Fréttayfirlit: 2014 (Síða 3)

Eftirlitsflug TF-SIF um suður, suðaustur og austurmið

SIF_MG_1474

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og gæsluflug um suður, suðaustur og austurmið. Samtals sáust 587 skip í eftirlits og ratsjárbúnaði og voru öll skip sem flogið var yfir með skráningu og sín mál í lagi. Stýrimenn flugvélarinnar höfðu samband við skip að veiðum og virtist fiskerí vera gott. Einnig var flogið yfir eldstöðvarnar í Holuhrauni og svæðið myndað fyrir jarðvísindamenn og almannavarnir

Landhelgisgæslan varar við siglingahættum í Eyjafirði.

_MG_0566

Stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands hefur síðastliðna 14 - 15 mánuði varað sæfarendur við siglingahættum vegna kræklingalína í Eyjafirði. Landhelgisgæslan hefur gefið út Tilkynningar til sjófarenda þar sem svæðin er skilgreind í breidd og lengd og eru sjófarendur beðnir um að sigla í góðri fjarlægð frá þessum svæðum.

Frontex óskar eftir varðskipi LHG í verkefni á Miðjarðarhafi

_MG_9299

Í vikunni barst Landhelgisgæslunni beiðni frá Frontex, landamærastofnun EU um að Landhelgisgæslan myndi senda varðskip til aðstoðar við landamæragæslu á Miðjarðarhafi. Landhelgisgæslan stefnir að því að verða við beiðninni og er nú hafinn undirbúningur sem miðar að því að varðskipið Týr fari í verkefnið sem mun standa yfir í desember mánuð með möguleika á framlengingu.

Fóru með batterí í Bárðarbungu

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í dag með tæknimenn og búnað frá Veðurstofu Íslands í Nýjadal og upp á Bárðarbungu til að skipta um rafgeyma og setja upp gasmæla. Þegar lent var í Nýjadal sýndu gasmælar afar há gildi og var þar einungis stöðvað skamma stund til að setja út búnað. Þaðan var haldið upp á Bárðarbungu og skipt um rafgeyma sem fylgja búnaði jarðvísindamanna. 

Eftirlit TF-SIF yfir eldstöðvar, suður- og suðvesturmið

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug á föstudag með vísindamenn og fulltrúa almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra yfir Bárðarbungu og gosstöðvarnar í Holuhrauni. Að því loknu var farið í gæslu- og eftirlitsflug um S- og SV- mið.

Herflugvél með bilaðan hreyfil lenti heilu og höldnu í Keflavík

F-4F_BaldurSveins-(3)
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:27 eftir að tilkynning barst frá flugstjórn um herflugvél, í fylgd tveggja annarra herflugvéla frá bandaríska flughernum, væri með bilun í öðrum af tveimur hreyflum vélarinnar. Voru þær staddar djúpt suður af landinu, og var þeim beint til Keflavíkur. Vélin lenti síðan heilu og höldnu í Keflavík kl 16:19.

Aðgerðir vegna gossins kostnaðarsamar og utan rekstraráætlunar LHG

Frá því að jarðhræringar hófust í og við Vatnajökul hafa á milli 90 og 100 starfsmenn Landhelgisgæslunnar komið að aðgerðunum með einhverjum hætti. Hefur þeim fylgt umtalsverður aukakostnaður sem ekki var gert ráð fyrir í rekstraráætlun Landhelgisgæslunnar.

Aðmíráll danska flotans kynnir sér starfsemi Landhelgisgæslunnar

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tók í dag á móti Frank Trojan aðmírál danska flotans, ásamt samstarfsmönnum í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar. Kynnt var starfsemi Landhelgisgæslunnar og samstarf við Joint Arctic Command í Nuuk á Grænlandi sem eru höfuðstöðvar Dana fyrir björgunar- öryggis- og varnarmál á Norðurslóðum.

