiðarfæri, afla og réttindi áhafna. Varðskipið tók einnig þátt í Fiskideginum mikla á Dalvík þar sem yfir fimm þúsund manns komu í skoðunarferð um skipið.

Varðskipið Týr aðstoðar erlendan togara

NACGF_vardskip
Varðskipið Týr kom kl. 04:00 í morgun að erlendum togara þar sem hann var vélarvana um 490 sjómílur VSV af Reykjanesi. Lagði varðskipið úr höfn síðdegis á mánudag til aðstoðar togaranum.

Fræðsla um Senegal fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar

SIF_FlugSjo1
TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í gær áleiðis til Dakar í Senegal þar sem flugvélin mun næstu vikur sinna landamæraeftirliti fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Varðskipið Ægir hefur sinnt sama verkefni frá byrjun maí. Fyrst var skipið við strendur Senegal en í júlí sigldi Ægir til Almería á Spáni en þaðan sinnir varðskipið eftirliti á Miðjarðarhafi fram til loka septembermánaðar.Fyrir brottför var starfsmönnum boðið upp á fræðslu um Senegal; menningu landsins, trúarbrögð, siði og fleira.

TF-LIF sækir slasaða konu á Öræfajökul

Landhelgisgæslunni bárust kl. 19:23 í kvöld boð frá Neyðarlínunni um konu sem hafði slasast á fæti í Hrútfjallstindum í Öræfajökli. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 19:28 þar sem talið var erfitt að koma konunni niður af jöklinum.

Ungt fólk í fermingarfræðslu heimsækir varðskip

Tyr,_1421a
Varðskip Týr fékk nýverið heimsókn ungs fólks sem mun næsta vor fermast í Dómkirkjunni. Voru þau í fylgd Sr. Hjálmars Jónssonar, dómkirkjuprests og Sr. Þorvaldar Víðissonar æskfulltrúa kirkjunnar. Fermingarfræðsla Dómkirkjunnar hefst á haustin með námskeiði sem stendur yfir í fjóra daga og lýkur því með vettvangsferð en heimsókn þeirra um borð í varðskipið var einmitt hluti af slíkri ferð.

Fjögur útköll á fimmtán tímum

Þyrla Landhelgisgæslunnar var fjórum sinnum kölluð út á tímabilinu frá kl. 19:00 frá sl. mánudagkvöldið til kl. 14:00 þriðjudag. Tvö af útköllunum komu nánast samtímis að kvöldi mánudags. Kalla þurfti út bakvakt til að sinna fjórða útkallinu.

Mikið annríki hjá þyrluáhöfn

Lif1
Mikið annríki var í gærkvöld og nótt hjá Landhelgisgæslunni en þrisvar sinnum var beðið um útkall á þyrlu til að sinna aðkallandi sjúkraflutningum. Var nóttin óvenju annasöm.

TF-SIF snýr heim frá Louisiana

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF kom til Reykjavíkur áSIF_FlugskyliLHG sunnudagskvöld. Flogið var frá Houma í Louisiana með millilendingu í Syracuse í New York fylki og Goose Bay á Nýfundnalandi. Síðastliðinn mánuð hefur TF-SIF sinnt mengunareftirliti á Mexíkóflóa fyrir bandarísku strandgæsluna og BP.

Ægir kemur að ólíkum björgunum á Miðjarðarhafi

Undanfarnar vikur hefur varðskipið Ægir verið við eftirlit á vegumAegirIMGP4604a Frontex í Miðjarðarhafi þar sem varðskipið hefur komið að „björgun“ flóttafólks af bátum sem fóru frá Alsír og Morocco með stefnuna á Spán. Einnig hafa komið upp skemmtileg atvik eins og þegar siglt var fram á skjaldböku af stærri gerðinni í sem átti í augljósum vandræðum.

TF-LÍF í fimm tíma langt sjúkraflug. Sótti sjúkling 225 sjómílur frá Reykjanesi

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:41 í gærkvöldi aðstoðarbeiðni frá sjóbjörgunarmiðstöðinni í Madrid þar sem óskað var eftir að alvarlega veikur maður yrði sóttur um borð í spánska togarann Esperanza Menduina sem þá var staddur um 280 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.
Síða 5 af 7