Tékknesk flugsveit kemur til loftrýmisgæslu

Bolafjall5

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju fimmtudaginn 9. október nk. með komu flugsveitar tékkneska flughersins. Alls munu um 80 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center).  Flugsveitin kemur til landsins með fimm JAS-39C Gripen orrustuþotur.  

Flugtæknideild LHG tekur við viðhaldsrekstri TF-FMS

TF-FMS

Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar tekur í dag við rekstri TF-FMS, flugvélar Isavia sem er af gerðinni Beech B200 King Air. Vélin hefur undanfarin ár verið í rekstri Mýflugs en flyst nú yfir á flugrekstrarleyfi Isavia þar sem hún verður notuð við flugprófanir. Isavia hefur gert samning við flugtæknideild LHG um allan viðhaldsrekstur vélarinnar.

Æfing sprengjusérfræðinga stendur yfir

NC2012_W1D3_Doug_Elsey_Photo_093

Nú stendur yfir á svæði Landhelgisgæslunnar við Keflavík og í Hvalfirði æfingin Northern Challenge sem er alþjóðleg æfing  fyrir sprengjusérfræðinga. Æfingin er í umsjón séraðgerða og sprengjueyðingasviðs Landhelgisgæslunnar sem einnig annast skipulagningu og stjórnun hennar. 

Danska varðskipið Triton sækir skipverja sem slasaðist um borð í Reykjafossi

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:40 tilkynning frá björgunarstöðinni í NUUK Grænlandi ´s um að þeim hefði borist aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Reykjafoss vegna manns sem slasaðist um borð. Reykjafoss var þá staðsettur rúmlega 500 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Björgunarmiðstöðin óskaði eftir að danska varðskipið Triton myndi sækja manninn en það var þá 285 sml NNA frá Reykjafossi.

Mannlaus fiskibátur slitnaði upp í Hvammsvík

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:15 í gærmorgun tilkynning um mannlausan fiskibát sem var kominn upp í fjöru í Hvammsvík. Virtist báturinn hafa slitnað upp og lá hann á stjórnboðssíðunni í fjörunni. Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur var á svæðinu og var það beðið um að halda á staðinn, einnig var Umhverfisstofnun gert viðvart.

Varðskipið Týr kominn til hafnar á Íslandi eftir verkefni við Svalbarða

Varðskipið Týr kom til Akureyrar síðdegis í dag eftir að hafa verið frá byrjun maí í leiguverkefni við Svalbarða þar sem skipið var notað til eftirlits- og björgunarstarfa sem og almennra löggæslu- og þjónustustarfa fyrir Sýslumanninn á Svalbarða.  Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru í áhöfn Týs hverju sinni meðan á verkefninu stóð og var mikil ánægja með frammistöðu þeirra. Landhelgisgæslan gerði samning við Fáfni Offshore hf um verkefnið en nýtt skip Fáfnis, Polarsyssel var afhent Sýslumanninum á Svalbarða í síðastliðinni viku.

Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer af strandstað í morgun

Varðskipinu Þór tókst klukkan 10:52 í morgun að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað á Fáskrúðsfirði. Í nótt var dælt yfir eittthundrað tonnum af olíu úr skipinu með aðstoð Olíudreifingar. Skipið verður nú dregið til Fáskrúðsfjarðar en áður en til hafnar verður komið munu skemmdir verða kannaðar og olíu dælt aftur um borð. 

Unnið að endurmati björgunaraðgerða - áætlanir um að nota hafsögubát voru ekki raunhæfar

ÞOR Arni Saeberg

Landhelgisgæslan vinnur nú að endurmati björgunaraðgerða á strandstað flutningaskipsins Green Freezer sem strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudagskvöld. Dráttartaug varðskipsins Þórs slitnaði í hádeginu þegar komið var yfir 100 tonna átak á tauginni og er því ljóst að skipið situr mjög fast á strandsstað. Þessi staða undirstikar að áætlanir um að nota hafsögubát við aðgerðina voru ekki raunhæfar.

Síða 3 af 7